Ekki bara róló Gerður Kristný skrifar 2. febrúar 2008 06:00 Í tíu ár bjó ég á Sólvallagötu. Þegar ég flutti þangað voru fjórar verslanir í nágrenninu; lítil matvörubúð á horni Bræðraborgarstígs og Ásvallagötu og önnur á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. Á horni Sólvalla- og Hávallagötu var síðan sjoppan Gerpla ásamt vídeóleigu og annað slíkt konglómerat var rekið á horni Bræðraborgarstígs og Holtsgötu. Af þessum fjórum verslunum er aðeins Gerpla enn við lýði. Hinum var lokað. Það er missir af þeim, ekki bara vegna þægindanna við að nálgast nauðsynjar, heldur vann þar fullorðið fólk sem gaman var að spjalla við, ekki krakkar eins og þeir sem starfa á kössum stórmarkaðanna og þekkja ekki spergilkál frá gulrót. Þeir eru líka svo oft að tala saman um hver taki hvaða vakt á meðan þeir afgreiða að lítil von er um að þeir muni nokkurn tímann halda einbeitingunni nógu lengi til að átta sig á muninum. Líklega þyrfti að hefja aftur sýningar á Smjattpöttunum til að auðga þekkingu ungs fólks á grænmeti. Þegar sonur minn hafði aldur til kom ég honum að hjá dagmömmu á Vesturgötu. Við fórum því daglega eftir Bræðraborgarstígnum og á bakaleiðinni varð að venju að koma við á rólónum á horni Holtsgötu; Bláa róló. Þarna kynntumst við krökkunum í hverfinu og mæðrum þeirra. Á sama tíma og fólk óttast að börn húki hálffötluð af hreyfingarleysi fyrir framan tölvur og einstæðingar deyi aleinir er nauðsynlegt að hvert hverfi eigi sér sinn Bláa róló. Samt sem áður stendur nú til að fórna honum fyrir fjölbýlishús rétt eins og það sé einskis virði að börn geti leikið sér saman úti við og nágrannar hafi aðstöðu til að hittast og spjalla. Áður en umskiptin urðu í borgarstjórn hafði Svandís lofað að sjónarmið nágranna Bláa rólós yrðu „auðvitað sett í öndvegi þegar við setjumst niður yfir nýtt deiliskipulag." Ekkert var minnst á Bláa róló í aðgerðaáætlun nýs meirihluta. Vonandi verður hann látinn í friði. Og vonandi dettur engum í hug að ætla að fara að koma honum fyrir í Hljómskálagarðinum. Draumar manna um að breyta honum í minjasafn með því sem fáir kunna lengur að meta ná ekki nokkurri átt. Ekki á ég að minnsta kosti eftir að nenna þangað til að sjá vaxmynd af kaupmanninum á horninu og svona bekk, eða hvað það var nú kallað, sem mæður sátu á og spjölluðu á meðan börnin þeirra léku sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Í tíu ár bjó ég á Sólvallagötu. Þegar ég flutti þangað voru fjórar verslanir í nágrenninu; lítil matvörubúð á horni Bræðraborgarstígs og Ásvallagötu og önnur á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. Á horni Sólvalla- og Hávallagötu var síðan sjoppan Gerpla ásamt vídeóleigu og annað slíkt konglómerat var rekið á horni Bræðraborgarstígs og Holtsgötu. Af þessum fjórum verslunum er aðeins Gerpla enn við lýði. Hinum var lokað. Það er missir af þeim, ekki bara vegna þægindanna við að nálgast nauðsynjar, heldur vann þar fullorðið fólk sem gaman var að spjalla við, ekki krakkar eins og þeir sem starfa á kössum stórmarkaðanna og þekkja ekki spergilkál frá gulrót. Þeir eru líka svo oft að tala saman um hver taki hvaða vakt á meðan þeir afgreiða að lítil von er um að þeir muni nokkurn tímann halda einbeitingunni nógu lengi til að átta sig á muninum. Líklega þyrfti að hefja aftur sýningar á Smjattpöttunum til að auðga þekkingu ungs fólks á grænmeti. Þegar sonur minn hafði aldur til kom ég honum að hjá dagmömmu á Vesturgötu. Við fórum því daglega eftir Bræðraborgarstígnum og á bakaleiðinni varð að venju að koma við á rólónum á horni Holtsgötu; Bláa róló. Þarna kynntumst við krökkunum í hverfinu og mæðrum þeirra. Á sama tíma og fólk óttast að börn húki hálffötluð af hreyfingarleysi fyrir framan tölvur og einstæðingar deyi aleinir er nauðsynlegt að hvert hverfi eigi sér sinn Bláa róló. Samt sem áður stendur nú til að fórna honum fyrir fjölbýlishús rétt eins og það sé einskis virði að börn geti leikið sér saman úti við og nágrannar hafi aðstöðu til að hittast og spjalla. Áður en umskiptin urðu í borgarstjórn hafði Svandís lofað að sjónarmið nágranna Bláa rólós yrðu „auðvitað sett í öndvegi þegar við setjumst niður yfir nýtt deiliskipulag." Ekkert var minnst á Bláa róló í aðgerðaáætlun nýs meirihluta. Vonandi verður hann látinn í friði. Og vonandi dettur engum í hug að ætla að fara að koma honum fyrir í Hljómskálagarðinum. Draumar manna um að breyta honum í minjasafn með því sem fáir kunna lengur að meta ná ekki nokkurri átt. Ekki á ég að minnsta kosti eftir að nenna þangað til að sjá vaxmynd af kaupmanninum á horninu og svona bekk, eða hvað það var nú kallað, sem mæður sátu á og spjölluðu á meðan börnin þeirra léku sér.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun