Rjúkandi ráð Þorvaldur Gylfason skrifar 3. apríl 2008 06:00 Sumir halda, að gengisfall krónunnar frá áramótum muni ganga til baka, kannski alla leið. Í þeirri trú felst sú skoðun, að gengið hafi verið rétt, þegar dollarinn kostaði 60 krónur seint í fyrra og evran kostaði 90 krónur. Sumir töldu einnig, að gengið væri rétt, þegar evran kostaði 80 krónur og danska krónan kostaði tíkall. Rök þeirra voru þau, að gengi krónunnar ræðst nú á frjálsum markaði. Hátt markaðsgengi var í þeirra augum staðfesting á styrk íslenzks atvinnulífs í krafti ýmislegra umbóta, sem hafa gerbreytt ásjónu og umgerð efnahagslífsins síðan 1990. Ef talsmenn hágengisins voru minntir á, að hátt gengi stafaði öðrum þræði af hverfulu innstreymi erlends lánsfjár, sögðu þeir, að lánsfénu hefði að mestu leyti verið varið til arðbærrar eignamyndunar og arðurinn dygði til að standa skil á skuldunum. Sumir sögðu, að erlendar eignir Íslendinga séu vanmetnar í opinberum tölum, þótt Seðlabankinn fylgi viðteknum erlendum stöðlum við uppgjör erlendra eigna og skulda. Þegar hágengismönnum var bent á, að skráð landsframleiðsla á mann á Íslandi í dollurum var í fyrra orðin helmingi meiri en framleiðsla á mann í Bandaríkjunum, var því svarað til, að verðlag sé hærra hér en þar og kaupmáttur tekna á mann hér heima sé eftir sem áður fimmtungi minni en þar vestra. Þegar þeim var bent á, að skammtímaskuldir bankakerfisins væru orðnar fyrst fimm, síðan tíu, nú fimmtán sinnum meiri en gjaldeyrisforði Seðlabankans og byðu því bersýnilega heim hættunni á áhlaupi á krónuna líkt og gerðist í Taílandi og víðar í Asíu fyrir áratug, var viðkvæðið: Ísland er ekki þróunarland. Gjaldeyrismarkaðurinn geigar ekki, sögðu þeir: gengið er rétt.Gengisbjögun á gömlum mergGengi krónunnar var of hátt, þegar dollarinn kostaði 60 krónur og evran kostaði 90 krónur. Gengið hefur áratugum saman verið of hátt. Um það má hafa margt til marks. Útflutningur hefur staðið í stað sem hlutfall af landsframleiðslu frá 1870. Aukning erlendra viðskipta umfram innlenda framleiðslu hefur verið reglan í krafti síaukins viðskiptafrelsis um heiminn, einkum eftir 1945. Í hópi iðnríkjanna er Ísland eina undantekningin frá þessari reglu.Við köstuðum innilokunarstefnu fyrri tíðar fyrir róða, en ýmsir innviðir efnahagslífsins torvelda samt sem áður erlend viðskipti. Þrennt skiptir mestu. Í fyrsta lagi hefur meiri verðbólga hér en í flestum viðskiptalöndum okkar stuðlað að háu gengi. Verðbólga eykur innlendan kostnað og minnkar hagnað útflutningsfyrirtækja líkt og gengishækkun myndi draga úr tekjum þeirra og hagnaði. Verðbólgulönd eru nær ævinlega hágengislönd. Í annan stað vitnar mikill og landlægur viðskiptahalli nær alltaf um of hátt gengi. Hágengið er notað til að hamla verðbólgu og birtist í upphleðslu erlendra skulda til að fjármagna falskan kaupmátt. Í þriðja lagi dregur búverndarstefnan úr eftirspurn eftir innfluttum afurðum - innflutningur búsafurða er ennþá svo gott sem bannaður með lögum! - og þá um leið úr eftirspurn eftir erlendum gjaldeyri. Verðið á gjaldeyri er því lægra en ella: það þýðir hærra gengi. Haftalönd eru oftast hágengislönd. Stuðningur ríkisins við sjávarútveginn - fyrst með bátagjaldeyri, síðan með niðurgreiddum vöxtum og nú með ókeypis afhendingu aflakvóta - hefur með líku lagi stuðlað að of háu gengi. Verðbólga, viðskiptahalli og verndarstefna hafa lagzt á sömu sveif. Allar þessar ástæður samrýmast frjálsri gengismyndun á gjaldeyrismarkaði. Gengið var of hátt og þurfti að lækka.Skjaldborg um hágengiHátt gengi reisir jafnan skjaldborg um sjálft sig. Margir launþegar telja sig hafa hag af háu gengi: þeim hugnast ekki kjaraskerðingin af völdum lægra gengis til skamms tíma litið og skeyta ekki nóg um haginn, sem þeir munu hafa með tímanum af aukinni grósku í erlendum viðskiptum. Stjórnvöld sjá sér einnig stundarhag í háu gengi: þeim hugnast ekki að viðurkenna, að kaupmátturinn, sem þau höfðu þakkað góðri hagstjórn, var falskur. Þeim hugnast ekki heldur, að skráð landsframleiðsla á mann í dollurum minnkar í réttu hlutfalli við gengisfall.Gegn þessum sjónarmiðum standa þeir sem telja eflingu utanríkisviðskipta vera mikilvægan aflvaka hagvaxtar fram í tímann, og skilja nauðsyn þess, að gengi krónunnar sé rétt skráð, áður en Ísland gengur í ESB og tekur upp evru. Ríkisstjórnin og Seðlabankinn ættu að fagna síðbúinni leiðréttingu á gamalgróinni gengisbjögun og leggja til umbætur til að festa hana í sessi frekar en að berjast gegn henni og veifa samsæriskenningum um erlent árásarlið spákaupmanna. Málflutningur formanns bankastjórnar Seðlabankans vitnar um vankunnáttu og veikir bankann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun
Sumir halda, að gengisfall krónunnar frá áramótum muni ganga til baka, kannski alla leið. Í þeirri trú felst sú skoðun, að gengið hafi verið rétt, þegar dollarinn kostaði 60 krónur seint í fyrra og evran kostaði 90 krónur. Sumir töldu einnig, að gengið væri rétt, þegar evran kostaði 80 krónur og danska krónan kostaði tíkall. Rök þeirra voru þau, að gengi krónunnar ræðst nú á frjálsum markaði. Hátt markaðsgengi var í þeirra augum staðfesting á styrk íslenzks atvinnulífs í krafti ýmislegra umbóta, sem hafa gerbreytt ásjónu og umgerð efnahagslífsins síðan 1990. Ef talsmenn hágengisins voru minntir á, að hátt gengi stafaði öðrum þræði af hverfulu innstreymi erlends lánsfjár, sögðu þeir, að lánsfénu hefði að mestu leyti verið varið til arðbærrar eignamyndunar og arðurinn dygði til að standa skil á skuldunum. Sumir sögðu, að erlendar eignir Íslendinga séu vanmetnar í opinberum tölum, þótt Seðlabankinn fylgi viðteknum erlendum stöðlum við uppgjör erlendra eigna og skulda. Þegar hágengismönnum var bent á, að skráð landsframleiðsla á mann á Íslandi í dollurum var í fyrra orðin helmingi meiri en framleiðsla á mann í Bandaríkjunum, var því svarað til, að verðlag sé hærra hér en þar og kaupmáttur tekna á mann hér heima sé eftir sem áður fimmtungi minni en þar vestra. Þegar þeim var bent á, að skammtímaskuldir bankakerfisins væru orðnar fyrst fimm, síðan tíu, nú fimmtán sinnum meiri en gjaldeyrisforði Seðlabankans og byðu því bersýnilega heim hættunni á áhlaupi á krónuna líkt og gerðist í Taílandi og víðar í Asíu fyrir áratug, var viðkvæðið: Ísland er ekki þróunarland. Gjaldeyrismarkaðurinn geigar ekki, sögðu þeir: gengið er rétt.Gengisbjögun á gömlum mergGengi krónunnar var of hátt, þegar dollarinn kostaði 60 krónur og evran kostaði 90 krónur. Gengið hefur áratugum saman verið of hátt. Um það má hafa margt til marks. Útflutningur hefur staðið í stað sem hlutfall af landsframleiðslu frá 1870. Aukning erlendra viðskipta umfram innlenda framleiðslu hefur verið reglan í krafti síaukins viðskiptafrelsis um heiminn, einkum eftir 1945. Í hópi iðnríkjanna er Ísland eina undantekningin frá þessari reglu.Við köstuðum innilokunarstefnu fyrri tíðar fyrir róða, en ýmsir innviðir efnahagslífsins torvelda samt sem áður erlend viðskipti. Þrennt skiptir mestu. Í fyrsta lagi hefur meiri verðbólga hér en í flestum viðskiptalöndum okkar stuðlað að háu gengi. Verðbólga eykur innlendan kostnað og minnkar hagnað útflutningsfyrirtækja líkt og gengishækkun myndi draga úr tekjum þeirra og hagnaði. Verðbólgulönd eru nær ævinlega hágengislönd. Í annan stað vitnar mikill og landlægur viðskiptahalli nær alltaf um of hátt gengi. Hágengið er notað til að hamla verðbólgu og birtist í upphleðslu erlendra skulda til að fjármagna falskan kaupmátt. Í þriðja lagi dregur búverndarstefnan úr eftirspurn eftir innfluttum afurðum - innflutningur búsafurða er ennþá svo gott sem bannaður með lögum! - og þá um leið úr eftirspurn eftir erlendum gjaldeyri. Verðið á gjaldeyri er því lægra en ella: það þýðir hærra gengi. Haftalönd eru oftast hágengislönd. Stuðningur ríkisins við sjávarútveginn - fyrst með bátagjaldeyri, síðan með niðurgreiddum vöxtum og nú með ókeypis afhendingu aflakvóta - hefur með líku lagi stuðlað að of háu gengi. Verðbólga, viðskiptahalli og verndarstefna hafa lagzt á sömu sveif. Allar þessar ástæður samrýmast frjálsri gengismyndun á gjaldeyrismarkaði. Gengið var of hátt og þurfti að lækka.Skjaldborg um hágengiHátt gengi reisir jafnan skjaldborg um sjálft sig. Margir launþegar telja sig hafa hag af háu gengi: þeim hugnast ekki kjaraskerðingin af völdum lægra gengis til skamms tíma litið og skeyta ekki nóg um haginn, sem þeir munu hafa með tímanum af aukinni grósku í erlendum viðskiptum. Stjórnvöld sjá sér einnig stundarhag í háu gengi: þeim hugnast ekki að viðurkenna, að kaupmátturinn, sem þau höfðu þakkað góðri hagstjórn, var falskur. Þeim hugnast ekki heldur, að skráð landsframleiðsla á mann í dollurum minnkar í réttu hlutfalli við gengisfall.Gegn þessum sjónarmiðum standa þeir sem telja eflingu utanríkisviðskipta vera mikilvægan aflvaka hagvaxtar fram í tímann, og skilja nauðsyn þess, að gengi krónunnar sé rétt skráð, áður en Ísland gengur í ESB og tekur upp evru. Ríkisstjórnin og Seðlabankinn ættu að fagna síðbúinni leiðréttingu á gamalgróinni gengisbjögun og leggja til umbætur til að festa hana í sessi frekar en að berjast gegn henni og veifa samsæriskenningum um erlent árásarlið spákaupmanna. Málflutningur formanns bankastjórnar Seðlabankans vitnar um vankunnáttu og veikir bankann.