Til Búkarest Bergsteinn Sigurðsson skrifar 4. apríl 2008 06:00 Geir kastaði sér í brúnan leðursófa einkaþotunnar, klæddi sig úr skónum og teygði úr sér. „Ahh, svona á lífið að vera," dæsti hann og trommaði á magann á sér. „Já," samsinnti „Ingibjörg. „Ekki sömu þrengslin og á Saga class, að ég tali nú ekki um í almenningnum. „Það kom eilítið hik á Ingibjörgu þegar hún mundi að fjölmiðlafólk hafði náðarsamlegast fengið að sitja í. Hún sneri sér að blaðamanni. „Ekki svo að skilja að ég hafi eitthvað á móti því að sitja í almenningi," sagði hún með móðurlegri festu. „Þar kynnist maður einmitt „fólkinu", en ég hef miklar mætur á íslenskri alþýðu." Hún leit glottandi á Geir og dró auga í pung svo lítið bar á. Í þann mund kom Geir auga á kæliskáp. „Nei, sko - minibar. Eins gott að Villi Vill er ekki með okkur, hann myndi taka hann úr sambandi, ha!" sagði hann og gaf Ingibjörgu olnbogaskot. Geir opnaði kælinn. „Viltu bjór?" Ingibjörg afþakkaði muldrandi að það væri fullsnemmt fyrir sig. „Það hefur nú ekki alltaf verið fullsnemmt fyrir þig," sagði Geir. „Manstu þegar ég, þú og Össur..." „Ég held að blaðamaður hafi ekki áhuga á því," greip Ingibjörg fram í og setti í brýrnar. Jæja, ég ætla að minnsta kosti að fá mér einn - ég er í fríi, fjandinn hafi það," sagði Geir. „Við erum reyndar að fara á Nató-fund," sagði Ingibjörg. „Sama og frí," svaraði hann. „Hérna, Kristal plús fyrir þig, það er að segja ef það er ekki of sterkt fyrir þig," bætti Geir við og gaggaði eins og kjúklingur, Ingibjörgu til háðungar. Ingibjörg hló vandræðalega. „Láttu ekki svona, Geir, blaðamaðurinn fer hjá sér." Geir tók gúlsopa af bjórnum og ropaði. „Nú? Vilt þú bjór," sagði hann og otaði einum köldum að blaðamanni. „Svona, fáðu þér. Annars læt ég Davíð hækka stýrivexti! Ertu ekki með yfirdrátt? Haha, nei, ég er bara að grilla í þér." Geir kláraði bjórinn og ákvað að leggja sig. „Solla, hnipptu í mig áður en við lendum í Ungverjalandi." „Rúmeníu," leiðrétti hún. „Já, eða þar. Það er ekki að gömlu lopapeysukommunum að spyrja, þið þekkið Austur-Evrópu eins og handarbakið á ykkur." „Ég man að sellan mín átti einmitt vinasellu í Rúmeníu „i den"," sagði Ingibjörg og lygndi aftur augum. „Ah já, í þá gömlu góðu... þegar maður hafði hugsjónir." „Já, tók Geir undir, leit á blaðamann og ranghvolfdi augum. „Mjög vondar að vísu - en samt." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun
Geir kastaði sér í brúnan leðursófa einkaþotunnar, klæddi sig úr skónum og teygði úr sér. „Ahh, svona á lífið að vera," dæsti hann og trommaði á magann á sér. „Já," samsinnti „Ingibjörg. „Ekki sömu þrengslin og á Saga class, að ég tali nú ekki um í almenningnum. „Það kom eilítið hik á Ingibjörgu þegar hún mundi að fjölmiðlafólk hafði náðarsamlegast fengið að sitja í. Hún sneri sér að blaðamanni. „Ekki svo að skilja að ég hafi eitthvað á móti því að sitja í almenningi," sagði hún með móðurlegri festu. „Þar kynnist maður einmitt „fólkinu", en ég hef miklar mætur á íslenskri alþýðu." Hún leit glottandi á Geir og dró auga í pung svo lítið bar á. Í þann mund kom Geir auga á kæliskáp. „Nei, sko - minibar. Eins gott að Villi Vill er ekki með okkur, hann myndi taka hann úr sambandi, ha!" sagði hann og gaf Ingibjörgu olnbogaskot. Geir opnaði kælinn. „Viltu bjór?" Ingibjörg afþakkaði muldrandi að það væri fullsnemmt fyrir sig. „Það hefur nú ekki alltaf verið fullsnemmt fyrir þig," sagði Geir. „Manstu þegar ég, þú og Össur..." „Ég held að blaðamaður hafi ekki áhuga á því," greip Ingibjörg fram í og setti í brýrnar. Jæja, ég ætla að minnsta kosti að fá mér einn - ég er í fríi, fjandinn hafi það," sagði Geir. „Við erum reyndar að fara á Nató-fund," sagði Ingibjörg. „Sama og frí," svaraði hann. „Hérna, Kristal plús fyrir þig, það er að segja ef það er ekki of sterkt fyrir þig," bætti Geir við og gaggaði eins og kjúklingur, Ingibjörgu til háðungar. Ingibjörg hló vandræðalega. „Láttu ekki svona, Geir, blaðamaðurinn fer hjá sér." Geir tók gúlsopa af bjórnum og ropaði. „Nú? Vilt þú bjór," sagði hann og otaði einum köldum að blaðamanni. „Svona, fáðu þér. Annars læt ég Davíð hækka stýrivexti! Ertu ekki með yfirdrátt? Haha, nei, ég er bara að grilla í þér." Geir kláraði bjórinn og ákvað að leggja sig. „Solla, hnipptu í mig áður en við lendum í Ungverjalandi." „Rúmeníu," leiðrétti hún. „Já, eða þar. Það er ekki að gömlu lopapeysukommunum að spyrja, þið þekkið Austur-Evrópu eins og handarbakið á ykkur." „Ég man að sellan mín átti einmitt vinasellu í Rúmeníu „i den"," sagði Ingibjörg og lygndi aftur augum. „Ah já, í þá gömlu góðu... þegar maður hafði hugsjónir." „Já, tók Geir undir, leit á blaðamann og ranghvolfdi augum. „Mjög vondar að vísu - en samt."
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun