Æsingur í Mannamáli 30. nóvember 2007 11:12 Það verður fjörlegt um að litast í þætti mínum, Mannamáli, næstkomandi sunnudagskvöld. Þingflokksformennirnir Arnbjörg Sveinsdóttir og Ögmundur Jónasson munu takast á um þingsköp og þar á meðal ræðutíma alþingismanna en himinn og haf skilur þau að í þessum efnum. Það verður líka gaman að ræða við Ögmund um lífið í stjórnarandstöðunni með Framsókn - og við Arnbjörgu um lífið í stjórninni á tímum Össurarbloggsins. Þetta verður hasar. Bjarni Ármannsson athafnamaður verður líka gestur minn. Rei-málið á mannamáli. Hver er hans sýn á þessa pólitísku afferu? Hvað gerðist raunveruilega á bak við tjöldin? Svo kemur drottning sakamálasögunnar til mín, Yrsa Sigurðardóttir sem er farin að kroppa í vinsældir Arnalds á toppi metsölulistanna. Ég gleymi ekki bókarýni Gerðar Kristnýjar. Sumsé, fjölbreytt og fjörlegt. -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Það verður fjörlegt um að litast í þætti mínum, Mannamáli, næstkomandi sunnudagskvöld. Þingflokksformennirnir Arnbjörg Sveinsdóttir og Ögmundur Jónasson munu takast á um þingsköp og þar á meðal ræðutíma alþingismanna en himinn og haf skilur þau að í þessum efnum. Það verður líka gaman að ræða við Ögmund um lífið í stjórnarandstöðunni með Framsókn - og við Arnbjörgu um lífið í stjórninni á tímum Össurarbloggsins. Þetta verður hasar. Bjarni Ármannsson athafnamaður verður líka gestur minn. Rei-málið á mannamáli. Hver er hans sýn á þessa pólitísku afferu? Hvað gerðist raunveruilega á bak við tjöldin? Svo kemur drottning sakamálasögunnar til mín, Yrsa Sigurðardóttir sem er farin að kroppa í vinsældir Arnalds á toppi metsölulistanna. Ég gleymi ekki bókarýni Gerðar Kristnýjar. Sumsé, fjölbreytt og fjörlegt. -SER.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun