Þjóðverjar veita hjálparhönd 14. nóvember 2008 09:00 Baldvin Esra Einarsson segir að uppátæki þýsks kollega síns hafi komið skemmtilega á óvart. Mynd/Heiða.is Þýska fyrirtækið A Number of Small Things, sem selur plötur á heimasíðunni anost.net, ætlar að koma Íslendingum til bjargar með því að selja í tonnatali plötur frá íslenska útgáfufyrirtækinu Kimi Records. Í fréttabréfi sínu hvetur fyrirtækið viðskiptavini sína til að kaupa plötur frá Kimi, þar á meðal með hljómsveitunum Hjaltalín og Benna Hemm Hemm: „Kæru vinir. Eins og þið vitið er Ísland á barmi gjaldþrots. Nú er tími til að sýna náungakærleikann í verki. Við höfum bætt nýju útgáfufyrirtæki á lista okkar, Kimi Records. Hjálpið okkur að bjarga Íslandi!," segir í fréttabréfinu. Baldvin Esra Einarsson hjá Kimi Records segir að stjórnandi síðunnar sé samstarfsaðili Kimi. „Ég hef alltaf sent þeim plöturnar mínar til að eiga og selja og kynna í Þýskalandi fyrir fólki sem hefur áhuga á íslenskri tónlist. Það hefur verið upp og ofan hvort þetta hefur komið inn á síðuna," segir Baldvin. „Það er svo gríðarleg umræða örugglega í þýsku miðlunum um ástandið á Íslandi að hann hefur greinilega tekið upp á sitt einsdæmi að auglýsa íslenska tónlist til sölu til að rétta okkur hjálparhönd," segir hann og játar að þetta hafi komið sér skemmtilega á óvart. „Þetta var svolítið fyndið en þetta var svo sem alveg honum líkt svona sprell. Þetta er gaman því maður fær aðra sýn á viðhorf útlendinga til Íslands. Það er svo rosalega sterkt í umræðunni að við séum algjörir drulluhalar en það er ekkert alltaf þannig." - fb Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Þýska fyrirtækið A Number of Small Things, sem selur plötur á heimasíðunni anost.net, ætlar að koma Íslendingum til bjargar með því að selja í tonnatali plötur frá íslenska útgáfufyrirtækinu Kimi Records. Í fréttabréfi sínu hvetur fyrirtækið viðskiptavini sína til að kaupa plötur frá Kimi, þar á meðal með hljómsveitunum Hjaltalín og Benna Hemm Hemm: „Kæru vinir. Eins og þið vitið er Ísland á barmi gjaldþrots. Nú er tími til að sýna náungakærleikann í verki. Við höfum bætt nýju útgáfufyrirtæki á lista okkar, Kimi Records. Hjálpið okkur að bjarga Íslandi!," segir í fréttabréfinu. Baldvin Esra Einarsson hjá Kimi Records segir að stjórnandi síðunnar sé samstarfsaðili Kimi. „Ég hef alltaf sent þeim plöturnar mínar til að eiga og selja og kynna í Þýskalandi fyrir fólki sem hefur áhuga á íslenskri tónlist. Það hefur verið upp og ofan hvort þetta hefur komið inn á síðuna," segir Baldvin. „Það er svo gríðarleg umræða örugglega í þýsku miðlunum um ástandið á Íslandi að hann hefur greinilega tekið upp á sitt einsdæmi að auglýsa íslenska tónlist til sölu til að rétta okkur hjálparhönd," segir hann og játar að þetta hafi komið sér skemmtilega á óvart. „Þetta var svolítið fyndið en þetta var svo sem alveg honum líkt svona sprell. Þetta er gaman því maður fær aðra sýn á viðhorf útlendinga til Íslands. Það er svo rosalega sterkt í umræðunni að við séum algjörir drulluhalar en það er ekkert alltaf þannig." - fb
Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira