Gunnar: Gaf merki um hornspyrnu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. desember 2007 18:04 Dick Advocaat, þjálfari Zenit, var ekki ánægður með vítaspyrnudóm Kristins. Nordic Photos / AFP Gunnar Gylfason, FIFA aðstoðardómari, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Kristins Jakobssonar. Gunnar var aðstoðardómari Kristins í leik Everton og Zenit St. Pétursborg í UEFA-bikarkeppninni fyrr í mánuðinum. Kristinn dæmdi vítaspyrnu í leiknum og rak leikmann rússneska liðsins af velli í kjölfarið fyrir að handleika knöttinn innan teigs. Sjónvarpsendursýningar sýndu hins vegar að umræddur leikmaður handlék knöttinn ekki. Var því hvorki vítaspyrnan né rauða spjaldið réttur dómur. Kristinn tjáði sig um atvikið í samtali við Fréttablaðið þann 7. desember. „Þetta var stór ákvörðun sem ég tók í samráði við aðstoðardómara, sem var Gunnar Gylfason í þessu tilviki, og við stóðum náttúrlega og féllum með henni. Fyrst ég mat þetta þannig að leikmaður Zenit hefði handleikið knöttinn og um leið komið í veg fyrir mark, þá lá það í augum uppi samkvæmt reglum að dæma víti og gefa viðkomandi leikmanni rautt spjald. Ef ég hefði hins vegar séð atvikið frá öðru sjónarhorni, eins og ég sá á myndbandsupptöku eftir leikinn, þá hefði ég vitanlega hvorki dæmt víti né gefið leikmanninum rautt spjald," sagði Kristinn. Kristinn tjáði sig svo á nýjan leik um atvikið í viðtali við Fréttablaðið í gær. „Heildarniðurstaðan er mjög góð en það var samt rætt samstarf okkar Gunnars [Gylfasonar aðstoðardómara]. Gunnari fannst þetta vera víti og hendi og ég varð auðvitað að elta hann enda erum við í sama liði. Við stöndum og föllum með því," sagði Kristinn. Gunnar Gylfason sendi svo frá sér eftirfarandi yfirlýsingu í dag: „Samkvæmt reglum UEFA er dómurum óheimilt að tjá sig við fjölmiðla um þá leiki sem þeir dæma á vegum þeirra. Ég tel mig hins vegar knúinn til þess að leiðrétta misskilning sem hefur orðið vegna ummæla Kristins Jakobssonar í fjölmiðlum eftir leik Everton og Zenit Petersburg 5. desember s.l. Á 30. mínútu leiksins tók Kristinn þá ákvörðun að dæma vítaspyrnu á Zenit þegar undirritaður gaf merki um hornspyrnu." Evrópudeild UEFA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Gunnar Gylfason, FIFA aðstoðardómari, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Kristins Jakobssonar. Gunnar var aðstoðardómari Kristins í leik Everton og Zenit St. Pétursborg í UEFA-bikarkeppninni fyrr í mánuðinum. Kristinn dæmdi vítaspyrnu í leiknum og rak leikmann rússneska liðsins af velli í kjölfarið fyrir að handleika knöttinn innan teigs. Sjónvarpsendursýningar sýndu hins vegar að umræddur leikmaður handlék knöttinn ekki. Var því hvorki vítaspyrnan né rauða spjaldið réttur dómur. Kristinn tjáði sig um atvikið í samtali við Fréttablaðið þann 7. desember. „Þetta var stór ákvörðun sem ég tók í samráði við aðstoðardómara, sem var Gunnar Gylfason í þessu tilviki, og við stóðum náttúrlega og féllum með henni. Fyrst ég mat þetta þannig að leikmaður Zenit hefði handleikið knöttinn og um leið komið í veg fyrir mark, þá lá það í augum uppi samkvæmt reglum að dæma víti og gefa viðkomandi leikmanni rautt spjald. Ef ég hefði hins vegar séð atvikið frá öðru sjónarhorni, eins og ég sá á myndbandsupptöku eftir leikinn, þá hefði ég vitanlega hvorki dæmt víti né gefið leikmanninum rautt spjald," sagði Kristinn. Kristinn tjáði sig svo á nýjan leik um atvikið í viðtali við Fréttablaðið í gær. „Heildarniðurstaðan er mjög góð en það var samt rætt samstarf okkar Gunnars [Gylfasonar aðstoðardómara]. Gunnari fannst þetta vera víti og hendi og ég varð auðvitað að elta hann enda erum við í sama liði. Við stöndum og föllum með því," sagði Kristinn. Gunnar Gylfason sendi svo frá sér eftirfarandi yfirlýsingu í dag: „Samkvæmt reglum UEFA er dómurum óheimilt að tjá sig við fjölmiðla um þá leiki sem þeir dæma á vegum þeirra. Ég tel mig hins vegar knúinn til þess að leiðrétta misskilning sem hefur orðið vegna ummæla Kristins Jakobssonar í fjölmiðlum eftir leik Everton og Zenit Petersburg 5. desember s.l. Á 30. mínútu leiksins tók Kristinn þá ákvörðun að dæma vítaspyrnu á Zenit þegar undirritaður gaf merki um hornspyrnu."
Evrópudeild UEFA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira