Uppgjörstímabil að hefjast af þunga Óli Kristján Ármannsson skrifar 29. október 2008 00:01 Um miðja síðustu viku hófst uppgjörstímabil þriðja ársfjórðungs í Kauphöll Íslands með því að Nýherji skilaði inn ársreikningi sínum, fyrst skráðra fyrirtækja líkt og svo oft áður. Í gær bættist svo Össur í hópinn. Þar á bæ er ekki gert ráð fyrir að sveiflur á fjármálamörkuðum hafi veruleg áhrif á rekstur félagsins, enda starfi Össur innan heilbrigðisgeirans. Hagnaður félagsins eykst um rúman helming á þriðja ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra, ef frá er tekinn einskiptishagnaður af sölu á einni af vörulínum félagsins. Hlýtur það að teljast dágóður árangur og vonandi fyrirboði um það sem koma skal hjá öðrum þeim fyrirtækjum sem ekki verða fyrir beinum áhrifum af sviptingum fjármálamarkaða hér heima og erlendis. Óhætt er hins vegar að segja að annar bragur verði á uppgjörstíma þeim sem nú fer í hönd miðað við það sem áður var, þar sem bankarnir hafa borið höfuð og herðar yfir önnur fyrirtæki í hagnaði. Fjármálafyrirtæki hafa vegið þungt í Kauphöll Íslands, raunar mun þyngra en í öðrum kauphöllum, og staðið undir stórkostlegum vísitöluhækkunum síðustu ár. Nú er öldin önnur og full ástæða til að hafa áhyggjur af framtíð kauphallarviðskipta hér. Skráðum félögum fækkar óðum í Kauphöllinni. Þau eru núna 18 á lista, en standa væntanlega eftir 14 þegar búið verður að taka út Kaupþing (Glitnir og Landsbankinn eru þegar horfnir) og kemur að afskráningu Existu sem í stefnir og Vinnslustöðvarinnar sem stefnt hefur verið að um skeið og Atorku. Þá ríkir óvissa um framtíð fleiri félaga. Raunar er búið að skrúfa kauphallarviðskipti hér aftur í árdaga þeirra, en árið 1991 voru hér tvö skráð félög, 11 árið eftir og 17 árið 1993. Jafndramatískir atburðir og fall fjármálakerfis heillar þjóðar, jafnvel í skugga alþjóðlegrar fjármálakreppu, hljóta að kalla á viðamikið uppgjör við fortíðina, hvort heldur það snýr að regluverki eða stjórnmálum og um leið gagngera endurskoðun á því umhverfi sem fyrirtækjum er hér búið. Um leið er mikilvægt að missa ekki taktinn í umbótum sem þegar hefur verið blásið til. Þar má nefna heimild til að skrá hlutabréf í evrum í Kauphöll Íslands og tengingu uppgjörskerfis kauphallarinnar við stórgreiðslukerfi Seðlabanka Evrópu með liðsinni Seðlabanka Finnlands. Eftir þau áföll sem dunið hafa yfir má Kauphöllin hér ekki við því að fæld verði úr landi burðugustu fyrirtækin af þeim sem eftir standa. Víðar mætti gera kerfisbreytingar sem strax yrðu til bóta. Til dæmis þyrfti ekki langan aðdraganda að því að auka gagnsæi ákvarðanatöku í Seðlabanka Íslands, líkt og oft hefur verið haft orð á, með því að birta fundargerðir bankastjórnarinnar. Fordæmi eru fyrir slíku verklagi annars staðar frá og færa mætti fyrir því rök að óvíða væri mikilvægara að hlutir gerðust fyrir opnum tjöldum, en þar sem vafi leikur á hvort bakgrunnur og pólitísk fortíð spili inn í ákvarðanir bankans. Í því uppgjöri sem í hönd fer ríður á að bæta samfélagið og stór þáttur í þeirri viðleitni er aukið gagnsæi og upplýsingagjöf, hvort sem það er hjá stofnunum ríkisins, fyrirtækjum sem það hefur tekið að sér að stýra, eða annars staðar. Upplýst umræða er forsenda lýðræðislegra ákvarðanatöku. Og núna þarf að taka réttar ákvarðanir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun
Um miðja síðustu viku hófst uppgjörstímabil þriðja ársfjórðungs í Kauphöll Íslands með því að Nýherji skilaði inn ársreikningi sínum, fyrst skráðra fyrirtækja líkt og svo oft áður. Í gær bættist svo Össur í hópinn. Þar á bæ er ekki gert ráð fyrir að sveiflur á fjármálamörkuðum hafi veruleg áhrif á rekstur félagsins, enda starfi Össur innan heilbrigðisgeirans. Hagnaður félagsins eykst um rúman helming á þriðja ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra, ef frá er tekinn einskiptishagnaður af sölu á einni af vörulínum félagsins. Hlýtur það að teljast dágóður árangur og vonandi fyrirboði um það sem koma skal hjá öðrum þeim fyrirtækjum sem ekki verða fyrir beinum áhrifum af sviptingum fjármálamarkaða hér heima og erlendis. Óhætt er hins vegar að segja að annar bragur verði á uppgjörstíma þeim sem nú fer í hönd miðað við það sem áður var, þar sem bankarnir hafa borið höfuð og herðar yfir önnur fyrirtæki í hagnaði. Fjármálafyrirtæki hafa vegið þungt í Kauphöll Íslands, raunar mun þyngra en í öðrum kauphöllum, og staðið undir stórkostlegum vísitöluhækkunum síðustu ár. Nú er öldin önnur og full ástæða til að hafa áhyggjur af framtíð kauphallarviðskipta hér. Skráðum félögum fækkar óðum í Kauphöllinni. Þau eru núna 18 á lista, en standa væntanlega eftir 14 þegar búið verður að taka út Kaupþing (Glitnir og Landsbankinn eru þegar horfnir) og kemur að afskráningu Existu sem í stefnir og Vinnslustöðvarinnar sem stefnt hefur verið að um skeið og Atorku. Þá ríkir óvissa um framtíð fleiri félaga. Raunar er búið að skrúfa kauphallarviðskipti hér aftur í árdaga þeirra, en árið 1991 voru hér tvö skráð félög, 11 árið eftir og 17 árið 1993. Jafndramatískir atburðir og fall fjármálakerfis heillar þjóðar, jafnvel í skugga alþjóðlegrar fjármálakreppu, hljóta að kalla á viðamikið uppgjör við fortíðina, hvort heldur það snýr að regluverki eða stjórnmálum og um leið gagngera endurskoðun á því umhverfi sem fyrirtækjum er hér búið. Um leið er mikilvægt að missa ekki taktinn í umbótum sem þegar hefur verið blásið til. Þar má nefna heimild til að skrá hlutabréf í evrum í Kauphöll Íslands og tengingu uppgjörskerfis kauphallarinnar við stórgreiðslukerfi Seðlabanka Evrópu með liðsinni Seðlabanka Finnlands. Eftir þau áföll sem dunið hafa yfir má Kauphöllin hér ekki við því að fæld verði úr landi burðugustu fyrirtækin af þeim sem eftir standa. Víðar mætti gera kerfisbreytingar sem strax yrðu til bóta. Til dæmis þyrfti ekki langan aðdraganda að því að auka gagnsæi ákvarðanatöku í Seðlabanka Íslands, líkt og oft hefur verið haft orð á, með því að birta fundargerðir bankastjórnarinnar. Fordæmi eru fyrir slíku verklagi annars staðar frá og færa mætti fyrir því rök að óvíða væri mikilvægara að hlutir gerðust fyrir opnum tjöldum, en þar sem vafi leikur á hvort bakgrunnur og pólitísk fortíð spili inn í ákvarðanir bankans. Í því uppgjöri sem í hönd fer ríður á að bæta samfélagið og stór þáttur í þeirri viðleitni er aukið gagnsæi og upplýsingagjöf, hvort sem það er hjá stofnunum ríkisins, fyrirtækjum sem það hefur tekið að sér að stýra, eða annars staðar. Upplýst umræða er forsenda lýðræðislegra ákvarðanatöku. Og núna þarf að taka réttar ákvarðanir.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun