Einu sinni var... Gerður Kristný skrifar 5. janúar 2008 06:00 Frönsku þættirnir Einu sinni var... voru skemmtilegir. Þar birtust Fróði og félagar og sögðu frá því sem drifið hafði á daga jarðarinnar og íbúa hennar frá árdögum. Ekki var látið staðar numið í nútímanum því síðustu þættirnir veittu innsýn í framtíðina. Þá voru þetta tómar getgátur en nú er greinilegt að í þeim mátti finna sannleikskorn því að undanförnu hefur mér virst sem við værum einmitt stödd í þessum síðustu þáttum Einu sinni var ... Ekki er það þó hlýleg rödd Guðna Kolbeinssonar sem segir frá heldur ábúðarfullir fréttamenn sem skýra frá sömu menguninni og þarna birtist. Frakkar virðast ekki nenna að Disney-væða heiminn því sömu náttúruverndarsjónarmiðin birtast í bókunum um Barbapapa. Í menntaskóla reið sú tíska yfir að hárið skyldi standa á endum og til þess þurfti þar til gerðan úða. Ekki beitti ég honum án þess að hugsa um ósonlagið og fannst eins og örlög þess væru í höndunum á mér, 16 ára unglingnum. Í Háskólanum gerðum við vinkona mín síðan útvarpsinnslag þess efnis að leigubílstjórar hefðu vélina alltaf í gangi á meðan þeir biðu farþega. Ekki get ég séð að umfjöllun okkar hafi breytt miklu þegar mér verður nú gengið framhjá leigubílaröðum. Í millitíðinni hef ég líka gert mér grein fyrir því að svona eiturspúandi raðir eru ekki bara hér á Íslandi, heldur úti um allan heim. Við stöllur hefðum þurft að fara víðar með upptökutækið en um Vesturbæinn til að breyta hugarfari ökumanna. Ekkert okkar var saklaust og síst af öllu ég sem hafði ekki bara úðað hömlulaust á mér hárið, heldur líka oft ekið um á bíl og jafnvel leyft mér þann munað að rúnta heilu kvöldin. Það er ekki fyrr en nú á síðustu misserum sem ábyrgðin á gróðurhúsaáhrifunum hefur verið losuð mjúklega úr krepptum lúkum Litla mannsins. Ráðamenn heimsins hafa kippt höfðinu úr sandinum - sumir þó með lunta. Ráðstefnur hafa verið haldnar um hlýnun jarðar og þeir, sem fyrstir gerðu sér grein fyrir því að komið var í óefni, verið verðlaunaðir. Nú hlýtur loksins eitthvað að fara að gerast, enda eins gott fyrir þessa valdamiklu menn vilji þeir fá nöfn sín í sögubækurnar fyrir eitthvað annað en að hafa skellt skollaeyrum við hættu sem ætti að falla undir glæpi gegn mannkyninu. Ég man nefnilega eftir því úr barnatímunum að risaeðlurnar fórust í náttúruhamförum og enn hef ég engan hitt sem séð hefur eftir þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Frönsku þættirnir Einu sinni var... voru skemmtilegir. Þar birtust Fróði og félagar og sögðu frá því sem drifið hafði á daga jarðarinnar og íbúa hennar frá árdögum. Ekki var látið staðar numið í nútímanum því síðustu þættirnir veittu innsýn í framtíðina. Þá voru þetta tómar getgátur en nú er greinilegt að í þeim mátti finna sannleikskorn því að undanförnu hefur mér virst sem við værum einmitt stödd í þessum síðustu þáttum Einu sinni var ... Ekki er það þó hlýleg rödd Guðna Kolbeinssonar sem segir frá heldur ábúðarfullir fréttamenn sem skýra frá sömu menguninni og þarna birtist. Frakkar virðast ekki nenna að Disney-væða heiminn því sömu náttúruverndarsjónarmiðin birtast í bókunum um Barbapapa. Í menntaskóla reið sú tíska yfir að hárið skyldi standa á endum og til þess þurfti þar til gerðan úða. Ekki beitti ég honum án þess að hugsa um ósonlagið og fannst eins og örlög þess væru í höndunum á mér, 16 ára unglingnum. Í Háskólanum gerðum við vinkona mín síðan útvarpsinnslag þess efnis að leigubílstjórar hefðu vélina alltaf í gangi á meðan þeir biðu farþega. Ekki get ég séð að umfjöllun okkar hafi breytt miklu þegar mér verður nú gengið framhjá leigubílaröðum. Í millitíðinni hef ég líka gert mér grein fyrir því að svona eiturspúandi raðir eru ekki bara hér á Íslandi, heldur úti um allan heim. Við stöllur hefðum þurft að fara víðar með upptökutækið en um Vesturbæinn til að breyta hugarfari ökumanna. Ekkert okkar var saklaust og síst af öllu ég sem hafði ekki bara úðað hömlulaust á mér hárið, heldur líka oft ekið um á bíl og jafnvel leyft mér þann munað að rúnta heilu kvöldin. Það er ekki fyrr en nú á síðustu misserum sem ábyrgðin á gróðurhúsaáhrifunum hefur verið losuð mjúklega úr krepptum lúkum Litla mannsins. Ráðamenn heimsins hafa kippt höfðinu úr sandinum - sumir þó með lunta. Ráðstefnur hafa verið haldnar um hlýnun jarðar og þeir, sem fyrstir gerðu sér grein fyrir því að komið var í óefni, verið verðlaunaðir. Nú hlýtur loksins eitthvað að fara að gerast, enda eins gott fyrir þessa valdamiklu menn vilji þeir fá nöfn sín í sögubækurnar fyrir eitthvað annað en að hafa skellt skollaeyrum við hættu sem ætti að falla undir glæpi gegn mannkyninu. Ég man nefnilega eftir því úr barnatímunum að risaeðlurnar fórust í náttúruhamförum og enn hef ég engan hitt sem séð hefur eftir þeim.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun