Eftir atvikum Bergsteinn Sigurðsson skrifar 31. október 2008 06:00 Sem betur fer þurfum við ekki að halda sönsum til að líkaminn sinni grunnskyldum sínum; hjartað heldur áfram að slá og lungun að draga andann jafnvel þótt við missum meðvitund. Þá ríður hins vegar á að skrúfa ekki fyrir súrefnið. Jú, ástandið er slæmt - en ekki endilega jafn slæmt og það sýnist. Sjúklingurinn hefur vissulega orðið fyrir nokkuð svæsinni eitrun, sem helgast aðallega af óreglusömu líferni undanfarin ár. Hann er ungur og hvatvís. Af stráksskap gelgjuáranna innbyrti hann talsvert magn af bragðgóðri ólyfjan, sem í stað þess að brotna niður í líkamanum og hverfa í gegnum svitaholur, safnaðist upp í innvortis kaunum. Utanaðkomandi þrýstingur virðist hafa orðið til þess að graftarkýlið sprakk. Eitrið vellur nú úr því og líkaminn keppist við að hreinsa það úr kerfinu. Því fylgja jafnan einkenni á borð við ákafan sviða, niðurgang og sótthita, sem þegar verst lætur getur valdið tímabundnu óráði. Við slíkar aðstæður er brýnt að koma í veg fyrir að sjúklingurinn rasi um ráð fram og kasti allri fyrirhyggju fyrir róða; það myndi bæta gráu ofan á svart. Sóttin getur vissulega enn unnið talsvert tjón áður en hún gengur niður. Því er fyrir mestu að grípa til ráðstafana til að lágmarka skaðann og koma í veg fyrir að sjúklingurinn bíði varanleg örkuml. Mikilvægt er að hinn kranki liggi fyrir meðan hann er hvað veikastur og safni kröftum. Hann verður að öllum líkindum nokkuð rýrari þegar hann kemst aftur á lappir og talsvert máttfarinn til að byrja með. Það vinnur hins vegar með honum að hann er ungur að árum, var hraustur fyrir og vel á sig kominn. Með viðeigandi endurhæfingu og réttu hugarfari hefur hann því alla burði til að endurheimta fyrri styrk að fullu og verður jafnvel heilbrigðari en áður. Gerum þó ekkki lítið úr alvöru málsins. Þótt ágætar líkur séu á að sjúklingnum batni steðjar að honum ein alvarleg hætta sem gæti riðið honum að fullu: Kreddufast sjúkralið af gamla skólanum, sem tók ekki hvorki mark á sjúkdómseinkennunum né brást við þegar ljóst var hvert stefndi, og heldur fast í þá bábilju að blóðtaka sé líklegust til árangurs. Spaklegast væri að skipta út gamla sjúkraliðinu sem fyrst. Áður en það teygir sig í arsenikið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Sem betur fer þurfum við ekki að halda sönsum til að líkaminn sinni grunnskyldum sínum; hjartað heldur áfram að slá og lungun að draga andann jafnvel þótt við missum meðvitund. Þá ríður hins vegar á að skrúfa ekki fyrir súrefnið. Jú, ástandið er slæmt - en ekki endilega jafn slæmt og það sýnist. Sjúklingurinn hefur vissulega orðið fyrir nokkuð svæsinni eitrun, sem helgast aðallega af óreglusömu líferni undanfarin ár. Hann er ungur og hvatvís. Af stráksskap gelgjuáranna innbyrti hann talsvert magn af bragðgóðri ólyfjan, sem í stað þess að brotna niður í líkamanum og hverfa í gegnum svitaholur, safnaðist upp í innvortis kaunum. Utanaðkomandi þrýstingur virðist hafa orðið til þess að graftarkýlið sprakk. Eitrið vellur nú úr því og líkaminn keppist við að hreinsa það úr kerfinu. Því fylgja jafnan einkenni á borð við ákafan sviða, niðurgang og sótthita, sem þegar verst lætur getur valdið tímabundnu óráði. Við slíkar aðstæður er brýnt að koma í veg fyrir að sjúklingurinn rasi um ráð fram og kasti allri fyrirhyggju fyrir róða; það myndi bæta gráu ofan á svart. Sóttin getur vissulega enn unnið talsvert tjón áður en hún gengur niður. Því er fyrir mestu að grípa til ráðstafana til að lágmarka skaðann og koma í veg fyrir að sjúklingurinn bíði varanleg örkuml. Mikilvægt er að hinn kranki liggi fyrir meðan hann er hvað veikastur og safni kröftum. Hann verður að öllum líkindum nokkuð rýrari þegar hann kemst aftur á lappir og talsvert máttfarinn til að byrja með. Það vinnur hins vegar með honum að hann er ungur að árum, var hraustur fyrir og vel á sig kominn. Með viðeigandi endurhæfingu og réttu hugarfari hefur hann því alla burði til að endurheimta fyrri styrk að fullu og verður jafnvel heilbrigðari en áður. Gerum þó ekkki lítið úr alvöru málsins. Þótt ágætar líkur séu á að sjúklingnum batni steðjar að honum ein alvarleg hætta sem gæti riðið honum að fullu: Kreddufast sjúkralið af gamla skólanum, sem tók ekki hvorki mark á sjúkdómseinkennunum né brást við þegar ljóst var hvert stefndi, og heldur fast í þá bábilju að blóðtaka sé líklegust til árangurs. Spaklegast væri að skipta út gamla sjúkraliðinu sem fyrst. Áður en það teygir sig í arsenikið.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun