Afvegaleidd umræða Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 30. janúar 2008 06:00 Tæpast hefðu margir spáð því fyrirfram að íslenska þjóðin gæti haft jafn stórkostlegar áhyggjur af heilsufari hins geðþekka heimilislæknis sem nú er í tímabundnu leyfi frá praktík. Áhuginn virðist hafa komið honum í opna skjöldu svo ekki hefur í annan tíma setið hér jafn hnípinn borgarstjóri, jafn ósáttur við umfjöllun og jafn mikið fórnarlamb. Það síðasta á reyndar líka við marga aðra sem koma við þessa athyglisverðu sögu. Því þótt nú sé aðeins liðlega vika frá útsölunni á borgarstjórastólnum hefur uppsöfnun píslarvotta í þessari framhaldssögu verið lengri. Hana er til dæmis hægt að rekja til haustdaga. Þá kristallaði borgarfulltrúinn Jórunn Frímannsdóttir biturleika fórnarlambsins svo dæmalaust vel í orðum sínum til Björns Inga: „Við sjáum ekki nokkurn skapaðan hlut eftir þér! Ekki nokkurn skapaðan hlut!" Það urðu fleyg orð og stóð ræðan upp úr því sem sést hafði til Jórunnar á kjörtímabilinu. Síðan hefur listi þjáningarsystkina lengst hratt og margir um stund fallið í þann hóp. Fyrir utan borgarfulltrúaflokk Sjálfstæðimanna í heilu lagi þá mátti næstum kenna sérstaklega í brjósti um Vilhjálm fyrir að hafa verið svona mikill þumalputti. Jafnvel Bjarna Ármannssyni var dálítil vorkunn þó ekki sé til siðs að finna til með auðmönnum. Ekki síst mátti klökkna yfir Birni Inga þegar hann skældi í beinni útsendingu, gott ef einhver orðaði ekki mannlegan harmleik. Í upphafi næsta kafla sögunnar gaf sig reyndar fram úrvals fórnarlamb með hnífafjöld í bakinu og grátstafinn í kverkunum. Hann uppskar samt bara tortryggni því meintur tilræðismaður var ennþá í hópi píslarvotta. Þrátt fyrir góða viðleitni margra hefur samt enginn sýnt stórleik í hlutverki fórnarlambsins á borð við áðurnefndan heimilislækni. Miðað við langan feril í stjórnmálum er hann enn furðu hörundsár fyrir eigin hönd og fjölskyldunnar og sér persónulegt einelti í hverju horni. Þar nefnir hann einkum til sögunnar afvegaleiddan barnaskríl og grínarana í Spaugstofunni. Fljótlega fer umræðan að snúast um aðför að lýðræði og rógsherferð. Yfirvofandi stjórnarkreppa í borginni fellur í skuggann af spurningunni: Var þetta á grensunni eða var farið yfir strikið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun
Tæpast hefðu margir spáð því fyrirfram að íslenska þjóðin gæti haft jafn stórkostlegar áhyggjur af heilsufari hins geðþekka heimilislæknis sem nú er í tímabundnu leyfi frá praktík. Áhuginn virðist hafa komið honum í opna skjöldu svo ekki hefur í annan tíma setið hér jafn hnípinn borgarstjóri, jafn ósáttur við umfjöllun og jafn mikið fórnarlamb. Það síðasta á reyndar líka við marga aðra sem koma við þessa athyglisverðu sögu. Því þótt nú sé aðeins liðlega vika frá útsölunni á borgarstjórastólnum hefur uppsöfnun píslarvotta í þessari framhaldssögu verið lengri. Hana er til dæmis hægt að rekja til haustdaga. Þá kristallaði borgarfulltrúinn Jórunn Frímannsdóttir biturleika fórnarlambsins svo dæmalaust vel í orðum sínum til Björns Inga: „Við sjáum ekki nokkurn skapaðan hlut eftir þér! Ekki nokkurn skapaðan hlut!" Það urðu fleyg orð og stóð ræðan upp úr því sem sést hafði til Jórunnar á kjörtímabilinu. Síðan hefur listi þjáningarsystkina lengst hratt og margir um stund fallið í þann hóp. Fyrir utan borgarfulltrúaflokk Sjálfstæðimanna í heilu lagi þá mátti næstum kenna sérstaklega í brjósti um Vilhjálm fyrir að hafa verið svona mikill þumalputti. Jafnvel Bjarna Ármannssyni var dálítil vorkunn þó ekki sé til siðs að finna til með auðmönnum. Ekki síst mátti klökkna yfir Birni Inga þegar hann skældi í beinni útsendingu, gott ef einhver orðaði ekki mannlegan harmleik. Í upphafi næsta kafla sögunnar gaf sig reyndar fram úrvals fórnarlamb með hnífafjöld í bakinu og grátstafinn í kverkunum. Hann uppskar samt bara tortryggni því meintur tilræðismaður var ennþá í hópi píslarvotta. Þrátt fyrir góða viðleitni margra hefur samt enginn sýnt stórleik í hlutverki fórnarlambsins á borð við áðurnefndan heimilislækni. Miðað við langan feril í stjórnmálum er hann enn furðu hörundsár fyrir eigin hönd og fjölskyldunnar og sér persónulegt einelti í hverju horni. Þar nefnir hann einkum til sögunnar afvegaleiddan barnaskríl og grínarana í Spaugstofunni. Fljótlega fer umræðan að snúast um aðför að lýðræði og rógsherferð. Yfirvofandi stjórnarkreppa í borginni fellur í skuggann af spurningunni: Var þetta á grensunni eða var farið yfir strikið?
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun