Stefnir í metár í landsleikjafjölda Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. desember 2007 20:34 Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari fær mikið af verkefnum á næsta ári. Mynd/E. Stefán Nú þegar er ljóst að A-landslið karla í knattspyrnu mun leika tíu leiki á næsta ári og er útlit fyrir að þeim gæti fjölgað. Í dag var tilkynnt að Ísland leikur vináttulandsleik gegn Wales á Laugardalsvelli þann 28. maí næstkomandi. Þar með er ljóst að Ísland mun að minnsta kosti leika sex vináttu- og æfingalandsleiki og fjóra leiki í undankeppni HM 2010. Þá er ekki ólíklegt að tveir til þrír leikir muni bætast við á næsta ári. Mörg landslið spila æfingaleiki í byrjun júní og Ísland á enn tvo lausa alþjóðlega leikdaga á síðari hluta ársins, þann 20. ágúst og 19. nóvember. Aðeins einu sinni áður hefur íslenska landsliðið spilað þrettán leiki á einu og sama árinu. Það var árið 1988 er liðið tók ekki einungis þátt í undankeppni HM 1990 heldur einnig undankeppni Ólympíuleikanna sem fóru fram það árið. Þá lék landsliðið einnig sex vináttulandsleiki árið 1988. Á undanförnum 20 árum hefur íslenska karlalandsliðið leikið að meðaltali 8,9 landsleiki á ári. Mest árið 1988 sem fyrr segir en tvívegis hefur liðið einungis komið saman fyrir sex leiki á einu og sama árinu. Það var fyrst árið 1989 og svo aftur árið 2006. Ísland hefur ekki spilað tíu landsleiki eða fleiri á einu og sama árinu síðan árið 2001 er landsliðið lék samtals ellefu leiki. Þá lék liðið fjóra vináttulandsleiki og ellefu leiki í undankeppni HM 2002. Leikir íslenska landsliðsins 2008: 2.-6. febrúar: Æfingamót á Möltu ásamt heimamönnum, Hvít-Rússum og Armenum. 16. mars: Vináttulandsleikur við Færeyjar í Kórnum í Kópavogi. 26. mars: Vináttulandsleikur við Slóvakíu ytra. 28. maí: Vináttulandsleikur við Wales á Laugardalsvelli. 6. september: Noregur-Ísland í undankeppni HM 2010. 10. september: Ísland-Skotland í undankeppni HM 2010. 11. október: Holland-Ísland í undankeppni HM 2010. 15. október: Ísland - Makedónía í undankeppni HM 2010. Íslenski boltinn Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Sjá meira
Nú þegar er ljóst að A-landslið karla í knattspyrnu mun leika tíu leiki á næsta ári og er útlit fyrir að þeim gæti fjölgað. Í dag var tilkynnt að Ísland leikur vináttulandsleik gegn Wales á Laugardalsvelli þann 28. maí næstkomandi. Þar með er ljóst að Ísland mun að minnsta kosti leika sex vináttu- og æfingalandsleiki og fjóra leiki í undankeppni HM 2010. Þá er ekki ólíklegt að tveir til þrír leikir muni bætast við á næsta ári. Mörg landslið spila æfingaleiki í byrjun júní og Ísland á enn tvo lausa alþjóðlega leikdaga á síðari hluta ársins, þann 20. ágúst og 19. nóvember. Aðeins einu sinni áður hefur íslenska landsliðið spilað þrettán leiki á einu og sama árinu. Það var árið 1988 er liðið tók ekki einungis þátt í undankeppni HM 1990 heldur einnig undankeppni Ólympíuleikanna sem fóru fram það árið. Þá lék landsliðið einnig sex vináttulandsleiki árið 1988. Á undanförnum 20 árum hefur íslenska karlalandsliðið leikið að meðaltali 8,9 landsleiki á ári. Mest árið 1988 sem fyrr segir en tvívegis hefur liðið einungis komið saman fyrir sex leiki á einu og sama árinu. Það var fyrst árið 1989 og svo aftur árið 2006. Ísland hefur ekki spilað tíu landsleiki eða fleiri á einu og sama árinu síðan árið 2001 er landsliðið lék samtals ellefu leiki. Þá lék liðið fjóra vináttulandsleiki og ellefu leiki í undankeppni HM 2002. Leikir íslenska landsliðsins 2008: 2.-6. febrúar: Æfingamót á Möltu ásamt heimamönnum, Hvít-Rússum og Armenum. 16. mars: Vináttulandsleikur við Færeyjar í Kórnum í Kópavogi. 26. mars: Vináttulandsleikur við Slóvakíu ytra. 28. maí: Vináttulandsleikur við Wales á Laugardalsvelli. 6. september: Noregur-Ísland í undankeppni HM 2010. 10. september: Ísland-Skotland í undankeppni HM 2010. 11. október: Holland-Ísland í undankeppni HM 2010. 15. október: Ísland - Makedónía í undankeppni HM 2010.
Íslenski boltinn Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Sjá meira