Gengi krónunnar styrkist mest um 0,85 prósent í morgun en gaf fljótlega eftir. Gengið hefur veikst um tvö prósent það sem af er vikunnar en gengisvísitalan stendur í sléttum 152 stigum.
Gengið lækkaði hratt í mars og rauf vísitalan 158 stiga múrinn um miðjan síðasta mánuð.
Þessu samkvæmt kostar bandaríkjadalur 76,6 krónur, eitt breskt pund 149,3 krónur og ein evra kostar 118,2 krónur.