Sakamenn og sjentilmenn! Þráinn Bertelsson skrifar 10. mars 2008 06:00 Björgólfsfeðgar í mál við dæmdan dópsmyglara". Segir í stórri fyrirsögn á fréttamiðlinum visir.is. Svo kemur fréttin: „Eignarhaldsfélagið Vatn og land sem er í eigu Björgólfsfeðga hefur höfðað mál á hendur Ársæli Snorrasyni. Ársæll var í október á síðasta ári dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl í BMW málinu svokallaða. Björgólfsfeðgar hafa nú stefnt Ársæli fyrir dóm vegna vangoldinnar húsaleigu en hann býr í húsi við Laugaveg sem er í eigu félagsins." „Ársæll var eins og áður segir dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir aðild sína að BMW málinu en í því voru 15 kíló af amfetamíni og 10 kíló af hassi flutt til landsins í bensíntanki BMW bifreiðar. Áður hafði hann hlotið dóm í Hollandi fyrir fíkniefnasmygl. Hann bíður nú afplánunar eftir því sem Vísir kemst næst." ÞETTA er athyglisverð frétt og rifjar upp þá ljótu hluti sem gerast stundum í fasteignabransanum og ég hef skrifað um áður: Peningamenn fela fasteignasölum að sölsa undir sig eignir með öllum tiltækum ráðum. Vinsælt er þá að kaupa íbúð í fjölbýlishúsi, afhenda hana síðan til afnota fyrir vímuefnaneytendur. Láta það síðan berast meðal íbúðaeigenda að íbúðir hækki ekki í verði við að hafa svona fólk í húsinu og geti orðið með öllu óseljanlegar. FÓLK kann ekki að takast á við glæpamenn og lætur undan þrýstingi fasteignasalans. Þegar fasteignasalanum hefur með þvingunum og hótunum tekist að komast yfir tiltekna fasteign fer hann á fund húsbónda síns, vammlauss viðskiptajöfurs sem tekur við eigninni. Hinum stórhuga mannvini og athafnaskáldi sem eignast svona fasteign klæjar í fingurna eftir því að geta látið framfarir hefjast. Aðeins eitt er eftir. Það er að koma út leigjendunum sem voru settir inn í hjallinn til að fæla burt húseigendur. Það er ekkert mál. Til þess höfum við dómstóla. VÍKJUM NÚ aftur að fréttinni hérna í upphafi sem auðvitað tengist svona ribbaldahætti ekki nokkurn skapaðan hlut. En af því að allir eiga nú að vera jafnir fyrir lögunum finnst mér að blaðamenn sem telja við hæfi að rifja upp sakaferil einhvers málsaðila eigi að rifja upp sakaskrá allra sem að málinu koma. Ekki bara þeirra fátæku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Björgólfsfeðgar í mál við dæmdan dópsmyglara". Segir í stórri fyrirsögn á fréttamiðlinum visir.is. Svo kemur fréttin: „Eignarhaldsfélagið Vatn og land sem er í eigu Björgólfsfeðga hefur höfðað mál á hendur Ársæli Snorrasyni. Ársæll var í október á síðasta ári dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl í BMW málinu svokallaða. Björgólfsfeðgar hafa nú stefnt Ársæli fyrir dóm vegna vangoldinnar húsaleigu en hann býr í húsi við Laugaveg sem er í eigu félagsins." „Ársæll var eins og áður segir dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir aðild sína að BMW málinu en í því voru 15 kíló af amfetamíni og 10 kíló af hassi flutt til landsins í bensíntanki BMW bifreiðar. Áður hafði hann hlotið dóm í Hollandi fyrir fíkniefnasmygl. Hann bíður nú afplánunar eftir því sem Vísir kemst næst." ÞETTA er athyglisverð frétt og rifjar upp þá ljótu hluti sem gerast stundum í fasteignabransanum og ég hef skrifað um áður: Peningamenn fela fasteignasölum að sölsa undir sig eignir með öllum tiltækum ráðum. Vinsælt er þá að kaupa íbúð í fjölbýlishúsi, afhenda hana síðan til afnota fyrir vímuefnaneytendur. Láta það síðan berast meðal íbúðaeigenda að íbúðir hækki ekki í verði við að hafa svona fólk í húsinu og geti orðið með öllu óseljanlegar. FÓLK kann ekki að takast á við glæpamenn og lætur undan þrýstingi fasteignasalans. Þegar fasteignasalanum hefur með þvingunum og hótunum tekist að komast yfir tiltekna fasteign fer hann á fund húsbónda síns, vammlauss viðskiptajöfurs sem tekur við eigninni. Hinum stórhuga mannvini og athafnaskáldi sem eignast svona fasteign klæjar í fingurna eftir því að geta látið framfarir hefjast. Aðeins eitt er eftir. Það er að koma út leigjendunum sem voru settir inn í hjallinn til að fæla burt húseigendur. Það er ekkert mál. Til þess höfum við dómstóla. VÍKJUM NÚ aftur að fréttinni hérna í upphafi sem auðvitað tengist svona ribbaldahætti ekki nokkurn skapaðan hlut. En af því að allir eiga nú að vera jafnir fyrir lögunum finnst mér að blaðamenn sem telja við hæfi að rifja upp sakaferil einhvers málsaðila eigi að rifja upp sakaskrá allra sem að málinu koma. Ekki bara þeirra fátæku.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun