Alþingi samþykkti upprunalega áætlun um Icesave Ingimar Karl Helgason skrifar 9. desember 2008 18:04 Geir H. Haarde, forsætisráðherra, á einum af blaðamannafundunum þar sem hann fór yfir Icesave-málið. Mynd/Stefán Alþingi samþykkti á föstudag þingsályktun sem heimilar ríkisstjórninni að ganga til samninga um Icesave málið. Forsenda þeirra viðræðna er að Íslendingar ábyrgist innistæður á reikningum upp að 20.887 evrum á hvern reikning. Málið tengist náið efnahagsaðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og ýmsum þjóðum. En sem kunnugt er fékkst sú aðstoð ekki fyrr en Icesave málinu var landað. Hvað stóð til?Fljótlega eftir bankahrunið varð ljóst að Íslendingar kynnu að þurfa að ábyrgjast innistæður á reikningum í útibúum bankanna erlendis. Glitnir, Kaupþing og Landsbankinn höfðu allir tekið við innlánum í útibúum erlendis. Samkvæmt íslenskum lögum, sem byggð eru á tilskipun Evrópusambandsins, er starfræktur sérstakur Tryggingasjóður innstæðueigenda og fjárfesta. Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun, en fjármálastofnanir leggja honum til fé, eftir ákveðnum reglum. Eftir því sem næst verður komist eru um nítján milljarðar króna í sjóðunum nú.Samkvæmt þingskjölum verða innlán í Kaupþingi erlendis greidd upp með eignum bankans. Innlán hjá Glitni þykja lítil, að því er fram kemur í þingskjölum. Eftir standa innlán upp á hundruð milljarða króna á Icesave reikningum í Landsbanka. Tekið var við innlánum í útibúum í Bretlandi og Hollandi.Ellefta október var tilkynnt að Íslendingar og Hollendingar hefðu náð samkomulagi um lyktir vegna Icesave reikninga þar í landi. „Samkomulagið kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur. Hollenska ríkisstjórnin mun veita Íslandi lán til að standa undir þessum greiðslum og hollenski seðlabankinn mun annast afgreiðslu krafna innstæðueigendanna," segir í yfirlýsingunni. Látum ekki kúga okkurSkömmu eftir að tilkynnt var um samkomulagið við Hollendinga, rituðu Stefán Már Stefánsson, prófessor í lögum við Háskóla Íslands, og Lárus Blöndal, hæstaréttarlögmaður, grein í Morgunblaðið. Hún fékk nokkra umfjöllun en þar færðu þeir meðal annars rök fyrir því að Tryggingasjóðurinn ætti samkvæmt lögum ekki að ábyrgjast hærri upphæðir en væru í honum hverju sinni; ríkið og þar með skattgreiðendur þyftu ekki að borga.Í þessu umhverfi voru jafnframt miklar umræður um væntanlega efnahagsaðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ýmissa þjóða. Það stóð fast; málið var ekki tekið fyrir í stjórn sjóðsins. Þá töldu þráspurðir ráðamenn að þau mál tengdust ekki Icesave málinu.Sjötta nóvember lýsti Geir H. Haarde, forsætisráðherra, þessu yfir á Alþingi: „Við munum ekki láta kúga okkur í því máli og við munum ekki láta þann svarta blett sem þessir Icesave-reikningar eru verða okkur til trafala." Stenst það?Síðar kemur á daginn að Íslendingar gangast undir að ábyrgjast þær innistæður á Icesave reikningum og öðrum innlánsreikningum í útibúum bankanna erlendis sem eignir duga ekki fyrir. En hvenær varð það ljóst? Í tillögu til þingsályktunar um lyktir Icesave málsins, sem Alþingi samþykkti á föstudag, segir: „Íslensk stjórnvöld voru ekki tilbúin til að fallast á að íslenska ríkinu bæri að ábyrgjast greiðslur til innlánseigenda ef þær færu fram úr því sem Tryggingasjóður innstæðueigenda og fjárfesta gæti staðið undir af inngreiðslum í sjóðinn." Tillögunni var dreift á Alþingi í lok nóvember. Þriðja nóvember fór utan bréf til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem nefnt er „Letter of intent". Undir það skrifuðu fyrir Íslands hönd Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra og Davíð Oddsson seðlabankastjóri.Í tólfta lið bréfsins kemur fram að reiknað sé með því að vergar skuldir ríkisins nemi 109 prósentum af landsframleiðslu í lok þessa árs. Þegar stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti að veita Íslendingum efnhagsaðstoð, meðal annars á þeim grunni að Íslendingar samþykktu að ábyrgjast Icesave reikningana, var birt skýrsla starfshóps sjóðsins um íslensk efnahagsmál. Þar var meðal annars að finna sundurliðun á vergum skuldum.Þar var gert ráð fyrir því að ábyrgðir vegna Icesave reikninganna yrðu hátt í 50 prósent af vergri landsframleiðslu.Það virðist því hafa legið fyrir, í síðasta lagi þriðja nóvember, og verið ein meginforsenda fyrir efnahagsaðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og forsenda fyrir mati hans á stöðu efnahagsmála hér og skuldastöðu ríkisins, að ríkið, og þar með skattgreiðendur, myndi ábyrgjast innistæður á Icesave reikningum Landsbankans. BrúttóMikil óvissa er enn um hversu háar fjárhæðir ríkið þarf að ábyrgjast vegna Icesave reikninganna.Töluverðar upphæðir, jafnvel sem nemur um 1.200 milljörðum króna, eru taldar hafa legið á Icesave reikningunum.Enn fremur hafa menn haldið því fram að eignir Landsbankans ytra dugi „vonandi" fyrir þessum skuldbindingum.Fram kom í viðtali við Tryggva Þór Herbertsson, fyrrverandi efnahagsráðgjafa forsætisráðherra á dögunum, að eignir Landsbankans verði tæplega seldar fyrr en eftir þrjú til fjögur ár. Menn segja enda hættu á að mun minna fengist fyrir þær en ella, yrðu þær seldar nú, á brunaútsölu. Skilanefnd Landsbankans upplýsti fyrir utanríkismálanefnd Alþingis, fyrir helgina, að eignir Landsbankans ytra væru metnar á um 1.000 milljarða króna, að því er fram kemur í áliti fyrsta minnihluta nefndarinnar. Þar segir einnig að ríkið þurfi að ábyrgjast 628 milljarða króna, eða sem nemur um hálfri landsframleiðslu.„Annað sem getur haft áhrif til íþyngingar ábyrgða ríkissjóðs er ef röð forgangskröfuhafa í eigur Landsbankans verður breytt, t.d. með dómi," segir í áliti minnihlutans. Þar er vakin athygli á þeirri staðreynd að fleiri kunni að eiga kröfur í eignir Landsbankans ytra, en innstæðueigendur. Óvíst sé að innstæðueigendur njóti þar forgangs. NettóAð minnsta kosti þrenns konar mat á endanlegri ábyrgð Íslendinga vegna reikninganna liggur nú fyrir.Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur rætt um að brúttófjárþörf íslenska ríkisins vegna reikninganna nemi tæplega hálfri landsframleiðslu. Nettóútgjöld, samkvæmt mati sjóðsins, nemi hins vegar um fimmtungi landsframleiðslu. Það myndi gera um 250 milljarða króna. Það er sú upphæð höfuðstóls sem greiða þyrfti, ef eignir Landsbankans úti duga fyrir öðru.Tryggvi Þór Herbertsson gerir ráð fyrir að 423 milljarðar gætu fengist fyrir eignirnar, eða um 60 prósent af virði þeirra. Eftir standa þá um 200 milljarðar sem íslensk þjóð þyrfti að greiða úr eigin vasa.Meirihluti utanríkismálanefndar Alþingis gerir ráð fyrir því, á grundvelli upplýsinga frá skilanefnd, að nettókostnaðurinn verði um 150 milljarðar króna.Enn fremur sé gert ráð fyrir að eignir verði ekki seldar að svo stöddu heldur er „gert ráð fyrir að eignirnar verði varðveittar í gamla Landsbankanum í u.þ.b. þrjú ár." Hvað þýðir þetta fyrir mig?Hugsanlegt er að aukinn kostnaður vegna aukinna skuldbindinga verði greiddur með sköttum og skertri opinberri þjónustu. Þegar heyrast fregnir af uppsögnum grunnskólakennara. Hins vegar er endurskoðað fjárlagafrumvarp næsta árs ekki komið fram. Ætla má að þar sé að finna vísbendingar um hvernig Icesave reikningurinn hittir hvern og einn fyrir. Endurskoðað frumvarp er nú hjá ríkisstjórninni og hefur fjárlaganefnd þingsins ekki fengið það í hendur þegar þetta er skrifað.Þar verða væntanlega upplýsingar um upphæð erlendra lána og áætlun um hvernig og hvenær þeim kostnaði verður mætt. Út á núlli eða tugum milljarða?Í meirihlutaáliti utanríkismálanefndar segir að sá möguleiki sé fyrir hendi að „eignir Landsbankans dugi fyrir forgangskröfum þannig að ekkert falli á ríkissjóð".En enda þótt eignir Landsbankans dugi, þegar upp er staðið, þarf samt að taka lán fyrir líklega um 600 milljörðum króna, 623 heldur fyrsti minnihluti utanríkismálanefndar. Lán eru ekki gefins.Samkvæmt heimildum Markaðarins verða vextir af lánum Hollendinga og Breta til að borga fyrir Icesave á bilinu fjögur til fimm prósent.Rétt er að halda því til haga að útreikningurinn er grófur, en sé gert ráð fyrir að upphæð á borð við 600 milljarða beri þessa vexti í þrjú ár, áður en eignirnar koma fyrir, má ætla að vaxtakostnaður vegna þessa nemi hátt í hundrað milljörðum króna.Kostnaður íslensks almennings og fyrirtækja vegna Icesave reikninganna getur því numið um 350 milljörðum, miðað við mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og fjármagnskostnaðurinn um 300 milljörðum króna, miðað við mat Tryggva Þórs, eða 250 milljörðum króna, miðað við mat meiri hluta utanríkismálanefndar. DrápsklyfjarAnnar minnihluti utanríkismálanefndar ræddi um að ábyrgðir vegna innistæðna í erlendum útibúum myndu valda „þjóðarbúinu og skattgreiðendum komandi ára og jafnvel áratuga ómældum skaða". Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og skattanefndar Alþingis, hafði áður sagt í samtali við Markaðinn, að hann myndi ekki greiða því atkvæði að leggja drápsklyfjar á íslenska þjóð. Hann stóð við það. Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Alþingi samþykkti á föstudag þingsályktun sem heimilar ríkisstjórninni að ganga til samninga um Icesave málið. Forsenda þeirra viðræðna er að Íslendingar ábyrgist innistæður á reikningum upp að 20.887 evrum á hvern reikning. Málið tengist náið efnahagsaðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og ýmsum þjóðum. En sem kunnugt er fékkst sú aðstoð ekki fyrr en Icesave málinu var landað. Hvað stóð til?Fljótlega eftir bankahrunið varð ljóst að Íslendingar kynnu að þurfa að ábyrgjast innistæður á reikningum í útibúum bankanna erlendis. Glitnir, Kaupþing og Landsbankinn höfðu allir tekið við innlánum í útibúum erlendis. Samkvæmt íslenskum lögum, sem byggð eru á tilskipun Evrópusambandsins, er starfræktur sérstakur Tryggingasjóður innstæðueigenda og fjárfesta. Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun, en fjármálastofnanir leggja honum til fé, eftir ákveðnum reglum. Eftir því sem næst verður komist eru um nítján milljarðar króna í sjóðunum nú.Samkvæmt þingskjölum verða innlán í Kaupþingi erlendis greidd upp með eignum bankans. Innlán hjá Glitni þykja lítil, að því er fram kemur í þingskjölum. Eftir standa innlán upp á hundruð milljarða króna á Icesave reikningum í Landsbanka. Tekið var við innlánum í útibúum í Bretlandi og Hollandi.Ellefta október var tilkynnt að Íslendingar og Hollendingar hefðu náð samkomulagi um lyktir vegna Icesave reikninga þar í landi. „Samkomulagið kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur. Hollenska ríkisstjórnin mun veita Íslandi lán til að standa undir þessum greiðslum og hollenski seðlabankinn mun annast afgreiðslu krafna innstæðueigendanna," segir í yfirlýsingunni. Látum ekki kúga okkurSkömmu eftir að tilkynnt var um samkomulagið við Hollendinga, rituðu Stefán Már Stefánsson, prófessor í lögum við Háskóla Íslands, og Lárus Blöndal, hæstaréttarlögmaður, grein í Morgunblaðið. Hún fékk nokkra umfjöllun en þar færðu þeir meðal annars rök fyrir því að Tryggingasjóðurinn ætti samkvæmt lögum ekki að ábyrgjast hærri upphæðir en væru í honum hverju sinni; ríkið og þar með skattgreiðendur þyftu ekki að borga.Í þessu umhverfi voru jafnframt miklar umræður um væntanlega efnahagsaðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ýmissa þjóða. Það stóð fast; málið var ekki tekið fyrir í stjórn sjóðsins. Þá töldu þráspurðir ráðamenn að þau mál tengdust ekki Icesave málinu.Sjötta nóvember lýsti Geir H. Haarde, forsætisráðherra, þessu yfir á Alþingi: „Við munum ekki láta kúga okkur í því máli og við munum ekki láta þann svarta blett sem þessir Icesave-reikningar eru verða okkur til trafala." Stenst það?Síðar kemur á daginn að Íslendingar gangast undir að ábyrgjast þær innistæður á Icesave reikningum og öðrum innlánsreikningum í útibúum bankanna erlendis sem eignir duga ekki fyrir. En hvenær varð það ljóst? Í tillögu til þingsályktunar um lyktir Icesave málsins, sem Alþingi samþykkti á föstudag, segir: „Íslensk stjórnvöld voru ekki tilbúin til að fallast á að íslenska ríkinu bæri að ábyrgjast greiðslur til innlánseigenda ef þær færu fram úr því sem Tryggingasjóður innstæðueigenda og fjárfesta gæti staðið undir af inngreiðslum í sjóðinn." Tillögunni var dreift á Alþingi í lok nóvember. Þriðja nóvember fór utan bréf til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem nefnt er „Letter of intent". Undir það skrifuðu fyrir Íslands hönd Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra og Davíð Oddsson seðlabankastjóri.Í tólfta lið bréfsins kemur fram að reiknað sé með því að vergar skuldir ríkisins nemi 109 prósentum af landsframleiðslu í lok þessa árs. Þegar stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti að veita Íslendingum efnhagsaðstoð, meðal annars á þeim grunni að Íslendingar samþykktu að ábyrgjast Icesave reikningana, var birt skýrsla starfshóps sjóðsins um íslensk efnahagsmál. Þar var meðal annars að finna sundurliðun á vergum skuldum.Þar var gert ráð fyrir því að ábyrgðir vegna Icesave reikninganna yrðu hátt í 50 prósent af vergri landsframleiðslu.Það virðist því hafa legið fyrir, í síðasta lagi þriðja nóvember, og verið ein meginforsenda fyrir efnahagsaðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og forsenda fyrir mati hans á stöðu efnahagsmála hér og skuldastöðu ríkisins, að ríkið, og þar með skattgreiðendur, myndi ábyrgjast innistæður á Icesave reikningum Landsbankans. BrúttóMikil óvissa er enn um hversu háar fjárhæðir ríkið þarf að ábyrgjast vegna Icesave reikninganna.Töluverðar upphæðir, jafnvel sem nemur um 1.200 milljörðum króna, eru taldar hafa legið á Icesave reikningunum.Enn fremur hafa menn haldið því fram að eignir Landsbankans ytra dugi „vonandi" fyrir þessum skuldbindingum.Fram kom í viðtali við Tryggva Þór Herbertsson, fyrrverandi efnahagsráðgjafa forsætisráðherra á dögunum, að eignir Landsbankans verði tæplega seldar fyrr en eftir þrjú til fjögur ár. Menn segja enda hættu á að mun minna fengist fyrir þær en ella, yrðu þær seldar nú, á brunaútsölu. Skilanefnd Landsbankans upplýsti fyrir utanríkismálanefnd Alþingis, fyrir helgina, að eignir Landsbankans ytra væru metnar á um 1.000 milljarða króna, að því er fram kemur í áliti fyrsta minnihluta nefndarinnar. Þar segir einnig að ríkið þurfi að ábyrgjast 628 milljarða króna, eða sem nemur um hálfri landsframleiðslu.„Annað sem getur haft áhrif til íþyngingar ábyrgða ríkissjóðs er ef röð forgangskröfuhafa í eigur Landsbankans verður breytt, t.d. með dómi," segir í áliti minnihlutans. Þar er vakin athygli á þeirri staðreynd að fleiri kunni að eiga kröfur í eignir Landsbankans ytra, en innstæðueigendur. Óvíst sé að innstæðueigendur njóti þar forgangs. NettóAð minnsta kosti þrenns konar mat á endanlegri ábyrgð Íslendinga vegna reikninganna liggur nú fyrir.Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur rætt um að brúttófjárþörf íslenska ríkisins vegna reikninganna nemi tæplega hálfri landsframleiðslu. Nettóútgjöld, samkvæmt mati sjóðsins, nemi hins vegar um fimmtungi landsframleiðslu. Það myndi gera um 250 milljarða króna. Það er sú upphæð höfuðstóls sem greiða þyrfti, ef eignir Landsbankans úti duga fyrir öðru.Tryggvi Þór Herbertsson gerir ráð fyrir að 423 milljarðar gætu fengist fyrir eignirnar, eða um 60 prósent af virði þeirra. Eftir standa þá um 200 milljarðar sem íslensk þjóð þyrfti að greiða úr eigin vasa.Meirihluti utanríkismálanefndar Alþingis gerir ráð fyrir því, á grundvelli upplýsinga frá skilanefnd, að nettókostnaðurinn verði um 150 milljarðar króna.Enn fremur sé gert ráð fyrir að eignir verði ekki seldar að svo stöddu heldur er „gert ráð fyrir að eignirnar verði varðveittar í gamla Landsbankanum í u.þ.b. þrjú ár." Hvað þýðir þetta fyrir mig?Hugsanlegt er að aukinn kostnaður vegna aukinna skuldbindinga verði greiddur með sköttum og skertri opinberri þjónustu. Þegar heyrast fregnir af uppsögnum grunnskólakennara. Hins vegar er endurskoðað fjárlagafrumvarp næsta árs ekki komið fram. Ætla má að þar sé að finna vísbendingar um hvernig Icesave reikningurinn hittir hvern og einn fyrir. Endurskoðað frumvarp er nú hjá ríkisstjórninni og hefur fjárlaganefnd þingsins ekki fengið það í hendur þegar þetta er skrifað.Þar verða væntanlega upplýsingar um upphæð erlendra lána og áætlun um hvernig og hvenær þeim kostnaði verður mætt. Út á núlli eða tugum milljarða?Í meirihlutaáliti utanríkismálanefndar segir að sá möguleiki sé fyrir hendi að „eignir Landsbankans dugi fyrir forgangskröfum þannig að ekkert falli á ríkissjóð".En enda þótt eignir Landsbankans dugi, þegar upp er staðið, þarf samt að taka lán fyrir líklega um 600 milljörðum króna, 623 heldur fyrsti minnihluti utanríkismálanefndar. Lán eru ekki gefins.Samkvæmt heimildum Markaðarins verða vextir af lánum Hollendinga og Breta til að borga fyrir Icesave á bilinu fjögur til fimm prósent.Rétt er að halda því til haga að útreikningurinn er grófur, en sé gert ráð fyrir að upphæð á borð við 600 milljarða beri þessa vexti í þrjú ár, áður en eignirnar koma fyrir, má ætla að vaxtakostnaður vegna þessa nemi hátt í hundrað milljörðum króna.Kostnaður íslensks almennings og fyrirtækja vegna Icesave reikninganna getur því numið um 350 milljörðum, miðað við mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og fjármagnskostnaðurinn um 300 milljörðum króna, miðað við mat Tryggva Þórs, eða 250 milljörðum króna, miðað við mat meiri hluta utanríkismálanefndar. DrápsklyfjarAnnar minnihluti utanríkismálanefndar ræddi um að ábyrgðir vegna innistæðna í erlendum útibúum myndu valda „þjóðarbúinu og skattgreiðendum komandi ára og jafnvel áratuga ómældum skaða". Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og skattanefndar Alþingis, hafði áður sagt í samtali við Markaðinn, að hann myndi ekki greiða því atkvæði að leggja drápsklyfjar á íslenska þjóð. Hann stóð við það.
Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira