Deco, miðjumaður Barcelona, segir að álagið á leikmenn liðsins sé einfaldlega of mikið. Meiðsli herja á leikmenn liðsins sem leikur gegn Glasgow Rangers í Meistaradeild Evrópu annað kvöld.
„Þegar maður leikur svona marga leiki þar sem reynir mikið á okkur þá kemur maður að því að líkaminn segir hingað og ekki lengra. Ég er ekki læknismenntaður en þetta er augljóst," sagði Deco.
Deco meiddist í leik Barcelona gegn Villareal á laugardaginn og ljóst að hann mun ekki leika næstu fimm vikurnar. „Rangers er með baráttulið og ég held að meiðslalisti okkar gæti orðið enn lengri eftir leikinn á þriðjudag," sagði Deco.
Meiðsli Deco gætu þó komið íslenska landsliðsfyrirliðanum Eiði Smára Guðjohnsen vel en hann getur leyst stöðu Deco á miðjunni.