Liverpool hefur 2-0 yfir í hálfleik gegn Besiktas í leiknum mikilvæga í Meistaradeildinni. Það stefnir því í að Liverpool vinni sinn fyrsta leik í keppninni þetta tímabilið. Peter Crouch fagnaði því að fá tækifæri í byrjunarliðinu með því að skora fyrra markið.
Í hinum leik riðilsins er Porto að vinna Marseille 1-0. Í B-riðli er markalaust í leik Schalke og Chelsea en Rosenborg hefur yfir gegn Valencia á Spáni. Ekkert mark er komið í leikina tvo í C-riðli.
Hálfleikstölur:
A-riðill
FC Porto - Marseille 1-0
1-0 Tarik Sektioui (27.)
Liverpool - Besiktas 1-0
1-0 Peter Crouch (19.)
2-0 Yossi Benayoun (32.)
B-riðill
Schalke - Chelsea 0-0
Valencia - Rosenborg 0-1
0-1 Steffen Iversen (31.)
C-riðill
Lazio - Werder Bremen 0-0
Olympiakos Piraeus - Real Madrid 0-0
D-riðill
Celtic - Benfica 1-0
1-0 Aiden McGeady (45.)
Shakhtar Donetsk - AC Milan 0-0