Villi kvaddur 16. október 2007 11:33 Íslensk pólitík er ekki fyrir viðkvæma. Þar geta aftökurnar verið með alla vega hætti. Og einhvern veginn finnst mér það óendanlega sárt hvernig Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fer frá völdum í borginni, ekki einasta svikinn af pólitískum andstæðingur heldur og pólitískum samherjum. Hann er ekki sá skúrkur sem skopið gefur til kynna þessa dagana. En guð minn almáttugur hvað hann hefur komið sér þröngt í hornið. Nýr meirihluti hefur nóg með sitt - þótt ekkert bóli á málefnunum. En hvað verður um minnihlutann? Hann verður að taka sér ærlegt tak. Það er styttra í næstu sveitastjórnarkosningar en svo að menn geti slakað svolítið á á næstu mánuðum eftir afferuna í pólitísku myrkrakompunum á undanliðnum vikum. Flokkurinn þarf að hrista af sér slenið - og búa sig undir það sem er honum lífsnauðsyn; að ná fullum og óskoruðum meirihluta í borginni vorið 2010. Nema náttúrlega að það verði kosið fyrr; hver veit? En hann vantar nýjan foringja. Árni Sigfússon er þar maðurinn að mínu viti en hann hefur skotið rótum suður á nesjum. Brenndur af borginni. En hver er þá krónprinsinn eða krónprinsessan. Líkast til er Gísli Marteinn framtíðarleiðtoginn en ef ég þekki vini mína í flokknum rétt verður Hanna Birna millileikurinn. Hún er skelegg og trúverðug í sinni pólitík. Eins má ekki vanmeta Þorbjörgu Helgu sem minnir um margt á sajrma Þorgerðar Katrínar. Hennar tími mun koma. En ... millileikurinn verður Hanna Birna þar til Gísla Marteini hefur vaxið pólitísk skegg. -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun
Íslensk pólitík er ekki fyrir viðkvæma. Þar geta aftökurnar verið með alla vega hætti. Og einhvern veginn finnst mér það óendanlega sárt hvernig Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fer frá völdum í borginni, ekki einasta svikinn af pólitískum andstæðingur heldur og pólitískum samherjum. Hann er ekki sá skúrkur sem skopið gefur til kynna þessa dagana. En guð minn almáttugur hvað hann hefur komið sér þröngt í hornið. Nýr meirihluti hefur nóg með sitt - þótt ekkert bóli á málefnunum. En hvað verður um minnihlutann? Hann verður að taka sér ærlegt tak. Það er styttra í næstu sveitastjórnarkosningar en svo að menn geti slakað svolítið á á næstu mánuðum eftir afferuna í pólitísku myrkrakompunum á undanliðnum vikum. Flokkurinn þarf að hrista af sér slenið - og búa sig undir það sem er honum lífsnauðsyn; að ná fullum og óskoruðum meirihluta í borginni vorið 2010. Nema náttúrlega að það verði kosið fyrr; hver veit? En hann vantar nýjan foringja. Árni Sigfússon er þar maðurinn að mínu viti en hann hefur skotið rótum suður á nesjum. Brenndur af borginni. En hver er þá krónprinsinn eða krónprinsessan. Líkast til er Gísli Marteinn framtíðarleiðtoginn en ef ég þekki vini mína í flokknum rétt verður Hanna Birna millileikurinn. Hún er skelegg og trúverðug í sinni pólitík. Eins má ekki vanmeta Þorbjörgu Helgu sem minnir um margt á sajrma Þorgerðar Katrínar. Hennar tími mun koma. En ... millileikurinn verður Hanna Birna þar til Gísla Marteini hefur vaxið pólitísk skegg. -SER.