Lækkun á flestum mörkuðum 10. september 2008 09:17 Hlutabréf hafa almennt lækkað í verði á meginlandi Evrópu og í Asíu í dag eftir skell í gær. Mikil lækkun var að meðaltali á hlutabréfaverði um allan heim í gær eftir að fréttir bárust af því að slitnað hefði upp úr viðræðum bandaríska fjárfestingabankans Lehmans Brothers og kóreska þróunarbankans. Kóreski bankinn hafði ásamt hópi fjárfesta skoðað kaup á fjórðungshlut í bandaríska bankanum. Lehman er sagður glíma við alvarlega fjárhagsörðugleika og geta ekki aflað sér fjár með sölu eigna þar sem fáir vilji snerta á eignasafni bankans sem hefur hrunið í verði. Gengi bréfa í bankanum féll um 45 prósent í gær. Það hefur jafnað sig mjög og hækkað um 33 prósent í utanþingsviðskiptum. Bankinn hefur flýtt birtingu uppgjörstalna um viku vegna aðstæðnanna sem komnar eru upp og birtir þær fyrir opnun markaða. Nikkei-vísitalan lækkaði um 0,44 prósent sem er nokkuð minni lækkun en á asískum hlutabréfamörkuðum í dag. Þá hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi lækkað um 0,5 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi lækkað um 27 prósent á sama tíma og Cac-40 vísitalan í Frakklandi stendur næsta óbreytt. Nokkur lækkun er sömuleiðis á norrænum hlutabréfamörkuðum, mest er lækkunin í Kaupmannahöfn en aðalvísitalan þar hefur lækkað um 0,98 prósent. Þá hefur norska vísitalan hækkað um 0,55 prósent eftir sex prósenta fall í gær. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Hlutabréf hafa almennt lækkað í verði á meginlandi Evrópu og í Asíu í dag eftir skell í gær. Mikil lækkun var að meðaltali á hlutabréfaverði um allan heim í gær eftir að fréttir bárust af því að slitnað hefði upp úr viðræðum bandaríska fjárfestingabankans Lehmans Brothers og kóreska þróunarbankans. Kóreski bankinn hafði ásamt hópi fjárfesta skoðað kaup á fjórðungshlut í bandaríska bankanum. Lehman er sagður glíma við alvarlega fjárhagsörðugleika og geta ekki aflað sér fjár með sölu eigna þar sem fáir vilji snerta á eignasafni bankans sem hefur hrunið í verði. Gengi bréfa í bankanum féll um 45 prósent í gær. Það hefur jafnað sig mjög og hækkað um 33 prósent í utanþingsviðskiptum. Bankinn hefur flýtt birtingu uppgjörstalna um viku vegna aðstæðnanna sem komnar eru upp og birtir þær fyrir opnun markaða. Nikkei-vísitalan lækkaði um 0,44 prósent sem er nokkuð minni lækkun en á asískum hlutabréfamörkuðum í dag. Þá hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi lækkað um 0,5 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi lækkað um 27 prósent á sama tíma og Cac-40 vísitalan í Frakklandi stendur næsta óbreytt. Nokkur lækkun er sömuleiðis á norrænum hlutabréfamörkuðum, mest er lækkunin í Kaupmannahöfn en aðalvísitalan þar hefur lækkað um 0,98 prósent. Þá hefur norska vísitalan hækkað um 0,55 prósent eftir sex prósenta fall í gær.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira