Afkoma Apple langt umfram væntingar 22. október 2007 21:01 Steve Jobs, stofnandi og forstjóri Apple, sem skilaði betri afkomu en flestir höfðu reiknað með á síðasta fjórðungi. Mynd/AFP Bandaríski tölvu- og hugbúnaðarframleiðandinn Apple hagnaðist um 904 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 55,7 milljarða íslenskra króna, á þriðja fjórðungi, sem er fjórði fjórðungur félagsins, samanborið við 542 milljónir dala á sama tíma í fyrra. Þetta er 67 prósenta aukning á milli ára og langt umfram spár fjármálasérfræðinga. Mestu munar um geysimikla eftirspurn eftir tölvum undir merkjum Apple, margmiðlunarfarsímum fyrirtækisins og fleiri gerðum af iPod-spilurum, sem hafa skilað félaginu miklum tekjum. Hagnaðurinn nam 1,01 dal á hlut samanborið við 62 sent í fyrra. Fjármálasérfræðingar höfðu hins vegar reiknað með 82 sentum á hlut og því ljós að afkoman er talsvert yfir væntingum. Þá námu sölutekjur 6,22 millörðum dala, sem er 29 prósentum meira en í fyrra. Samkvæmt upplýsingum fréttaveitunnar Bloomberg seldi Apple 2,16 milljónum Makka-tölvur og 10,2 milljónir iPod-spilara. Sala á nýja iPhone-símanum fór hins vegar langt framúr væntingum stjórnenda Apple. Steve Jobs, forstjóri fyrirtækisins, hafði reiknað með að selja allt að 730 þúsund síma á fjórðungnum en raunin varð hins vegar sú að 1,12 milljón stykki skiptu um hendur. Gengi hlutabréfa í Apple hækkaði um 2,3 prósent á hlut undir lok viðskipta á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag. Gengið stendur nú í 174,36 dölum á hlut og hefur tvöfaldast í verði frá áramótum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandaríski tölvu- og hugbúnaðarframleiðandinn Apple hagnaðist um 904 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 55,7 milljarða íslenskra króna, á þriðja fjórðungi, sem er fjórði fjórðungur félagsins, samanborið við 542 milljónir dala á sama tíma í fyrra. Þetta er 67 prósenta aukning á milli ára og langt umfram spár fjármálasérfræðinga. Mestu munar um geysimikla eftirspurn eftir tölvum undir merkjum Apple, margmiðlunarfarsímum fyrirtækisins og fleiri gerðum af iPod-spilurum, sem hafa skilað félaginu miklum tekjum. Hagnaðurinn nam 1,01 dal á hlut samanborið við 62 sent í fyrra. Fjármálasérfræðingar höfðu hins vegar reiknað með 82 sentum á hlut og því ljós að afkoman er talsvert yfir væntingum. Þá námu sölutekjur 6,22 millörðum dala, sem er 29 prósentum meira en í fyrra. Samkvæmt upplýsingum fréttaveitunnar Bloomberg seldi Apple 2,16 milljónum Makka-tölvur og 10,2 milljónir iPod-spilara. Sala á nýja iPhone-símanum fór hins vegar langt framúr væntingum stjórnenda Apple. Steve Jobs, forstjóri fyrirtækisins, hafði reiknað með að selja allt að 730 þúsund síma á fjórðungnum en raunin varð hins vegar sú að 1,12 milljón stykki skiptu um hendur. Gengi hlutabréfa í Apple hækkaði um 2,3 prósent á hlut undir lok viðskipta á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag. Gengið stendur nú í 174,36 dölum á hlut og hefur tvöfaldast í verði frá áramótum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira