Einkunnir Einar Már Jónsson skrifar 13. febrúar 2008 06:00 Ráðherrastólar eru háir og glæstir, og þó það sé vissulega satt sem franski heimspekingurinn Montaigne sagði á 16. öld að hversu hátt sem maðurinn tróni sér sitji hann þó aldrei á neinu öðru en eigin daus, hættir það til að gleymast. Um starf ráðherra dæma þingmenn einir með því að greiða atkvæði með eða móti vantrauststillögu, en ráðherrann hefur allt svigrúm til að verja sig og að lokum er málinu áfrýjað til hæstaréttar kjósenda, þar sem persónutöfrar og glæsileiki geta ráðið úrslitum. En í Frakklandi virðist þetta allt nú vera að breytast, því hinn óþrjótandi hugmyndabrunnur Sarkozy hefur nú boðað að í framtíðinni muni verða lagt mat á starf ráðherra, þeim gefnar einkunnir eins og skólakrökkum og þær látnar ráða því hvort hver og einn fái að sitja áfram eða ekki. Þá er hætt við að ráðherrastólarnir verði lítið skárri en skólabekkir, og þeir sem þar sitja fari að iða sér í angist yfir vondum einkunnum. En sennilega hefur Sarkozy forseti þó ekki beinlínis skólana í huga heldur vill hann reka landið eins og nútímavætt fyrirtæki, þar sem starfsmannamat er nú alsiða og látið ráða hverjir næst verði reknir. Til þessa starfs hefur hann nefnilega ráðið sérstakt fyrirtæki, sérhæft í áætlanagerðum viðskiptalífsins, og sýnir nafn fyirtækisins eitt að hér er ekkert gamanmál á ferðum, því það heitir „Mars & Co.". Til þess að matið verði jafn hlutlægt og vísindalegt og einkunnagjafir í hinum ströngustu háskólum hafa verið ákveðin markmið fyrir hvern ráðherra á hans sérstaka sviði, síðan hafa verið valin til viðmiðunar nokkur atriði sem eiga að sýna að hve miklu leyti markmiðinu hafi verið náð. Þessi atriði voru upphaflega 450 talsins en af þeim voru svo tekin út tuttugu sem voru talin sérlega mikilvægur mælir á starf ráðherranna og munu þau nú ráða einkunnagjöfinni. Það kemur af sjálfu sér að þetta eru allt atriði þar sem nákvæmum tölum verður við komið. Þannig hefur nú sá ráðherra sem sér um málefni fólksinnflutnings fengið það starf að reka úr landi á þessu ári 25.000 pappíralausa menn og skal einkunn hans fara eftir því hve nálægt hann kemst þessari tölu. Menntamálaráðherra fær sína einkunn eftir því hve margir falla eða hætta námi á fyrsta námsári í háskólum, og þar snýst dæmið að sjálfsögðu við, því fleiri sem dumpa, því lægri verður einkunnin. Menningarmálaráðherra verður svo metinn eftir því hve mikið aðsókn að söfnum eykst, þegar aðgangur þar verður ókeypis (samkvæmt öðrum heimildum á það að fara eftir aðsókn á franskar kvikmyndir sem framleiddar hafa verið með styrk). Og þannig er haldið áfram. Um þetta hefur nokkuð verið deilt, og hafa sumir efast um það hvort t.d. brottvísun úr landinu geti verið góður mælikvarði. En þennan mælikvarða viðhafði Sarkozy sjálfur þegar hann var innanríkisráðherra og beitti honum á sjálfan sig, við góðar undirtektir þeirra sem kusu hann. Og víst er að sá mælikvarði er fyllilega hlutlægur og dæmið auðreiknað. Ef markmiðið er sem sé að reka burtu 25.000 manns á þessu ári, hlýtur ráðherrann að fá tíu í einkunn fyrir það, en síðan átta ef hann getur einungis sparkað í 20.000. Það er að sjálfsögðu góð einkunn líka. En gamanið tekur að kárna ef einungis 15.000 fá að fljúga, því þá er einkunnin komin niður í sex og farin að nálgast falleinkunn ískyggilega mikið. Ef þetta er þá ekki falleinkunn. Ráðherrann verður því að láta fætur standa fram úr skálmum, og er það ekki alltaf auðvelt, því ýmsar tálmanir eru á veginum. Rétt þegar ég var að setjast niður til að skrifa þennan pistil opnaði ég útvarpið og heyrði þá í hádegisfréttum að íbúar í þorpi einu, í Elsass að ég held, hefðu tekið sig saman til að koma í veg fyrir brottrekstur tyrkneskrar konu sem þar var búsett. Konan var 89 ára og farlama og bjó hjá syni sínum sem hafði verið heimilisfastur í landinu í tuttugu ár. Því var hann löngu orðinn franskur ríkisborgari, en ekki voru nema fáein ár síðan móðir hans flutti til hans, og hún var sem sé „pappíralaus". Fréttamaðurinn hafði viðtal við einn þorpsbúa, svo og lögfræðing gömlu konunnar sem sagði ýmislegt ljótt á lagamáli. Allt var í óvissu um málalyktir. Konan var víst hrædd, en ekki er nema von að ráðherrann sé það líka, því mikið er í húfi. Kannske situr hann á sveittum daus og mænir í skelfingu á einkunnaskalann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Már Jónsson Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Ráðherrastólar eru háir og glæstir, og þó það sé vissulega satt sem franski heimspekingurinn Montaigne sagði á 16. öld að hversu hátt sem maðurinn tróni sér sitji hann þó aldrei á neinu öðru en eigin daus, hættir það til að gleymast. Um starf ráðherra dæma þingmenn einir með því að greiða atkvæði með eða móti vantrauststillögu, en ráðherrann hefur allt svigrúm til að verja sig og að lokum er málinu áfrýjað til hæstaréttar kjósenda, þar sem persónutöfrar og glæsileiki geta ráðið úrslitum. En í Frakklandi virðist þetta allt nú vera að breytast, því hinn óþrjótandi hugmyndabrunnur Sarkozy hefur nú boðað að í framtíðinni muni verða lagt mat á starf ráðherra, þeim gefnar einkunnir eins og skólakrökkum og þær látnar ráða því hvort hver og einn fái að sitja áfram eða ekki. Þá er hætt við að ráðherrastólarnir verði lítið skárri en skólabekkir, og þeir sem þar sitja fari að iða sér í angist yfir vondum einkunnum. En sennilega hefur Sarkozy forseti þó ekki beinlínis skólana í huga heldur vill hann reka landið eins og nútímavætt fyrirtæki, þar sem starfsmannamat er nú alsiða og látið ráða hverjir næst verði reknir. Til þessa starfs hefur hann nefnilega ráðið sérstakt fyrirtæki, sérhæft í áætlanagerðum viðskiptalífsins, og sýnir nafn fyirtækisins eitt að hér er ekkert gamanmál á ferðum, því það heitir „Mars & Co.". Til þess að matið verði jafn hlutlægt og vísindalegt og einkunnagjafir í hinum ströngustu háskólum hafa verið ákveðin markmið fyrir hvern ráðherra á hans sérstaka sviði, síðan hafa verið valin til viðmiðunar nokkur atriði sem eiga að sýna að hve miklu leyti markmiðinu hafi verið náð. Þessi atriði voru upphaflega 450 talsins en af þeim voru svo tekin út tuttugu sem voru talin sérlega mikilvægur mælir á starf ráðherranna og munu þau nú ráða einkunnagjöfinni. Það kemur af sjálfu sér að þetta eru allt atriði þar sem nákvæmum tölum verður við komið. Þannig hefur nú sá ráðherra sem sér um málefni fólksinnflutnings fengið það starf að reka úr landi á þessu ári 25.000 pappíralausa menn og skal einkunn hans fara eftir því hve nálægt hann kemst þessari tölu. Menntamálaráðherra fær sína einkunn eftir því hve margir falla eða hætta námi á fyrsta námsári í háskólum, og þar snýst dæmið að sjálfsögðu við, því fleiri sem dumpa, því lægri verður einkunnin. Menningarmálaráðherra verður svo metinn eftir því hve mikið aðsókn að söfnum eykst, þegar aðgangur þar verður ókeypis (samkvæmt öðrum heimildum á það að fara eftir aðsókn á franskar kvikmyndir sem framleiddar hafa verið með styrk). Og þannig er haldið áfram. Um þetta hefur nokkuð verið deilt, og hafa sumir efast um það hvort t.d. brottvísun úr landinu geti verið góður mælikvarði. En þennan mælikvarða viðhafði Sarkozy sjálfur þegar hann var innanríkisráðherra og beitti honum á sjálfan sig, við góðar undirtektir þeirra sem kusu hann. Og víst er að sá mælikvarði er fyllilega hlutlægur og dæmið auðreiknað. Ef markmiðið er sem sé að reka burtu 25.000 manns á þessu ári, hlýtur ráðherrann að fá tíu í einkunn fyrir það, en síðan átta ef hann getur einungis sparkað í 20.000. Það er að sjálfsögðu góð einkunn líka. En gamanið tekur að kárna ef einungis 15.000 fá að fljúga, því þá er einkunnin komin niður í sex og farin að nálgast falleinkunn ískyggilega mikið. Ef þetta er þá ekki falleinkunn. Ráðherrann verður því að láta fætur standa fram úr skálmum, og er það ekki alltaf auðvelt, því ýmsar tálmanir eru á veginum. Rétt þegar ég var að setjast niður til að skrifa þennan pistil opnaði ég útvarpið og heyrði þá í hádegisfréttum að íbúar í þorpi einu, í Elsass að ég held, hefðu tekið sig saman til að koma í veg fyrir brottrekstur tyrkneskrar konu sem þar var búsett. Konan var 89 ára og farlama og bjó hjá syni sínum sem hafði verið heimilisfastur í landinu í tuttugu ár. Því var hann löngu orðinn franskur ríkisborgari, en ekki voru nema fáein ár síðan móðir hans flutti til hans, og hún var sem sé „pappíralaus". Fréttamaðurinn hafði viðtal við einn þorpsbúa, svo og lögfræðing gömlu konunnar sem sagði ýmislegt ljótt á lagamáli. Allt var í óvissu um málalyktir. Konan var víst hrædd, en ekki er nema von að ráðherrann sé það líka, því mikið er í húfi. Kannske situr hann á sveittum daus og mænir í skelfingu á einkunnaskalann.