Hollenska liðið PSV Eindhoven vann gríðarlega mikilvægan sigur á CSKA Moskvu á útivelli í Meistaradeild Evrópu. Leiknum var að ljúka með 1-0 sigri PSV en eina mark leiksins skoraði Jefferson Farfar á 39. mínútu leiksins.
Liðin leika í G-riðli Meistaradeildarinnar en ljóst er að CSKA Moskva mun enda í neðsta sæti riðilsins. PSV er með sjö stig í öðru sæti, stigi á eftir Fenerbache sem á leik inni gegn Inter en hann hefst nú klukkan 19:45.
Leikirnir eru í næstsíðustu umferð riðlakeppninnar. Sigurliðið í leik Inter og Fenerbache tryggir sig áfram í sextán liða úrslit.
PSV mun mæta Inter í lokaumferð riðilsins þann 12. desember.
G-riðill:
CSKA Moskva - PSV 0-1
0-1 Farfan (39.)
Inter - Fenerbache kl. 19:45
1 Inter - 9 stig
2 Fenerbahce - 8 stig
3 PSV - 7 stig
4 CSKA Moskva - 1 stig