Einar: Árangurinn kemur okkur ekki á óvart Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. nóvember 2007 13:19 Einar Jónsson á verðlaunaafhendingunni í dag. Mynd/E. Stefán Staða Fram í N1-deild kvenna hefur kannski komið einhverjum á óvart en þó ekki þjálfara liðsins, Einari Jónssyni. Einar var valinn besti þjálfarinn í fyrstu níu umferðunum í N1-deild kvenna á blaðamannafundi sem HSÍ hélt í dag. Besti línumaðurinn og besti leikmaðurinn var valin Pavla Nevarilova hjá Fram. „Árangurinn er á áætlun miðað við þau markmið sem við settum okkur," sagði Einar við Vísi. „Hann er kannski framar væntingum annarra enda var okkur spáð fimmta sætinu. Við erum nú í öðru sæti og enn taplaus." Hann segir að deildin hafi farið mjög vel af stað og það sé enginn leikur auðveldur. „Það eru fimm frábær lið sem eru að berjast í efri hlutanum og hin liðin sem koma á eftir eru líka mjög sterk. Þetta er svipað og í karladeildinni, nánasti hver einasti leikur er mjög erfiður." „Þá hafa Valur og Stjarnan náð fínum árangri í Evrópukeppninni sem segir okkur að við erum sífellt að nálgast sterkari deildirnar í Evrópu. Þeir útlendu leikmenn sem koma hingað eru líka hágæðaleikmenn enda dugir ekkert minna til." Aðspurður um stöðu íslenska landsliðsins segir Einar að árangur liðsins á æfingamóti í Hollandi á dögunum megi skrifa á kynslóðaskipti sem virðast eiga sér stað innan liðsins. Íslenska liðið tapaði öllum sínum leikjum á mótinu. „Á mótinu í Hollandi voru miklar breytingar á landsliðinu og ég sá margt jákvætt í þessum leikjum. En það er alveg ljóst að það þarf að laga mjög mikið líka." Einar segir að HSÍ þurfi að setja skýr markmið fyrir landsliðið og fá leikmenn og þjálfara liðanna í deildinni á sitt band. „Það þurfa allir að vera samstíga í þessum efnum. Við þurfum að gera landsliðsumhverfið betra og stefna mjög hátt á þessum vettvangi." Olís-deild karla Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Þorleifur lokið keppni á HM Sport Fleiri fréttir „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Sjá meira
Staða Fram í N1-deild kvenna hefur kannski komið einhverjum á óvart en þó ekki þjálfara liðsins, Einari Jónssyni. Einar var valinn besti þjálfarinn í fyrstu níu umferðunum í N1-deild kvenna á blaðamannafundi sem HSÍ hélt í dag. Besti línumaðurinn og besti leikmaðurinn var valin Pavla Nevarilova hjá Fram. „Árangurinn er á áætlun miðað við þau markmið sem við settum okkur," sagði Einar við Vísi. „Hann er kannski framar væntingum annarra enda var okkur spáð fimmta sætinu. Við erum nú í öðru sæti og enn taplaus." Hann segir að deildin hafi farið mjög vel af stað og það sé enginn leikur auðveldur. „Það eru fimm frábær lið sem eru að berjast í efri hlutanum og hin liðin sem koma á eftir eru líka mjög sterk. Þetta er svipað og í karladeildinni, nánasti hver einasti leikur er mjög erfiður." „Þá hafa Valur og Stjarnan náð fínum árangri í Evrópukeppninni sem segir okkur að við erum sífellt að nálgast sterkari deildirnar í Evrópu. Þeir útlendu leikmenn sem koma hingað eru líka hágæðaleikmenn enda dugir ekkert minna til." Aðspurður um stöðu íslenska landsliðsins segir Einar að árangur liðsins á æfingamóti í Hollandi á dögunum megi skrifa á kynslóðaskipti sem virðast eiga sér stað innan liðsins. Íslenska liðið tapaði öllum sínum leikjum á mótinu. „Á mótinu í Hollandi voru miklar breytingar á landsliðinu og ég sá margt jákvætt í þessum leikjum. En það er alveg ljóst að það þarf að laga mjög mikið líka." Einar segir að HSÍ þurfi að setja skýr markmið fyrir landsliðið og fá leikmenn og þjálfara liðanna í deildinni á sitt band. „Það þurfa allir að vera samstíga í þessum efnum. Við þurfum að gera landsliðsumhverfið betra og stefna mjög hátt á þessum vettvangi."
Olís-deild karla Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Þorleifur lokið keppni á HM Sport Fleiri fréttir „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Sjá meira