Finnur í Mannamáli 16. nóvember 2007 17:45 Finnur Ingólfsson verður aðalgestur minni í Mannamáli um helgina. Það er næsta auðvelt að setja saman spurningalistann á þennan umtalaða og umdeilda stjórnmálamann sem hefur heldur betur haslað sér völl í viðskiptalífinu á síðustu árum. Ég hef verið í sambandi við Finn síðustu daga og veit sem er að hann hyggst ekkert draga undan í lýsingum sínum á stjórnmálaferlinum - og víst er að hann mun svara svörnum pólitískum andstæðingi - og væri líklega nær að kalla erkióvíni - Sverri Hermannssyni, fullum hálsi. Sverrir hefur verið ólatur við að bera sakir á Finn síðustu misserin - og virðist hvergi nærri hættur í þeim efnum. Finnur hefur hins vegar lítt eða ekki svarað fyrir sig á síðustu árum, þar til nú. Við munum einnig ræða laskaðan Framsóknarflokk og endalausa spillingarumræðuna í kringum þann gamalgróna flokk. Það er af nógu að taka. Þetta verður fjör. Agnes Bragadóttir blaðamaður á Mogga mætir líka til mín og ræðir þöggunartilburðina í íslensku samfélagi, en hún skrifaði merka grein um málið í blað sitt á mánudag. Menn þora sumsé ekki lengur að koma fram undir nafni í landinu, af ótta við eftirmálin! Svo er það miskunnarlausasti krimmi jólabókanna og dómar um Einar Má, Vigdísi Gríms og fleiri góða rithöfunda. Gerður Kristný og Kata Jakobs mæta báðar, sýnu ófrískari en síðast ... Mannamál, kl. 19.05 á sunnudag, óruglað ... Sjáumst. -SER. kllki Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun
Finnur Ingólfsson verður aðalgestur minni í Mannamáli um helgina. Það er næsta auðvelt að setja saman spurningalistann á þennan umtalaða og umdeilda stjórnmálamann sem hefur heldur betur haslað sér völl í viðskiptalífinu á síðustu árum. Ég hef verið í sambandi við Finn síðustu daga og veit sem er að hann hyggst ekkert draga undan í lýsingum sínum á stjórnmálaferlinum - og víst er að hann mun svara svörnum pólitískum andstæðingi - og væri líklega nær að kalla erkióvíni - Sverri Hermannssyni, fullum hálsi. Sverrir hefur verið ólatur við að bera sakir á Finn síðustu misserin - og virðist hvergi nærri hættur í þeim efnum. Finnur hefur hins vegar lítt eða ekki svarað fyrir sig á síðustu árum, þar til nú. Við munum einnig ræða laskaðan Framsóknarflokk og endalausa spillingarumræðuna í kringum þann gamalgróna flokk. Það er af nógu að taka. Þetta verður fjör. Agnes Bragadóttir blaðamaður á Mogga mætir líka til mín og ræðir þöggunartilburðina í íslensku samfélagi, en hún skrifaði merka grein um málið í blað sitt á mánudag. Menn þora sumsé ekki lengur að koma fram undir nafni í landinu, af ótta við eftirmálin! Svo er það miskunnarlausasti krimmi jólabókanna og dómar um Einar Má, Vigdísi Gríms og fleiri góða rithöfunda. Gerður Kristný og Kata Jakobs mæta báðar, sýnu ófrískari en síðast ... Mannamál, kl. 19.05 á sunnudag, óruglað ... Sjáumst. -SER. kllki
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun