Tekjur Alcoa undir væntingum 10. október 2007 12:52 Alain Belda, forstjóri Alcoa. Hann segir tekjur fyrirtækisins hafa minnkað vegna lægra álverðs á þriðja ársfjórðungi. Mynd/AFP Bandaríski álrisinn Alcoa, sem meðal annars rekur álverið í Reyðarfirði, hagnaðist um 555 milljónir bandaríkjadala, rúma 33,7 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi samanborið við 537 milljónir á sama tíma í fyrra. Þetta er 3,4 prósenta aukning á milli ára. Alcoa birti uppgjörstölur sínar í gær en er líkt og fyrri ár fyrsta bandaríska stórfyrirtækið til að birta þær sitt á fjórðungnum. Alain Belda, forstjóri Alcoa, segir í samtali við bandaríska dagblaðið Wall Street Journal, að þótt álverð hafi verið hærra frá síðasta ári þá hafi það lækkað á fjórðungnum samhliða lægra gengi bandaríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Það hafi skilað sér í minni tekjum af reglulegri starfsemi á tímabilinu. Auknar tekjur eru hins vegar tilkomnar vegna sölu fyrirtækisins á sjö prósenta hlut sínum í kínversku álfyrirtæki en gjörningurinn skilaði 7,4 milljónum dala í kassa Alcoa. Tekjurnar námu 7,4 milljörðum dala sem er 3,2 prósenta samdráttur á milli ára. Það er undir væntingum greinenda, sem höfðu gert ráð fyrir því að tekjurnar myndu aukast á milli ára. Greinendur lækkuðu reynar afkomuspá sína fyrir Alco nokkru fyrir birtingu afkomutalnanna en reiknað er með að lausafjárskrísan frá í enda sumars seti mark sitt á afkomu fjölda fyrirtækja víða um heim á fjórðungnum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Bandaríski álrisinn Alcoa, sem meðal annars rekur álverið í Reyðarfirði, hagnaðist um 555 milljónir bandaríkjadala, rúma 33,7 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi samanborið við 537 milljónir á sama tíma í fyrra. Þetta er 3,4 prósenta aukning á milli ára. Alcoa birti uppgjörstölur sínar í gær en er líkt og fyrri ár fyrsta bandaríska stórfyrirtækið til að birta þær sitt á fjórðungnum. Alain Belda, forstjóri Alcoa, segir í samtali við bandaríska dagblaðið Wall Street Journal, að þótt álverð hafi verið hærra frá síðasta ári þá hafi það lækkað á fjórðungnum samhliða lægra gengi bandaríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Það hafi skilað sér í minni tekjum af reglulegri starfsemi á tímabilinu. Auknar tekjur eru hins vegar tilkomnar vegna sölu fyrirtækisins á sjö prósenta hlut sínum í kínversku álfyrirtæki en gjörningurinn skilaði 7,4 milljónum dala í kassa Alcoa. Tekjurnar námu 7,4 milljörðum dala sem er 3,2 prósenta samdráttur á milli ára. Það er undir væntingum greinenda, sem höfðu gert ráð fyrir því að tekjurnar myndu aukast á milli ára. Greinendur lækkuðu reynar afkomuspá sína fyrir Alco nokkru fyrir birtingu afkomutalnanna en reiknað er með að lausafjárskrísan frá í enda sumars seti mark sitt á afkomu fjölda fyrirtækja víða um heim á fjórðungnum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira