Hótanir og hugsjónir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir. skrifar 10. ágúst 2008 06:00 Margar þeirra stétta sem berjast fyrir því að fá laun í samræmi við menntun og mikilvægi starfans, eru stéttir sem sinna hagsmunum barna. Nýjasta dæmið eru auðvitað ljósmæður. Leikskólakennarar og fóstrur liðsinna foreldrum við að ala börnin upp sem og kennarar, þar sem kennslu- og uppeldishlutverk er samofið. Sú staðreynd að hagsmunir barna vega ekki sérstaklega þungt, blasir einnig við þegar litið er til stöðu barnaverndarmála. Reglulega fréttist af starfi barnaverndar þar sem skammast er yfir afgreiðslu einstakra mála. Ýmist eru menn ævareiðir yfir of miklu inngripi nefndanna eða telja að nefndin geri allt of lítið. Undir þessu situr starfsfólk sem eðli málsins samkvæmt getur sjaldnast svarað fyrir sig. Auðvitað gera starfsmenn barnaverndarnefnda mistök og þar sem miklir hagsmunir eru í húfi verða mistökin því miður alvarlegri. En ætti gagnrýnin ekki að beina kastljósinu að því að þeir sem vinna að því að tryggja hag barna, sem í sumum tilvikum eiga engan annan málsvara, eigi að geta sinnt því starfi sómasamlega? Umræða um hagsmuni barna er að mestu bundin við hagsmuni hinna fullorðnu í kringum þau. Gildir þá einu hvort fjallað er um leikskólamál, forsjármál eða barnaverndarmál. Rauði þráðurinn ætti hins vegar að vera hagsmunir barnsins. Lág laun í þessum „barna"-stéttum eru óbeint réttlætt þannig að um sé að ræða hugsjónastörf. Þá virðist blasa við að ekki eigi að umbuna fólki fyrir hugsjónir. Í næstu andrá geta menn svo réttlætt góð kjör stjórnenda í fjármálafyrirtækjum þannig að hætta sé á að hæfileikafólk þiggi boð frá erlendum samkeppnisaðilum séu kjörin ekki svona góð. Að vísu eru nánast engin dæmi um slík boð. Þar virðist því hótunin um að hætta hafa sitthvað að segja um kjörin - en það er í sjálfu sér ekki þannig að hér sé ætlunin að býsnast yfir góðum kjörum í fjármálageiranum, síður en svo. Eftir stendur þó að menntaðar ljósmæður, leikskólakennarar og aðrar stéttir sem sinna hagsmunum barna hafa einmitt hætt störfum vegna kjara sinna, án þess að það veki sérstaka athygli eða sé gagnrýnt af þunga. Hugsjónafólkið þarf nefnilega líka að geta lifað af laununum. En hvað segir það okkur um stöðu barna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun
Margar þeirra stétta sem berjast fyrir því að fá laun í samræmi við menntun og mikilvægi starfans, eru stéttir sem sinna hagsmunum barna. Nýjasta dæmið eru auðvitað ljósmæður. Leikskólakennarar og fóstrur liðsinna foreldrum við að ala börnin upp sem og kennarar, þar sem kennslu- og uppeldishlutverk er samofið. Sú staðreynd að hagsmunir barna vega ekki sérstaklega þungt, blasir einnig við þegar litið er til stöðu barnaverndarmála. Reglulega fréttist af starfi barnaverndar þar sem skammast er yfir afgreiðslu einstakra mála. Ýmist eru menn ævareiðir yfir of miklu inngripi nefndanna eða telja að nefndin geri allt of lítið. Undir þessu situr starfsfólk sem eðli málsins samkvæmt getur sjaldnast svarað fyrir sig. Auðvitað gera starfsmenn barnaverndarnefnda mistök og þar sem miklir hagsmunir eru í húfi verða mistökin því miður alvarlegri. En ætti gagnrýnin ekki að beina kastljósinu að því að þeir sem vinna að því að tryggja hag barna, sem í sumum tilvikum eiga engan annan málsvara, eigi að geta sinnt því starfi sómasamlega? Umræða um hagsmuni barna er að mestu bundin við hagsmuni hinna fullorðnu í kringum þau. Gildir þá einu hvort fjallað er um leikskólamál, forsjármál eða barnaverndarmál. Rauði þráðurinn ætti hins vegar að vera hagsmunir barnsins. Lág laun í þessum „barna"-stéttum eru óbeint réttlætt þannig að um sé að ræða hugsjónastörf. Þá virðist blasa við að ekki eigi að umbuna fólki fyrir hugsjónir. Í næstu andrá geta menn svo réttlætt góð kjör stjórnenda í fjármálafyrirtækjum þannig að hætta sé á að hæfileikafólk þiggi boð frá erlendum samkeppnisaðilum séu kjörin ekki svona góð. Að vísu eru nánast engin dæmi um slík boð. Þar virðist því hótunin um að hætta hafa sitthvað að segja um kjörin - en það er í sjálfu sér ekki þannig að hér sé ætlunin að býsnast yfir góðum kjörum í fjármálageiranum, síður en svo. Eftir stendur þó að menntaðar ljósmæður, leikskólakennarar og aðrar stéttir sem sinna hagsmunum barna hafa einmitt hætt störfum vegna kjara sinna, án þess að það veki sérstaka athygli eða sé gagnrýnt af þunga. Hugsjónafólkið þarf nefnilega líka að geta lifað af laununum. En hvað segir það okkur um stöðu barna?
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun