Sikileyjarvörnin Þorsteinn Pálsson skrifar 20. nóvember 2008 06:00 Sú harka sem fram kom í gagnrýni bankastjórnar Seðlabankans á forsætisráðherra á fundi Viðskiptaráðs í vikunni kom flestum í opna skjöldu. Hins vegar kom ekki á óvart að bankastjórarnir freistuðu þess að hræra í þeirri pólitísku deiglu sem nú kraumar. Formaður Sjálfstæðisflokksins kynnti í síðustu viku áform um að afstaða til Evrópusambandsaðildar yrði tekin á landsfundi í janúar. Á þessum vettvangi var af því tilefni bent á að fróðlegt yrði að fylgjast með viðbrögðum bankastjórnar Seðlabankans. Þau létu ekki á sér standa. Líta verður til þess að bankastjórnin náði ekki fram þjóðstjórnarhugmynd sinni á dögunum og hafði farið halloka í átökum við ríkisstjórnina um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og samningana við Breta. Henni hefur trúlega þótt skörin vera farin að færast upp í bekkinn þegar Evrópuumræðan var boðuð ofan í þau kaup. Forsætisráðherra sagði á síðasta ársfundi Seðlabankans að endurskoða þyrfti peningastefnuna. Bankastjórnin borgar nú fyrir sig með því að segja: „Það er látið nægja að segja að endur-skoða beri peningastefnuna. Það er mátulega þokukennd yfirlýsing til að fara vel í munni þeirra sem ekki vita nákvæmlega um hvað þeir eru að tala." Bankastjórarnir segjast hafa varað forsætisráðherra við yfirvofandi falli bankanna í febrúar. Þeir láta ekki þar við sitja. Í þeim tilgangi að grafa undan trúverðugleika ríkisstjórnarinnar fullyrða þeir að forsætisráðherrann hafi tekið meira mark á orðum stjórnenda viðskiptabankanna. Áður hafði bankastjórnin lýst þeim sem óreiðumönnum. Loks segist bankastjórnin búa yfir vitneskju um hvað leiddi til þess að breska ríkisstjórnin beitti hryðjuverkalögum gegn íslensku bönkunum í London. Þessa vitneskju ætlar bankastjórnin ekki að opinbera að svo stöddu. Leikfléttan er eins konar póli-tísk Sikileyjarvörn. Eftir lögmáli hennar liggur í loftinu að sú vitneskja kunni að verða opinberuð þegar bankastjórninni þykir henta í þeim pólitísku átökum sem fram undan eru. Markmið bankastjórnarinnar með Viðskiptaráðsræðunni sýnist hafa verið tvíþætt. Annars vegar að þvo hendur sínar. Hins vegar að sýna að hún getur ákveðið dagskrá pólitískrar umræðu. Seinna markmiðið náðist. Ríkisstjórnin komst í vörn. Til marks um þann árangur er sá sterki stuðningur sem bankastjórnin fékk frá talsmönnum stjórnarandstöðuflokkanna. Honum fylgdi viðurkenning á málefnalegri röksemdafærslu. Óhjákvæmileg gagnrýni sérfræðinga á hvítþvottinn gat verið eðlilegur fórnarkostnaður til að ná þessu pólitíska markmiði. Við slíkar aðstæður er stjórnarandstaðan ekki líkleg til að vilja hrófla við bankastjórninni. Samfylkingin hefði allt eins getað notað ræðuna til að slíta stjórnarsamstarfinu. Bankastjórnin hefði fagnað því. Þá hefði sannast það sem þeir, er næst henni standa, vöruðu við í upphafi. Það hefði einnig getað leitt til kosninga í janúar. Þannig hefði mátt tefja Evrópuumræðuna. Stjórnarflokkarnir ræða nú um sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Sikileyjarvörn bankastjórnarinnar gæti hins vegar hafa verið teflt fram gegn þeim möguleika að áform af því tagi breyti stöðu hennar. Bankastjórnin sigraði þessa lotu. Fróðlegt verður að sjá hvernig þeirri næstu lyktar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun
Sú harka sem fram kom í gagnrýni bankastjórnar Seðlabankans á forsætisráðherra á fundi Viðskiptaráðs í vikunni kom flestum í opna skjöldu. Hins vegar kom ekki á óvart að bankastjórarnir freistuðu þess að hræra í þeirri pólitísku deiglu sem nú kraumar. Formaður Sjálfstæðisflokksins kynnti í síðustu viku áform um að afstaða til Evrópusambandsaðildar yrði tekin á landsfundi í janúar. Á þessum vettvangi var af því tilefni bent á að fróðlegt yrði að fylgjast með viðbrögðum bankastjórnar Seðlabankans. Þau létu ekki á sér standa. Líta verður til þess að bankastjórnin náði ekki fram þjóðstjórnarhugmynd sinni á dögunum og hafði farið halloka í átökum við ríkisstjórnina um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og samningana við Breta. Henni hefur trúlega þótt skörin vera farin að færast upp í bekkinn þegar Evrópuumræðan var boðuð ofan í þau kaup. Forsætisráðherra sagði á síðasta ársfundi Seðlabankans að endurskoða þyrfti peningastefnuna. Bankastjórnin borgar nú fyrir sig með því að segja: „Það er látið nægja að segja að endur-skoða beri peningastefnuna. Það er mátulega þokukennd yfirlýsing til að fara vel í munni þeirra sem ekki vita nákvæmlega um hvað þeir eru að tala." Bankastjórarnir segjast hafa varað forsætisráðherra við yfirvofandi falli bankanna í febrúar. Þeir láta ekki þar við sitja. Í þeim tilgangi að grafa undan trúverðugleika ríkisstjórnarinnar fullyrða þeir að forsætisráðherrann hafi tekið meira mark á orðum stjórnenda viðskiptabankanna. Áður hafði bankastjórnin lýst þeim sem óreiðumönnum. Loks segist bankastjórnin búa yfir vitneskju um hvað leiddi til þess að breska ríkisstjórnin beitti hryðjuverkalögum gegn íslensku bönkunum í London. Þessa vitneskju ætlar bankastjórnin ekki að opinbera að svo stöddu. Leikfléttan er eins konar póli-tísk Sikileyjarvörn. Eftir lögmáli hennar liggur í loftinu að sú vitneskja kunni að verða opinberuð þegar bankastjórninni þykir henta í þeim pólitísku átökum sem fram undan eru. Markmið bankastjórnarinnar með Viðskiptaráðsræðunni sýnist hafa verið tvíþætt. Annars vegar að þvo hendur sínar. Hins vegar að sýna að hún getur ákveðið dagskrá pólitískrar umræðu. Seinna markmiðið náðist. Ríkisstjórnin komst í vörn. Til marks um þann árangur er sá sterki stuðningur sem bankastjórnin fékk frá talsmönnum stjórnarandstöðuflokkanna. Honum fylgdi viðurkenning á málefnalegri röksemdafærslu. Óhjákvæmileg gagnrýni sérfræðinga á hvítþvottinn gat verið eðlilegur fórnarkostnaður til að ná þessu pólitíska markmiði. Við slíkar aðstæður er stjórnarandstaðan ekki líkleg til að vilja hrófla við bankastjórninni. Samfylkingin hefði allt eins getað notað ræðuna til að slíta stjórnarsamstarfinu. Bankastjórnin hefði fagnað því. Þá hefði sannast það sem þeir, er næst henni standa, vöruðu við í upphafi. Það hefði einnig getað leitt til kosninga í janúar. Þannig hefði mátt tefja Evrópuumræðuna. Stjórnarflokkarnir ræða nú um sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Sikileyjarvörn bankastjórnarinnar gæti hins vegar hafa verið teflt fram gegn þeim möguleika að áform af því tagi breyti stöðu hennar. Bankastjórnin sigraði þessa lotu. Fróðlegt verður að sjá hvernig þeirri næstu lyktar.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun