Bandaríski fjárfestingarbankinn JP Morgan hagnaðist um tvo milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 154 milljarða íslenskra króna, á öðrum fjórðungi ársins. Til samanburðar nam hagnaðurinn 4,23 milljörðum dala á sama tíma í fyrra. Þetta er um 53 prósenta samdráttur á milli ára.
Hagnaður á hlut nú nam 54 sentum en var 1,2 dalir í fyrra.
Tekjur á tímabilinu n ámu 18,4 milljörðum dala, sem er rétt um hálfum milljarði minna en árið á undan. Þetta er nokkuð umfram væntingar markaðsaðila en greinendur höfðu almennt reiknað með 16,6 milljarða dala hagnaði, samkvæmt spá Thomson Reuters-fréttaveitunnar.
Samdrátturinn á milli ára skýrist að mestu leyti af kaupum bankans á bandaríska fjárfestingarbankanum Bear Stearns.