Handbolti

Dregið í riðla fyrir EM 18 ára landsliða

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Pálmarsson, leikmaður FH, er í U-18 landsliði Íslands í handbolta.
Aron Pálmarsson, leikmaður FH, er í U-18 landsliði Íslands í handbolta. Mynd/Valli

Í dag var dregið í riðla í úrslitakeppni EM landsliða skipuð leikmönnum átján ára og yngri í handbolta. Úrslitakeppnin fer fram í Tékklandi í ágúst.

Ísland leikur í B-riðli ásamt Danmörku, Tékklandi og Finnlandi. Ísland lék með Finnum í undankeppninni en riðill liðanna fór fram hér á landi. Þá vann íslenska liðið fjórtán marka sigur í leik liðanna, 38-24.

Tvö efstu liðin úr hverjum milliriðli komast áfram í milliriðla en alls taka sextán lið þátt í úrslitakeppninni. Úr milliriðlunum komast tvö efstu liðin áfram í undanúrslit en liðin sem keppa í úrslitaleiknum fá þátttökurétt á HM í Túnis á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×