Lítil þúfa Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 27. febrúar 2008 05:30 Ég hef enga hugmynd um hvaðan ókunna konan var að koma eða hvert hún var að fara. Ætlaði kannski að skreppa aðeins í Húsasmiðjuna án þess að það komi sögunni beint við, eða í bíltúr niður að sjó. Að minnsta kosti ók hún í sólskininu norður Kringlumýrarbrautina, hvorki hratt né hægt, bara svona ósköp hversdagslega. Bíllinn hennar var líka bara svona ósköp hversdagslegur og músargrár. Bar ekki með sér hlutverk örlagavalds frekar en einhver ósköp hversdagsleg músargrá manneskja. Vegna þess að þetta var hinn opinberi konudagur hafði honum einkum verið varið í að gleðja minnstu konurnar í fjölskyldunni, sem gátu ekki hugsað sér neitt jafn spennandi og heimsókn í Húsdýragarðinn. Það var líka upplagt í góða veðrinu því seint verður leiðinlegt að skoða loðna hóla sem liggja grafkyrrir bak við hænsnanet og eiga að vera refir. Eða ógnvekjandi humar og pínulitlar ýsur á sundi. Þótt önnur litla konan hefði örmagnast strax við innganginn og orðið tafarlaust að fá sér kríu í kerrunni sinni, þá naut hin litla konan lífsins til hins ýtrasta og hinnar sjaldgæfu óskiptu athygli. Einmitt þessi lúr hefði getað orðið sá síðasti. Og óskipt athyglin. En það vissum við ekki þá. Södd af ýsum og refum ókum við heimleiðis í vesturátt við undirleik úr útvarpinu, ræddum ýmsar hugmyndir og nálguðumst stóru gatnamótin. Ættum við að fara í heimsókn eða á róló? Kannski bara heim að gera almennilegt kaffi? Einmitt þá truflaði eitthvað einbeitingu ókunnu konunnar sem ók Kringlumýrarbrautina svo hún gleymdi því sem mikilvægast er þeim að muna sem hvorki vilja meiða né meiðast: Að stöðva á rauðu ljósi. Og svo var það orðið of seint. Andartakinu fyrr á ferðinni hefði okkar bíll ekki flysjað hennar farþegamegin, hvar enginn sat. Andartakinu fyrr og hennar bíll hefði skollið á okkar þar sem fyrir var heil fjölskylda. Eitt lítið andartak og skyndilega er kannski enginn lúr í kerru meir eða óskipt athygli fyrir lítinn ærslabelg. Eftir upplifun lífshættu er gott að vera þakklátur fyrir grundvallaratriðin sem skipta máli í tilverunni. Að mega setja plástur á lemstraða sálina, halda áfram að takast á við lítilsigldar hversdagsáhyggjur og hella upp á almennilegt kaffi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun
Ég hef enga hugmynd um hvaðan ókunna konan var að koma eða hvert hún var að fara. Ætlaði kannski að skreppa aðeins í Húsasmiðjuna án þess að það komi sögunni beint við, eða í bíltúr niður að sjó. Að minnsta kosti ók hún í sólskininu norður Kringlumýrarbrautina, hvorki hratt né hægt, bara svona ósköp hversdagslega. Bíllinn hennar var líka bara svona ósköp hversdagslegur og músargrár. Bar ekki með sér hlutverk örlagavalds frekar en einhver ósköp hversdagsleg músargrá manneskja. Vegna þess að þetta var hinn opinberi konudagur hafði honum einkum verið varið í að gleðja minnstu konurnar í fjölskyldunni, sem gátu ekki hugsað sér neitt jafn spennandi og heimsókn í Húsdýragarðinn. Það var líka upplagt í góða veðrinu því seint verður leiðinlegt að skoða loðna hóla sem liggja grafkyrrir bak við hænsnanet og eiga að vera refir. Eða ógnvekjandi humar og pínulitlar ýsur á sundi. Þótt önnur litla konan hefði örmagnast strax við innganginn og orðið tafarlaust að fá sér kríu í kerrunni sinni, þá naut hin litla konan lífsins til hins ýtrasta og hinnar sjaldgæfu óskiptu athygli. Einmitt þessi lúr hefði getað orðið sá síðasti. Og óskipt athyglin. En það vissum við ekki þá. Södd af ýsum og refum ókum við heimleiðis í vesturátt við undirleik úr útvarpinu, ræddum ýmsar hugmyndir og nálguðumst stóru gatnamótin. Ættum við að fara í heimsókn eða á róló? Kannski bara heim að gera almennilegt kaffi? Einmitt þá truflaði eitthvað einbeitingu ókunnu konunnar sem ók Kringlumýrarbrautina svo hún gleymdi því sem mikilvægast er þeim að muna sem hvorki vilja meiða né meiðast: Að stöðva á rauðu ljósi. Og svo var það orðið of seint. Andartakinu fyrr á ferðinni hefði okkar bíll ekki flysjað hennar farþegamegin, hvar enginn sat. Andartakinu fyrr og hennar bíll hefði skollið á okkar þar sem fyrir var heil fjölskylda. Eitt lítið andartak og skyndilega er kannski enginn lúr í kerru meir eða óskipt athygli fyrir lítinn ærslabelg. Eftir upplifun lífshættu er gott að vera þakklátur fyrir grundvallaratriðin sem skipta máli í tilverunni. Að mega setja plástur á lemstraða sálina, halda áfram að takast á við lítilsigldar hversdagsáhyggjur og hella upp á almennilegt kaffi.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun