Á hlaupahjólinu Guðmundur Andri Thorsson skrifar 28. júlí 2008 06:00 Viðskiptablöðin eru stundum með svona dálka þar sem ungt fólk í viðskiptalífinu rekur dæmigerðan dag í lífi sínu. Þetta er yfirleitt athyglisverður lestur - svona lífsstílsfræði og minnir á Innlit/útlit sem mér þótti alltaf nokkuð vanmetinn sjónvarpsþáttur og á við rækilega félagsfræðilega úttekt hver og einn. Ég les stundum þessa dálka þegar ég hef ekkert annað að gera, sem er iðulega. Og ég velti stundum fyrir mér lífi þess fólks sem þar virðist á þönum frá morgni til kvölds: Er þetta það sem átt er við með „velgengni"? Maður verður lafmóður af því að lesa þetta. Nú er ég ekki að fjalla um einhvern tiltekinn einstakling öðrum fremur heldur um þessa dálka almennt og vissar tilhneigingar í þeim, þá mynd sem fólkið dregur upp af sjálfu sér. Tvennt slær mann: Gegndarlaust hangs í vinnunni og langdvalir að heiman. Þetta unga fólk virðist knúið áfram af þeirri hugmynd að hið góða líf felist í því að vera sem mest að heiman. Það vill telja okkur trú um að það hitti aldrei börnin sín nema rétt í morgunsárið og hugsanlega til að lesa fyrir svefninn. Eiginlega sýnist manni að unga fólkið í viðskiptalífinu sé á harðahlaupum á hlaupahjólinu undan börnunum sínum. Á þönum frá morgni til kvöldsDæmigerður svona dálkur segir frá konu í ábyrgðarstöðu. Hún vaknar klukkan 6.10 tilbúin að takast á við verkefni dagsins og skokkar fram í eldhús þar sem hún kreistir sér ávaxtasafa í morgunmat. Hún nær honum svo af sér á hlaupabrettinu, og þegar hún er búin í sturtu hittir hún dæturnar tvær og kallinn og þau ræða saman um verkefni dagsins áður en hvert heldur af stað í sína átt. Klukkan 8.00 er morgunfundur þar sem farið er yfir verkefni dagsins. Klukkan 9.00 er hún sest við skrifborðið og farin að svara tölvupóstum. Klukkan 12.05 fær hún sér gúrkusalat og hveitiklíð og ræðir um verkefni dagsins við vinnufélaga sína. Klukkan 12.20 er jóga. Klukkan 13.00 er fundur þar sem farið er yfir verkefni dagsins. Klukkan 13.45 er hún sest við tölvuna. Klukkan 18.00 fer hún í ræktina og hringir í báðar dæturnar á leiðinni, þær segja henni frá deginum sínum, sem hefur verið mjög skemmtilegur. Klukkan 18.15 er hún komin á hlaupabrettið þar sem hún er til 19.30. Klukkan 19.45 skreppur hún heim til að fá sér gulrót og skipta um föt. Klukkan 20.10 er hún svo komin upp í hesthús til að eiga góða stund með hestinum sínum. Þau taka góðan hring í góða veðrinu og hún nær að slaka vel á, er svo komin heim klukkan 22.45 og nær að kyssa dæturnar góða nótt, sem vakað hafa eftir henni. Klukkan 22.50 svarar hún tölvupóstum og fer yfir verkefni morgundagsins, og er svo komin upp í rúm með skýrslu klukkan 23.10 sem hún sofnar út frá sæl og glöð. Að lifa ekki lífi sínuNú skil ég af hverju heimilin í Innlit/útlit eru svona hönnuð og tóm, sögulaus og svarthvít: þar er aldrei neinn.Í þessum dálkum viðskiptablaðanna eldar aldrei neinn. Þarna er aldrei þvegið upp, aldrei sett í þvottavél: unga fólkið í viðskiptalífinu vill ekki láta um sig spyrjast að það geri húsverk. Kannski lætur það aðkeyptan starfskraft um það. En þegar maður lætur aðra taka til eftir sig, elda ofan í sig, jafnvel annast meira og minna börnin fyrir sig, er maður ekki farinn að bjóða út í rauninni mikilverða hluta úr lífi sínu, farinn að láta aðra lifa fyrir sig í einhverjum skilningi? Er maður ekki að missa af eigin lífi?Lengi þótti það helsta dyggð karla í viðskiptum og stjórnmálum að sjást aldrei heima hjá sér nema á jólunum. Það þótti vitna um lofsverða fórnfýsi að neita sér um fjölskyldulíf því að skyldan kallaði. Sú hugmyndafræði virðist lifa góðu lífi hjá ungu fólki í viðskiptalífinu, þó að ekki verði séð að hún hafi skilað neinu öðru en útrás á villigötur.Sú var tíð að konur höfðu ekki jafna möguleika á vinnumarkaði og karlar, og dæmin sanna að svo er víða enn. Fáum kemur hins vegar til hugar að þeim beri að sinna heimilinu einvörðungu, þjóna kalli og krökkum. En er sniðugt fyrir þær að tileinka sér þá hugmynd að best sé að vera sem mest að heiman? Kannski þær ættu að spyrja gömlu mennina hvernig þeim hafi fundist sú hugmynd reynast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun
Viðskiptablöðin eru stundum með svona dálka þar sem ungt fólk í viðskiptalífinu rekur dæmigerðan dag í lífi sínu. Þetta er yfirleitt athyglisverður lestur - svona lífsstílsfræði og minnir á Innlit/útlit sem mér þótti alltaf nokkuð vanmetinn sjónvarpsþáttur og á við rækilega félagsfræðilega úttekt hver og einn. Ég les stundum þessa dálka þegar ég hef ekkert annað að gera, sem er iðulega. Og ég velti stundum fyrir mér lífi þess fólks sem þar virðist á þönum frá morgni til kvölds: Er þetta það sem átt er við með „velgengni"? Maður verður lafmóður af því að lesa þetta. Nú er ég ekki að fjalla um einhvern tiltekinn einstakling öðrum fremur heldur um þessa dálka almennt og vissar tilhneigingar í þeim, þá mynd sem fólkið dregur upp af sjálfu sér. Tvennt slær mann: Gegndarlaust hangs í vinnunni og langdvalir að heiman. Þetta unga fólk virðist knúið áfram af þeirri hugmynd að hið góða líf felist í því að vera sem mest að heiman. Það vill telja okkur trú um að það hitti aldrei börnin sín nema rétt í morgunsárið og hugsanlega til að lesa fyrir svefninn. Eiginlega sýnist manni að unga fólkið í viðskiptalífinu sé á harðahlaupum á hlaupahjólinu undan börnunum sínum. Á þönum frá morgni til kvöldsDæmigerður svona dálkur segir frá konu í ábyrgðarstöðu. Hún vaknar klukkan 6.10 tilbúin að takast á við verkefni dagsins og skokkar fram í eldhús þar sem hún kreistir sér ávaxtasafa í morgunmat. Hún nær honum svo af sér á hlaupabrettinu, og þegar hún er búin í sturtu hittir hún dæturnar tvær og kallinn og þau ræða saman um verkefni dagsins áður en hvert heldur af stað í sína átt. Klukkan 8.00 er morgunfundur þar sem farið er yfir verkefni dagsins. Klukkan 9.00 er hún sest við skrifborðið og farin að svara tölvupóstum. Klukkan 12.05 fær hún sér gúrkusalat og hveitiklíð og ræðir um verkefni dagsins við vinnufélaga sína. Klukkan 12.20 er jóga. Klukkan 13.00 er fundur þar sem farið er yfir verkefni dagsins. Klukkan 13.45 er hún sest við tölvuna. Klukkan 18.00 fer hún í ræktina og hringir í báðar dæturnar á leiðinni, þær segja henni frá deginum sínum, sem hefur verið mjög skemmtilegur. Klukkan 18.15 er hún komin á hlaupabrettið þar sem hún er til 19.30. Klukkan 19.45 skreppur hún heim til að fá sér gulrót og skipta um föt. Klukkan 20.10 er hún svo komin upp í hesthús til að eiga góða stund með hestinum sínum. Þau taka góðan hring í góða veðrinu og hún nær að slaka vel á, er svo komin heim klukkan 22.45 og nær að kyssa dæturnar góða nótt, sem vakað hafa eftir henni. Klukkan 22.50 svarar hún tölvupóstum og fer yfir verkefni morgundagsins, og er svo komin upp í rúm með skýrslu klukkan 23.10 sem hún sofnar út frá sæl og glöð. Að lifa ekki lífi sínuNú skil ég af hverju heimilin í Innlit/útlit eru svona hönnuð og tóm, sögulaus og svarthvít: þar er aldrei neinn.Í þessum dálkum viðskiptablaðanna eldar aldrei neinn. Þarna er aldrei þvegið upp, aldrei sett í þvottavél: unga fólkið í viðskiptalífinu vill ekki láta um sig spyrjast að það geri húsverk. Kannski lætur það aðkeyptan starfskraft um það. En þegar maður lætur aðra taka til eftir sig, elda ofan í sig, jafnvel annast meira og minna börnin fyrir sig, er maður ekki farinn að bjóða út í rauninni mikilverða hluta úr lífi sínu, farinn að láta aðra lifa fyrir sig í einhverjum skilningi? Er maður ekki að missa af eigin lífi?Lengi þótti það helsta dyggð karla í viðskiptum og stjórnmálum að sjást aldrei heima hjá sér nema á jólunum. Það þótti vitna um lofsverða fórnfýsi að neita sér um fjölskyldulíf því að skyldan kallaði. Sú hugmyndafræði virðist lifa góðu lífi hjá ungu fólki í viðskiptalífinu, þó að ekki verði séð að hún hafi skilað neinu öðru en útrás á villigötur.Sú var tíð að konur höfðu ekki jafna möguleika á vinnumarkaði og karlar, og dæmin sanna að svo er víða enn. Fáum kemur hins vegar til hugar að þeim beri að sinna heimilinu einvörðungu, þjóna kalli og krökkum. En er sniðugt fyrir þær að tileinka sér þá hugmynd að best sé að vera sem mest að heiman? Kannski þær ættu að spyrja gömlu mennina hvernig þeim hafi fundist sú hugmynd reynast.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun