Árangur er ekki sjálfgefinn Björgvin Guðmundsson skrifar 4. apríl 2008 06:00 Það verður seint hægt að saka Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, fyrir áhugaleysi á löggæslustörfum í landinu þau ár sem hann hefur setið í ráðuneytinu. Fjölmörg framfaraskref hafa verið stigin sem löggæslumenn hafa yfir það heila verið ánægðir með. Hefur Björn meðal annars verið sæmdur gullmerki Landssambands lögreglumanna fyrir „frábær störf í þágu lögreglumanna". Enginn annar einstaklingur utan lögregluliðsins hefur verið sæmdur slíku heiðursmerki. Ákvörðun Björns Bjarnasonar um að skipta upp lögreglustjóraembættinu á Suðurnesjum kemur því nokkuð á óvart. Í fyrsta lagi virðist ákvörðunin tekin í flýti og án samráðs við yfirmenn embættisins. Rökstuðningurinn snýr nær eingöngu að skipulagslegum atriðum, það er að skipulag tollgæslu, öryggisgæslu og löggæslu eigi að vera í samræmi við það sem gerist annars staðar í stjórnkerfinu. Það á að gera stjórnsýslu skilvirkari og rekstrarumhverfið betra. Hins vegar eru breytingarnar ekki gerðar í sparnaðarskyni. Svigrúm til þess virðist líka vera lítið ef miðað er við frásögn yfirmanna innan lögreglunnar. Ákvörðun um að lögreglustjórinn á Suðurnesjum færi með tollgæslu, öryggiseftirlit og landamæra- og löggæslu í sínu embætti hefur væntanlega verið vel ígrunduð áður en hún tók gildi í ársbyrjun 2007. Og menn áttuðu sig á sérstöðu embættisins. Því til staðfestingar komst Björn þannig sjálfur að orði þegar hann staðfesti skipulag embættisins í janúar á síðasta ári: „Ég er þess fullviss, að undir forystu Jóhanns R. Benediktssonar lögreglustjóra tekst að sameina liðsheildina til góðra verka, en undir hans stjórn starfa um 220 manns, þar af um 90 lögregluþjónar og um 50 tollverðir, fjöldi öryggisgæslumanna í flugstöð Leifs Eiríkssonar, lögfræðingar og annað sérhæft fólk. Verkefni liðsins er annars vegar að tryggja, að öll gæsla á Keflavíkurflugvelli standist ströngustu kröfur og öryggi íbúanna á Suðurnesjum sé vel tryggt." Það er óhætt að segja að þessi orð ráðherrans hafa gengið eftir. Jóhann R. Benediktsson og hans lið hafa sýnt góðan árangur í að vakta hér landamæri hvort sem þar fara um glæpamenn eða fíkniefnasmyglarar. Á sama tíma fer gott orð af störfum lögreglunnar á Suðurnesjum. Lögreglustjórinn hefur því góða yfirsýn yfir þau störf sem embættið sinnir og flestir eru sammála um að samstarfið þarna á milli sé til fyrirmyndar og stjórnun skilvirk. Vera má að lögreglustjórinn hafi verið of frekur til fjárins og farið út fyrir fjárheimildir. Það er þá verkefni ráðuneytisins að hafa stjórn á því eins og þegar önnur embætti fara fram úr fjárheimildum. Ekki er óeðlilegt að endurskoða þurfi rekstrargrunn nýs embættis eftir reynslutíma. Vandinn liggur ef til vill í fjárlagagerðinni sjálfri þar sem til grundvallar fjárveitingu þarf að liggja fyrir ítarleg skilgreining á því hvaða þjónustu ríkið er að kaupa af lögregluembættum. Þetta má taka til endurskoðunar. Það er mikilvægt að Björn Bjarnason hlusti á sjónarmið manna eins og Jóhanns R. Benediktssonar og Stefáns Eiríkssonar lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Frumskylda ríkisins er að veita borgurum vernd og tryggja öryggi landsins. Árangur í löggæslustörfum er ekki sjálfgefinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Það verður seint hægt að saka Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, fyrir áhugaleysi á löggæslustörfum í landinu þau ár sem hann hefur setið í ráðuneytinu. Fjölmörg framfaraskref hafa verið stigin sem löggæslumenn hafa yfir það heila verið ánægðir með. Hefur Björn meðal annars verið sæmdur gullmerki Landssambands lögreglumanna fyrir „frábær störf í þágu lögreglumanna". Enginn annar einstaklingur utan lögregluliðsins hefur verið sæmdur slíku heiðursmerki. Ákvörðun Björns Bjarnasonar um að skipta upp lögreglustjóraembættinu á Suðurnesjum kemur því nokkuð á óvart. Í fyrsta lagi virðist ákvörðunin tekin í flýti og án samráðs við yfirmenn embættisins. Rökstuðningurinn snýr nær eingöngu að skipulagslegum atriðum, það er að skipulag tollgæslu, öryggisgæslu og löggæslu eigi að vera í samræmi við það sem gerist annars staðar í stjórnkerfinu. Það á að gera stjórnsýslu skilvirkari og rekstrarumhverfið betra. Hins vegar eru breytingarnar ekki gerðar í sparnaðarskyni. Svigrúm til þess virðist líka vera lítið ef miðað er við frásögn yfirmanna innan lögreglunnar. Ákvörðun um að lögreglustjórinn á Suðurnesjum færi með tollgæslu, öryggiseftirlit og landamæra- og löggæslu í sínu embætti hefur væntanlega verið vel ígrunduð áður en hún tók gildi í ársbyrjun 2007. Og menn áttuðu sig á sérstöðu embættisins. Því til staðfestingar komst Björn þannig sjálfur að orði þegar hann staðfesti skipulag embættisins í janúar á síðasta ári: „Ég er þess fullviss, að undir forystu Jóhanns R. Benediktssonar lögreglustjóra tekst að sameina liðsheildina til góðra verka, en undir hans stjórn starfa um 220 manns, þar af um 90 lögregluþjónar og um 50 tollverðir, fjöldi öryggisgæslumanna í flugstöð Leifs Eiríkssonar, lögfræðingar og annað sérhæft fólk. Verkefni liðsins er annars vegar að tryggja, að öll gæsla á Keflavíkurflugvelli standist ströngustu kröfur og öryggi íbúanna á Suðurnesjum sé vel tryggt." Það er óhætt að segja að þessi orð ráðherrans hafa gengið eftir. Jóhann R. Benediktsson og hans lið hafa sýnt góðan árangur í að vakta hér landamæri hvort sem þar fara um glæpamenn eða fíkniefnasmyglarar. Á sama tíma fer gott orð af störfum lögreglunnar á Suðurnesjum. Lögreglustjórinn hefur því góða yfirsýn yfir þau störf sem embættið sinnir og flestir eru sammála um að samstarfið þarna á milli sé til fyrirmyndar og stjórnun skilvirk. Vera má að lögreglustjórinn hafi verið of frekur til fjárins og farið út fyrir fjárheimildir. Það er þá verkefni ráðuneytisins að hafa stjórn á því eins og þegar önnur embætti fara fram úr fjárheimildum. Ekki er óeðlilegt að endurskoða þurfi rekstrargrunn nýs embættis eftir reynslutíma. Vandinn liggur ef til vill í fjárlagagerðinni sjálfri þar sem til grundvallar fjárveitingu þarf að liggja fyrir ítarleg skilgreining á því hvaða þjónustu ríkið er að kaupa af lögregluembættum. Þetta má taka til endurskoðunar. Það er mikilvægt að Björn Bjarnason hlusti á sjónarmið manna eins og Jóhanns R. Benediktssonar og Stefáns Eiríkssonar lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Frumskylda ríkisins er að veita borgurum vernd og tryggja öryggi landsins. Árangur í löggæslustörfum er ekki sjálfgefinn.