Fallandi gengi Sverrir Jakobsson skrifar 28. mars 2008 06:00 Ekki er hægt að segja annað en að landsmenn hafi tekið hraustlega við sér eftir að fréttir bárust af mikilli gengisfellingu nú á dögunum. Slegið var upp stríðsfréttum um „svartan mánudag" og bylgja verðhækkana reið yfir þjóðfélagið - raunar kom fram að verðhækkanirnar væru umfram það sem næmi gengisfellingunni. Meiri verðhækkanir eru boðaðar í næstu viku og fólki þar með stefnt í búðir að hamstra. Ríkisstjórnin gerði fátt nema að viðskiptaráðherra boðaði víðtækar samhæfðar aðgerðir og hefur sú viðleitni þegar skilað tilætluðum árangri - að halda honum í 1. sæti ráðherrapúlsins, samkeppni íslenskra ráðherra um fjölmiðlaathygli.Hver ber ábyrgðina?Nú á dögum hins frjálsa markaðar eru það ekki lengur stjórnvöld sem bera ábyrgð á gengisfellingum þannig að leitin að sökudólgum er þegar hafin. Það var raunar furðu vinsælt að kenna gjaldmiðlinum sjálfum um að hafa fallið. „Helvítis krónan" tók upp á því að falla og ekkert við því að gera. Ef þessi skilningur á orsakasamhengi er útfærður á víðara svið þá hefur sótthiti ekki heldur neitt með veirur eða sýkla að gera heldur er það hitamælinum um að kenna þegar hann tekur upp á því að stökkva úr 37 gráðum í 40.Aðeins flóknara samhengi, og þó tæplega, kom fram í máli seðlabankastjóra. Samkvæmt honum eru það vondir spákaupmenn sem hafa unnið gegn krónunni. Þessi orsakaskýring er í góðu samræmi við þá heimsmynd sem seðlabankastjóri aðhyllist almennt. Á sínum tíma (og kannski ennþá) hvíldi utanríkisstefna Íslands á þeirri forsendu að ekkert slæmt ætti sér stað í alþjóðapólitíkinni án þess að á bak við það stæði illur harðstjóri sem réði yfir efnavopnum. Með sömu rökum blasir við að gjaldmiðlar falla ekki í verði án þess að á bak við það standi illmenni sem kumri nú glaðhlakkalega yfir árangrinum.Þriðja skýringin er svo sú sem menn tala um í útlöndum; að ekki sé allt með felldu í íslensku efnahagslífi. Að útrásin sé ef til vill byggð á sandi, að bankarnir hafi offjárfest og að það sé ef til vill ekki hollt fyrir samfélagið að skuldir heimilanna séu rúmlega 240% af ráðstöfunartekjum - 884 milljarðar skv. nýjustu fréttum - eða að hreinar erlendar skuldir þjóðarbúsins hafi sexfaldast frá 1991 og séu nú ríflega 200% af vergri landframleiðslu. Ráða má hvort eitthvað sannleikskorn sé í þessu af því að stjórnvöld hafa haft mikið fyrir því að afneita þessu. Ríkisstjórnin sendi utanríkisráðherra til Kaupmannahafnar með þann boðskap að þessi umræða væri einungis til marks um öfundsýki Dana. Virtur prófessor í London var dreginn fram til þess að segja að á Íslandi væri allt í þessu fína. En ef það væri rétt þyrfti kannski ekki að klifa svona mikið á því.Fyrirsjáanleg viðbrögðViðbrögðin við gengisfellingunni hafa ekki komið neinum á óvart en þau eru ekki til þess fallin að ýta undir bjartsýni um framhaldið. Viðbragðsflýtir kaupmanna við að velta gengistapinu út í verðlagið er t.d. eftirtektarverður. Ekki bar hins vegar jafn mikið eða hratt á verðlækkunum í tilefni af háu gengi krónunnar þannig að gengi hefur greinilega ekki alltaf jafn mikil áhrif á verðlag.Viðbrögð Seðlabankans eru líka mjög fyrirsjáanleg. Ákveðið er að hækka stýrivexti. Yfirlýstur tilgangur vaxtahækkunarinnar er sá sami og hann hefur verið hingað til; að draga úr skuldsetningu landsmanna. Gallinn er hins vegar sá að þetta hefur ekkert virkað hingað til. Vextir hér á landi hafa lengi verið svo himinháir að miðað við öll þekkt hagfræðilögmál ætti ekki nokkur maður að taka lán á Íslandi. Raunin er hins vegar þveröfug; við erum með skuldsettari þjóðum. Vextirnir eru meira að segja svo háir að heimilin í landinu virðast ætla að halda áfram að taka svo kölluð "gengisbundin lán" - þrátt fyrir gengisfellinguna miklu! Hvaða áhrif hefur vaxtahækkun ef ekki dregur úr lántökum? Þau verða ekki önnur en þau að afborganir lánanna hækka og verðbólga eykst.Það er samt engin ástæða til að örvænta. Ef breski hagfræðiprófessorinn, bankarnir og ríkisstjórnin hafa rétt fyrir sér og hagkerfið stendur í raun og veru traustum fótum þá mun gengisfellingin eflaust ganga tilbaka. Ef svo er ekki þá er gengi krónunnar hins vegar aðeins lítill hluti vandans í íslensku efnahagslífi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sverrir Jakobsson Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ekki er hægt að segja annað en að landsmenn hafi tekið hraustlega við sér eftir að fréttir bárust af mikilli gengisfellingu nú á dögunum. Slegið var upp stríðsfréttum um „svartan mánudag" og bylgja verðhækkana reið yfir þjóðfélagið - raunar kom fram að verðhækkanirnar væru umfram það sem næmi gengisfellingunni. Meiri verðhækkanir eru boðaðar í næstu viku og fólki þar með stefnt í búðir að hamstra. Ríkisstjórnin gerði fátt nema að viðskiptaráðherra boðaði víðtækar samhæfðar aðgerðir og hefur sú viðleitni þegar skilað tilætluðum árangri - að halda honum í 1. sæti ráðherrapúlsins, samkeppni íslenskra ráðherra um fjölmiðlaathygli.Hver ber ábyrgðina?Nú á dögum hins frjálsa markaðar eru það ekki lengur stjórnvöld sem bera ábyrgð á gengisfellingum þannig að leitin að sökudólgum er þegar hafin. Það var raunar furðu vinsælt að kenna gjaldmiðlinum sjálfum um að hafa fallið. „Helvítis krónan" tók upp á því að falla og ekkert við því að gera. Ef þessi skilningur á orsakasamhengi er útfærður á víðara svið þá hefur sótthiti ekki heldur neitt með veirur eða sýkla að gera heldur er það hitamælinum um að kenna þegar hann tekur upp á því að stökkva úr 37 gráðum í 40.Aðeins flóknara samhengi, og þó tæplega, kom fram í máli seðlabankastjóra. Samkvæmt honum eru það vondir spákaupmenn sem hafa unnið gegn krónunni. Þessi orsakaskýring er í góðu samræmi við þá heimsmynd sem seðlabankastjóri aðhyllist almennt. Á sínum tíma (og kannski ennþá) hvíldi utanríkisstefna Íslands á þeirri forsendu að ekkert slæmt ætti sér stað í alþjóðapólitíkinni án þess að á bak við það stæði illur harðstjóri sem réði yfir efnavopnum. Með sömu rökum blasir við að gjaldmiðlar falla ekki í verði án þess að á bak við það standi illmenni sem kumri nú glaðhlakkalega yfir árangrinum.Þriðja skýringin er svo sú sem menn tala um í útlöndum; að ekki sé allt með felldu í íslensku efnahagslífi. Að útrásin sé ef til vill byggð á sandi, að bankarnir hafi offjárfest og að það sé ef til vill ekki hollt fyrir samfélagið að skuldir heimilanna séu rúmlega 240% af ráðstöfunartekjum - 884 milljarðar skv. nýjustu fréttum - eða að hreinar erlendar skuldir þjóðarbúsins hafi sexfaldast frá 1991 og séu nú ríflega 200% af vergri landframleiðslu. Ráða má hvort eitthvað sannleikskorn sé í þessu af því að stjórnvöld hafa haft mikið fyrir því að afneita þessu. Ríkisstjórnin sendi utanríkisráðherra til Kaupmannahafnar með þann boðskap að þessi umræða væri einungis til marks um öfundsýki Dana. Virtur prófessor í London var dreginn fram til þess að segja að á Íslandi væri allt í þessu fína. En ef það væri rétt þyrfti kannski ekki að klifa svona mikið á því.Fyrirsjáanleg viðbrögðViðbrögðin við gengisfellingunni hafa ekki komið neinum á óvart en þau eru ekki til þess fallin að ýta undir bjartsýni um framhaldið. Viðbragðsflýtir kaupmanna við að velta gengistapinu út í verðlagið er t.d. eftirtektarverður. Ekki bar hins vegar jafn mikið eða hratt á verðlækkunum í tilefni af háu gengi krónunnar þannig að gengi hefur greinilega ekki alltaf jafn mikil áhrif á verðlag.Viðbrögð Seðlabankans eru líka mjög fyrirsjáanleg. Ákveðið er að hækka stýrivexti. Yfirlýstur tilgangur vaxtahækkunarinnar er sá sami og hann hefur verið hingað til; að draga úr skuldsetningu landsmanna. Gallinn er hins vegar sá að þetta hefur ekkert virkað hingað til. Vextir hér á landi hafa lengi verið svo himinháir að miðað við öll þekkt hagfræðilögmál ætti ekki nokkur maður að taka lán á Íslandi. Raunin er hins vegar þveröfug; við erum með skuldsettari þjóðum. Vextirnir eru meira að segja svo háir að heimilin í landinu virðast ætla að halda áfram að taka svo kölluð "gengisbundin lán" - þrátt fyrir gengisfellinguna miklu! Hvaða áhrif hefur vaxtahækkun ef ekki dregur úr lántökum? Þau verða ekki önnur en þau að afborganir lánanna hækka og verðbólga eykst.Það er samt engin ástæða til að örvænta. Ef breski hagfræðiprófessorinn, bankarnir og ríkisstjórnin hafa rétt fyrir sér og hagkerfið stendur í raun og veru traustum fótum þá mun gengisfellingin eflaust ganga tilbaka. Ef svo er ekki þá er gengi krónunnar hins vegar aðeins lítill hluti vandans í íslensku efnahagslífi
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun