Hagnaður norska tryggingafélagsins Storebrand nam 354,8 milljónum norskra króna, rétt rúmum fjórum milljörðum íslenskra, fyrir skatta og gjöld á þriðja ársfjórðungi samanborið við 320,6 milljónir norska króna á sama tíma í fyrra. Þótt þetta sé aukning á milli ára er þetta litlu undir væntingum markaðsaðila.
Spár greinenda hljóðuðu upp á 360 milljónir norskra króna.
Þá námu tekjur 1,38 norskum krónum á hlut, sem er 17 króna hækkun á milli ára. Það er engu að síður 20 aurum undir spá markaðsaðila.
Afkoman einkennist af óróleika á fjármálamörkuðum upp á síðkastið, að sögn fréttaveitunnar Thomson Financials.
Kaupþing er stærsti hluthafinn í Storebrand með tuttugu prósent hlutafjár en Exista á í kringum fimm prósent og fara félögin því saman með fjórðung alls hlutafjár í tryggingafélaginu norska.