Barokk-popp í Langholti 21. nóvember 2008 06:00 Dominque Labelle, yndisleg söngkona með einstök tök á söngstíl barokktímans. Annað kvöld bregður Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir sig betri fætinum, flytur sig af Melunum upp í Langholt: í Langholtskirkju verður besta hljómsveit landsins með efnisskrá sem helguð er helstu perlum barokksins; sum þessara verka eru öllum kunn: Vatnamúsík Händels, Hljómsveitarsvíta nr. 3 eftir Bach, en í henni er einmitt Aría á G-streng, og hin sívinsæla kanón Pachelbels eru þeirra á meðal. Poppið úr barokkinu. Hljómsveitarstjóri er Nicholas Kraemer en einsöng syngur Dominique Labelle, sem hefur hlotið frábærar viðtökur um allan heim fyrir óviðjafnanlega söngrödd sína og túlkun á barokktónlist. Hún er fædd í Montréal en vakti fyrst athygli í rómaðri sviðsetningu Peters Sellars á Don Giovanni sem hann setti niður í Spönsku Harlem og fór víða um heim. Þar söng hún Donnu Önnu. Hún hefur hlotið einstaklega lofsamlega dóma fyrir flutning sinn á verkum Händels og Bachs, en Boston Globe sagði um flutning hennar á kantötu nr. 202 eftir þann síðarnefnda: „Það þurfa allir meiri Dominique inn í líf sitt." Nýverið söng hún einsöng í H-moll messu Bachs á Bach-hátíðinni í Leipzig, og Mattheusarpassíuna með Concertgebouw-hljómsveitinni í Amsterdam undir stjórn Ivans Fischer, og hún hlaut Händel-verðlaunin árið 2002 fyrir hljóðritun sína á óperunni Arminio. Þessi kona er því meistarasöngvari sem hefur lagt sig sérstaklega eftir barokk-flutningi. Á æfingum fyrir tónleikana í vikunni bræddi hún hjörtu þeirra í Sinfóníunni með yndislegri túlkun sinni og kalla menn þar á bæ ekki allt ömmu sína. Tónleikarnir á föstudaginn hefjast kl. 19.30 og verður húsið opnað klukkustund fyrir tónleikana. Sætaval er frjálst. - pbb Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Annað kvöld bregður Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir sig betri fætinum, flytur sig af Melunum upp í Langholt: í Langholtskirkju verður besta hljómsveit landsins með efnisskrá sem helguð er helstu perlum barokksins; sum þessara verka eru öllum kunn: Vatnamúsík Händels, Hljómsveitarsvíta nr. 3 eftir Bach, en í henni er einmitt Aría á G-streng, og hin sívinsæla kanón Pachelbels eru þeirra á meðal. Poppið úr barokkinu. Hljómsveitarstjóri er Nicholas Kraemer en einsöng syngur Dominique Labelle, sem hefur hlotið frábærar viðtökur um allan heim fyrir óviðjafnanlega söngrödd sína og túlkun á barokktónlist. Hún er fædd í Montréal en vakti fyrst athygli í rómaðri sviðsetningu Peters Sellars á Don Giovanni sem hann setti niður í Spönsku Harlem og fór víða um heim. Þar söng hún Donnu Önnu. Hún hefur hlotið einstaklega lofsamlega dóma fyrir flutning sinn á verkum Händels og Bachs, en Boston Globe sagði um flutning hennar á kantötu nr. 202 eftir þann síðarnefnda: „Það þurfa allir meiri Dominique inn í líf sitt." Nýverið söng hún einsöng í H-moll messu Bachs á Bach-hátíðinni í Leipzig, og Mattheusarpassíuna með Concertgebouw-hljómsveitinni í Amsterdam undir stjórn Ivans Fischer, og hún hlaut Händel-verðlaunin árið 2002 fyrir hljóðritun sína á óperunni Arminio. Þessi kona er því meistarasöngvari sem hefur lagt sig sérstaklega eftir barokk-flutningi. Á æfingum fyrir tónleikana í vikunni bræddi hún hjörtu þeirra í Sinfóníunni með yndislegri túlkun sinni og kalla menn þar á bæ ekki allt ömmu sína. Tónleikarnir á föstudaginn hefjast kl. 19.30 og verður húsið opnað klukkustund fyrir tónleikana. Sætaval er frjálst. - pbb
Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira