Commerzbank kaupir Dresdner Bank 1. september 2008 13:33 Martin Blessing, forstjóri Commerzbank, ræðir hér við Michael Diekmann, forstjóra Alliance, og Herbert Walter, forstjóra Dresdner Bank í dag. Mynd/AFP Þýski risabankinn Commerzbank ákvað í gær að kaupa landa sinn Dresdner-banka. Kaupverð nemur 9,8 milljörðum evra, jafnvirði 1.200 milljörðum íslenskra króna. Viðskiptin gera Commerzbank að öðrum umsvifamesta banka Þýskalands á eftir Deutsche Bank. Til að byrja með kaupir Commerzbank sextíu prósenta hlut í Dresdner Bank í skiptum fyrir hlutabréf. Seljandi, sem er þýski tryggingarisinn Alliance, fær 30 prósenta hlut í Commerzbank að verðmæti 3,2 milljarðar evra, og verður umsvifamesti hluthafi bankans í kjölfarið. Commerzbank stefnir á að ljúka kaupunum á afgangi bankabréfanna fyrir lok næsta árs. Starfsmenn beggja banka munu, þegar kaupin ganga í gegn, verða sextíu þúsund talsins og viðskiptavinir tólf milljónir. Útibú bankans verða átján hundruð. Vefútgáfa þýska dagblaðsins Spiegel segir kaupin styrkja mjög þýskan fjármálaheim í kjölfar óróleika á alþjóðlegum mörkuðum. Óvíst sé hins vegar hvað leynist í bókum Dresdner-banka en bankinn situr á miklu magni skuldabréfa og lánum, sem tengjast fasteignum beggja vegna Atlantsála. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Þýski risabankinn Commerzbank ákvað í gær að kaupa landa sinn Dresdner-banka. Kaupverð nemur 9,8 milljörðum evra, jafnvirði 1.200 milljörðum íslenskra króna. Viðskiptin gera Commerzbank að öðrum umsvifamesta banka Þýskalands á eftir Deutsche Bank. Til að byrja með kaupir Commerzbank sextíu prósenta hlut í Dresdner Bank í skiptum fyrir hlutabréf. Seljandi, sem er þýski tryggingarisinn Alliance, fær 30 prósenta hlut í Commerzbank að verðmæti 3,2 milljarðar evra, og verður umsvifamesti hluthafi bankans í kjölfarið. Commerzbank stefnir á að ljúka kaupunum á afgangi bankabréfanna fyrir lok næsta árs. Starfsmenn beggja banka munu, þegar kaupin ganga í gegn, verða sextíu þúsund talsins og viðskiptavinir tólf milljónir. Útibú bankans verða átján hundruð. Vefútgáfa þýska dagblaðsins Spiegel segir kaupin styrkja mjög þýskan fjármálaheim í kjölfar óróleika á alþjóðlegum mörkuðum. Óvíst sé hins vegar hvað leynist í bókum Dresdner-banka en bankinn situr á miklu magni skuldabréfa og lánum, sem tengjast fasteignum beggja vegna Atlantsála.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira