Ronald Koeman fékk svo sannarlega ekki óskabyrjun sem þjálfari spænska liðsins Valencia. Hann stýrði liðinu í fyrsta sinn í kvöld þegar það tók á móti norska liðinu Rosenborg og tapaði 0-2. Steffen Iversen skoraði bæði mörkin.
Svo sannarlega óvæntur sigur hjá Rosenborg sem er spútniklið Meistaradeildarinnar til þessa. Rosenborg vann einnig fyrri leikinn gegn Valencia.
Rosenborg er með sjö stig í öðru sæti B-riðils, aðeins stigi á eftir Chelsea. Valencia og Schalke eru með þrjú stig hvort lið.