Obama kætir bandaríska fjárfesta 8. desember 2008 21:13 Barack Obama, sem tekur við forsetastólnum af George W. Bush, á nýju ári. Fjárfestar eru kampakátir með aðgerðir í efnahagsmálum sem hann boðaði um helgina. Mynd/AP Bandarísk hlutabréf hækkuðu almennt í verði í dag en fjárfestar þykja afar bjartsýnir á að átak Baracks Obama, verðandi forseta landsins, til endurreisnar á bandarísku efnahagslífi muni ganga eftir. Á meðal verkefna forsetans verðandi, sem hann kynnti um helgina, er aukinn kraftur í vegalagningu, byggingastarfsemi á vegum hins opinbera og uppbyggingu háhraðanettenginga um landið endilangt, svo fátt eitt sé nefnt. Gangi allt að óskum verður verkefnið eitt það viðamesta sem bandaríska stjórnkerfið hefur staðið fyrir síðan í vegalagningunni ríkja á milli fyrir hálfri öld, að sögn Associated Press-fréttaveitunnar. Gengi bréfa í iðnfyrirtækjum og framleiðendum þungavinnuvéla hækkaði talsvert. Svo sem í bréfum Caterpillar, sem stökk upp um þrettán prósent. Þá hækkaði gengi bréfa í álrisanum Alcoa, sem rekur álverið á Reyðarfirði, um nítján prósent. S&P 500-hlutabréfavísitalan hækkaði um 3,84 prósent, Dow Jones-vísitalan um 3,46 prósent og Nasdaq-vísitalan um 4,14 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bandarísk hlutabréf hækkuðu almennt í verði í dag en fjárfestar þykja afar bjartsýnir á að átak Baracks Obama, verðandi forseta landsins, til endurreisnar á bandarísku efnahagslífi muni ganga eftir. Á meðal verkefna forsetans verðandi, sem hann kynnti um helgina, er aukinn kraftur í vegalagningu, byggingastarfsemi á vegum hins opinbera og uppbyggingu háhraðanettenginga um landið endilangt, svo fátt eitt sé nefnt. Gangi allt að óskum verður verkefnið eitt það viðamesta sem bandaríska stjórnkerfið hefur staðið fyrir síðan í vegalagningunni ríkja á milli fyrir hálfri öld, að sögn Associated Press-fréttaveitunnar. Gengi bréfa í iðnfyrirtækjum og framleiðendum þungavinnuvéla hækkaði talsvert. Svo sem í bréfum Caterpillar, sem stökk upp um þrettán prósent. Þá hækkaði gengi bréfa í álrisanum Alcoa, sem rekur álverið á Reyðarfirði, um nítján prósent. S&P 500-hlutabréfavísitalan hækkaði um 3,84 prósent, Dow Jones-vísitalan um 3,46 prósent og Nasdaq-vísitalan um 4,14 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira