Liverpool í 16-liða úrslitin 11. desember 2007 21:33 Dirk Kuyt skoraði þriðja mark Liverpool í kvöld NordicPhotos/GettyImages Liverpool tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með auðveldum 4-0 útisigri á Marseille í Frakklandi. Liðið hafnaði því í öðru sæti A-riðils á eftir Porto sem lagði Besiktas 2-0. Enska liðið var ekki lengi að setja svip sinn á leikinn og á fjórðu mínútu fiskaði fyrirliðinn Steven Gerrard vítaspyrnu. Hann tók spyrnuna sjálfur og lét verja frá sér, en fylgdi skotinu eftir og kom liðinu í 1-0. Fernando Torres slökkti svo í stuðningsmönnum heimaliðsins aðeins 7 mínútum síðar með laglegu marki og staðan var 2-0 í hálfleik. Snemma í síðari hálfleiknum skoraði svo Hollendingurinn Dirk Kuyt fyrir Liverpool og gerði út um leikinn. Varamaðurinn Ryan Babel bætti svo við fjórða marki enska liðsins í uppbótartíma og það eina sem varpaði skugga á auðveldan sigur Liverpool var að miðjumaðurinn Javier Mascherano var borinn meiddur af velli í síðari hálfleiknum. Porto lagði Besiktas 2-0 á heimavelli með mörkum Lucho González og Quaresma sitt hvoru megin við hálfleikinn og því tryggði liðið sér efsta sætið í riðlinum. Liverpool tók annað sætið en fær væntanlega erfiðan andstæðing í 16-liða úrslitunum þar sem lið eins og Real Madrid, Barcelona og Milan bíða meðal annars. Lokastaðan í A-riðli: Porto 11 stig Liverpool 10 Marseille 7 Besiktas 6 Í B-riðlinum skildu Chelsea og Valencia jöfn 0-0 á Stamford Bridge í Lundúnum. Enska liðið hafði þegar tryggt sig áfram í 16-liða úrslitin, en varð að gera sér að góðu jafntefli þrátt fyrir að eiga nokkur skot í rammann á marki spænska liðsins. Schalke vann 3-1 sigur á Rosenborg og tryggði með því annað sætið, Rosenborg fer í Uefa keppnina úr þriðja sætinu en stórlið Valencia var ein stærstu vonbrigði riðlakeppninnar og sat eftir með aðeins 5 stig. Lokastaðan í B-riðli: Chelsea 12 stig Schalke 8 Rosenborg 7 Valencia 5 Í C-riðli kláraði Real Madrid með stæl og tryggði sér toppsætið með 3-1 sigri á Lazio á heimavelli. Robinho, Baptista og Raul komu heimamönnum í 3-0 eftir rúmlega hálftímaleik, en Pandev minnkaði muninn fyrir Lazio tíu mínútum fyrir leikslok. Þá vann Olympiakos 3-0 sigur á þýska liðinu Bremen og hirti með því annað sætið í riðlinum. Bremen fer í Uefa keppnina en Lazio situr eftir. Lokastaðan í C-riðli: Real Madrid 11 stig Olympiakos 11 Bremen 6 Lazio 5 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Sjá meira
Liverpool tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með auðveldum 4-0 útisigri á Marseille í Frakklandi. Liðið hafnaði því í öðru sæti A-riðils á eftir Porto sem lagði Besiktas 2-0. Enska liðið var ekki lengi að setja svip sinn á leikinn og á fjórðu mínútu fiskaði fyrirliðinn Steven Gerrard vítaspyrnu. Hann tók spyrnuna sjálfur og lét verja frá sér, en fylgdi skotinu eftir og kom liðinu í 1-0. Fernando Torres slökkti svo í stuðningsmönnum heimaliðsins aðeins 7 mínútum síðar með laglegu marki og staðan var 2-0 í hálfleik. Snemma í síðari hálfleiknum skoraði svo Hollendingurinn Dirk Kuyt fyrir Liverpool og gerði út um leikinn. Varamaðurinn Ryan Babel bætti svo við fjórða marki enska liðsins í uppbótartíma og það eina sem varpaði skugga á auðveldan sigur Liverpool var að miðjumaðurinn Javier Mascherano var borinn meiddur af velli í síðari hálfleiknum. Porto lagði Besiktas 2-0 á heimavelli með mörkum Lucho González og Quaresma sitt hvoru megin við hálfleikinn og því tryggði liðið sér efsta sætið í riðlinum. Liverpool tók annað sætið en fær væntanlega erfiðan andstæðing í 16-liða úrslitunum þar sem lið eins og Real Madrid, Barcelona og Milan bíða meðal annars. Lokastaðan í A-riðli: Porto 11 stig Liverpool 10 Marseille 7 Besiktas 6 Í B-riðlinum skildu Chelsea og Valencia jöfn 0-0 á Stamford Bridge í Lundúnum. Enska liðið hafði þegar tryggt sig áfram í 16-liða úrslitin, en varð að gera sér að góðu jafntefli þrátt fyrir að eiga nokkur skot í rammann á marki spænska liðsins. Schalke vann 3-1 sigur á Rosenborg og tryggði með því annað sætið, Rosenborg fer í Uefa keppnina úr þriðja sætinu en stórlið Valencia var ein stærstu vonbrigði riðlakeppninnar og sat eftir með aðeins 5 stig. Lokastaðan í B-riðli: Chelsea 12 stig Schalke 8 Rosenborg 7 Valencia 5 Í C-riðli kláraði Real Madrid með stæl og tryggði sér toppsætið með 3-1 sigri á Lazio á heimavelli. Robinho, Baptista og Raul komu heimamönnum í 3-0 eftir rúmlega hálftímaleik, en Pandev minnkaði muninn fyrir Lazio tíu mínútum fyrir leikslok. Þá vann Olympiakos 3-0 sigur á þýska liðinu Bremen og hirti með því annað sætið í riðlinum. Bremen fer í Uefa keppnina en Lazio situr eftir. Lokastaðan í C-riðli: Real Madrid 11 stig Olympiakos 11 Bremen 6 Lazio 5
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Sjá meira