Stuðningsmenn Liverpool fylkjast um Benitez Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. nóvember 2007 09:55 Rafa Benitez er vinsæll hjá stuðningsmönnum Liverpool. Nordic Photos / Getty Images Allt að fimm þúsund stuðningsmenn Liverpool munu taka þátt í göngu á leik Liverpool í Meistaradeild Evrópu í kvöld til stuðnings Rafael Benitez knattspyrnustjóra. Stuðningsmennirnir hafa í hyggju að ganga frá krá í grenni við Anfield Road, heimavöll Liverpool, og sýna þannig stuðning sinn í verki. Benitez hefur verið mikið í umræðunni undanfarna daga vegna deilu hans við eigendur Liverpool, þá Tom Hicks og George Gillett, um stefnu félagsins í leikmannakaupum. Benitez sagði í gær að nú væri kominn tími til að lægja öldurnar en Liverpool mætir Porto í kvöld. „Við þurfum nauðsynlega á þremur stigum að halda í kvöld," sagði hann. Á undanförnum dögum og vikum hefur hann tvívegis veist að eigendum liðsins í fjölmiðlum og sagt að þeir skilji ekki mikilvægi þess að kaupa leikmenn þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar næstkomandi. Benitez sagði einnig að hann hafi átt góðar viðræður við Rick Parry, framkvæmdarstjóra Liverpool, í gær. Jafnvel þótt Liverpool vinni Porto í kvöld verða þeir einnig að vinna lið Marseille á úitvelli þann 11. desember til að komast í 16-liða úrslit keppninnar. Aðgerðirnar eru skipulagðar af stuðningsmannasamtökunum „Reclaim the Kop“. Talsmaður samtakanna, John Mackin, sagði í samtali við The Daily Telegraph að tilgangur Liverpool væri ekki að skila eigendum sínum hagnaði. „Tilgangur Liverpool er að vinna titla og standa sig vel svo að stuðningsmenn liðsins geti verið stoltir af félaginu sínu. Rafa er langmikilvægasta persónan hjá Liverpool, það er alveg ljóst mál.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Sjá meira
Allt að fimm þúsund stuðningsmenn Liverpool munu taka þátt í göngu á leik Liverpool í Meistaradeild Evrópu í kvöld til stuðnings Rafael Benitez knattspyrnustjóra. Stuðningsmennirnir hafa í hyggju að ganga frá krá í grenni við Anfield Road, heimavöll Liverpool, og sýna þannig stuðning sinn í verki. Benitez hefur verið mikið í umræðunni undanfarna daga vegna deilu hans við eigendur Liverpool, þá Tom Hicks og George Gillett, um stefnu félagsins í leikmannakaupum. Benitez sagði í gær að nú væri kominn tími til að lægja öldurnar en Liverpool mætir Porto í kvöld. „Við þurfum nauðsynlega á þremur stigum að halda í kvöld," sagði hann. Á undanförnum dögum og vikum hefur hann tvívegis veist að eigendum liðsins í fjölmiðlum og sagt að þeir skilji ekki mikilvægi þess að kaupa leikmenn þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar næstkomandi. Benitez sagði einnig að hann hafi átt góðar viðræður við Rick Parry, framkvæmdarstjóra Liverpool, í gær. Jafnvel þótt Liverpool vinni Porto í kvöld verða þeir einnig að vinna lið Marseille á úitvelli þann 11. desember til að komast í 16-liða úrslit keppninnar. Aðgerðirnar eru skipulagðar af stuðningsmannasamtökunum „Reclaim the Kop“. Talsmaður samtakanna, John Mackin, sagði í samtali við The Daily Telegraph að tilgangur Liverpool væri ekki að skila eigendum sínum hagnaði. „Tilgangur Liverpool er að vinna titla og standa sig vel svo að stuðningsmenn liðsins geti verið stoltir af félaginu sínu. Rafa er langmikilvægasta persónan hjá Liverpool, það er alveg ljóst mál.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Sjá meira