Hverjir fá að erfa landið? Jón Kaldal skrifar 12. október 2008 00:01 Atburðarásin undanfarna daga hefur verið hraðari og stórbrotnari en nokkurn gat órað fyrir. Því miður er ekki útlit fyrir að um hægist á næstunni. Fram undan eru aðgerðir og ákvarðanir sem munu ráða úrslitum um hvernig samfélag verður hér á næstu áratugum. Mikið veltur á því að hratt sé gengið til verks. Enn þá mikilvægara er að ekkert sé gert í óðagoti. Verk stjórnvalda og erindreka þeirra verða öll að vera uppi á borðinu. Skýr og hiklaus svör verða að fást við spurningum um hverja einustu ráðstöfun. Stærstu bankar landsins eru komnir undir stjórn ríkisins. Það þýðir í reynd að örlög fjölda fyrirtækja, allt frá litlum til þeirra allra stærstu, eru í höndum ríkisvaldsins. Og í þessum skrifuðu orðum er verið að ákveða innan bankanna hvaða fyrirtæki munu fá skuldbreytingu, afskriftir á lánum sínum, frystingu afborgana eða aðra fyrirgreiðslu. Í bönkunum er sem sagt verið að ákveða hvaða fyrirtæki munu deyja og hver fá að lifa. Þau sem lenda í síðari hópnum munu erfa landið. Á þessum tímapunkti er því gríðarlega mikilvægt að staldra við og spyrja í fyrsta lagi: Hvernig verður staðið að þessum ákvörðunum? Og í öðru lagi: hverjir fella dómana? Fullgild ástæða er til að spyrja á hvers vegum eru Elín Sigfúsdóttir, bankastjóri Nýja Landsbankans, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Nýja Glitnis og hver sá sem velst til forystu fyrir nýja Kaupþing? Hver úthlutaði stólunum? Þessar spurningar eru lagðar fram með fullri virðingu fyrir Elínu og Birnu. Þær eru örugglega grandvarar bankakonur og afbragðsstjórnendur. Eins þarf að fá strax upp á yfirborðið hvernig skipað verður í stjórnir nýju ríkisbankanna. Það er fullkomlega óásættanlegt ef ríkisstjórnarflokkarnir tveir ætla að sjá einir um það verkefni. Það væri uppskrift að nýju helmingaskiptakerfi. Í stjórnum bankanna verða að sitja fulltrúar allra stjórnmálaflokka. Og til að taka af allan vafa er með því ekki átt við stjórnmálamennina sjálfa, heldur fulltrúa þeirra, fólk sem hefur reynslu og þekkingu á fjármálaþjónustu og rekstri. Þetta eru spurningar og álitamál sem þarf að kljást við þegar í stað. Til lengri tíma bíður það tröllvaxna verkefni að koma fyrirtækjum sem lenda í ríkiseigu á næstu mánuðum aftur í einkaeigu. Það þarf að taka á nýjan leik hugmyndafræðilega afstöðu til þess hvaða rekstur má yfirhöfuð vera í einkaeigu. Gamla svarið var: Allt sem má ekki fara á hausinn. Það hefur öðlast glænýja og breytta merkingu. Fyrir hálfum mánuði voru þetta grunnstofnanir samfélagsins á borð við sjúkrahúsin, löggæsluna og menntakerfið. Í síðustu viku bættust bankarnir í þennan hóp. Þeir voru áður gimsteinarnir í krúnu einkaframtaksins. Við stöndum frammi fyrir því að feikilegur fjöldi af ungu, vel menntuðu og hugmyndaríku fólki er að missa vinnuna. Það verður að vera hér samfélag sem getur nýtt sér krafta þeirra og hugmyndaauðgi. Samfélag sem er laust við pólitíska fyrirgreiðslu og klíkuskap. Þessi þjóð þarf að fá fullvissu um að heiðarleg og sanngjörn vinnubrögð verði viðhöfð þegar spilin verða gefin upp á nýtt. Framtíð landsins veltur á því hvernig til tekst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun
Atburðarásin undanfarna daga hefur verið hraðari og stórbrotnari en nokkurn gat órað fyrir. Því miður er ekki útlit fyrir að um hægist á næstunni. Fram undan eru aðgerðir og ákvarðanir sem munu ráða úrslitum um hvernig samfélag verður hér á næstu áratugum. Mikið veltur á því að hratt sé gengið til verks. Enn þá mikilvægara er að ekkert sé gert í óðagoti. Verk stjórnvalda og erindreka þeirra verða öll að vera uppi á borðinu. Skýr og hiklaus svör verða að fást við spurningum um hverja einustu ráðstöfun. Stærstu bankar landsins eru komnir undir stjórn ríkisins. Það þýðir í reynd að örlög fjölda fyrirtækja, allt frá litlum til þeirra allra stærstu, eru í höndum ríkisvaldsins. Og í þessum skrifuðu orðum er verið að ákveða innan bankanna hvaða fyrirtæki munu fá skuldbreytingu, afskriftir á lánum sínum, frystingu afborgana eða aðra fyrirgreiðslu. Í bönkunum er sem sagt verið að ákveða hvaða fyrirtæki munu deyja og hver fá að lifa. Þau sem lenda í síðari hópnum munu erfa landið. Á þessum tímapunkti er því gríðarlega mikilvægt að staldra við og spyrja í fyrsta lagi: Hvernig verður staðið að þessum ákvörðunum? Og í öðru lagi: hverjir fella dómana? Fullgild ástæða er til að spyrja á hvers vegum eru Elín Sigfúsdóttir, bankastjóri Nýja Landsbankans, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Nýja Glitnis og hver sá sem velst til forystu fyrir nýja Kaupþing? Hver úthlutaði stólunum? Þessar spurningar eru lagðar fram með fullri virðingu fyrir Elínu og Birnu. Þær eru örugglega grandvarar bankakonur og afbragðsstjórnendur. Eins þarf að fá strax upp á yfirborðið hvernig skipað verður í stjórnir nýju ríkisbankanna. Það er fullkomlega óásættanlegt ef ríkisstjórnarflokkarnir tveir ætla að sjá einir um það verkefni. Það væri uppskrift að nýju helmingaskiptakerfi. Í stjórnum bankanna verða að sitja fulltrúar allra stjórnmálaflokka. Og til að taka af allan vafa er með því ekki átt við stjórnmálamennina sjálfa, heldur fulltrúa þeirra, fólk sem hefur reynslu og þekkingu á fjármálaþjónustu og rekstri. Þetta eru spurningar og álitamál sem þarf að kljást við þegar í stað. Til lengri tíma bíður það tröllvaxna verkefni að koma fyrirtækjum sem lenda í ríkiseigu á næstu mánuðum aftur í einkaeigu. Það þarf að taka á nýjan leik hugmyndafræðilega afstöðu til þess hvaða rekstur má yfirhöfuð vera í einkaeigu. Gamla svarið var: Allt sem má ekki fara á hausinn. Það hefur öðlast glænýja og breytta merkingu. Fyrir hálfum mánuði voru þetta grunnstofnanir samfélagsins á borð við sjúkrahúsin, löggæsluna og menntakerfið. Í síðustu viku bættust bankarnir í þennan hóp. Þeir voru áður gimsteinarnir í krúnu einkaframtaksins. Við stöndum frammi fyrir því að feikilegur fjöldi af ungu, vel menntuðu og hugmyndaríku fólki er að missa vinnuna. Það verður að vera hér samfélag sem getur nýtt sér krafta þeirra og hugmyndaauðgi. Samfélag sem er laust við pólitíska fyrirgreiðslu og klíkuskap. Þessi þjóð þarf að fá fullvissu um að heiðarleg og sanngjörn vinnubrögð verði viðhöfð þegar spilin verða gefin upp á nýtt. Framtíð landsins veltur á því hvernig til tekst.