Hlutabréf hækkað vestanhafs 28. maí 2008 20:35 Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag þrátt fyrir tölur sem sýna að nokkuð dró úr eftirspurn eftir varanlegum varningi vestanhafs á milli mánaða í apríl. Fjárfestar hafa eftir sem áður áhyggjur af þróun hráolíuverðs. Fjármálasérfræðingar höfðu almennt reiknað með nokkrum samdrætti. Raunin varð hins vegar sú að eftirspurnin dróst saman um aðeins hálft prósent, samkvæmt upplýsingum bandaríska viðskiptaráðuneytisins sem birtar voru í dag. Á meðal varanlegra neysluvara eru flugvélar, vélar hvers konar, bílar, ísskápar og tölvur, svo fátt eitt sé nefnt. Á móti talsverðum samdrætti í öðrum liðum jókst eftirspurn eftir raftækjum og heimilistækjum um heil 27,8 prósent. Aukningin hefur aldrei verið jafn mikil á milli mánaða. Að sögn fréttaveitu Associated Press hafa fjárfestar áfram áhyggjur af þróun olíuverðs. Verðið hækkaði lítillega í dag, endaði í 130 dölum á tunnu, eftir þriggja dala lækkun í gær. Hærra verð getur aukið líkurnar á því að neytendur haldi að sér höndum til að hafa efni á því að keyra bíla sína í sumar. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,36 prósent en Nasdaq-vísitalan um 0,22 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag þrátt fyrir tölur sem sýna að nokkuð dró úr eftirspurn eftir varanlegum varningi vestanhafs á milli mánaða í apríl. Fjárfestar hafa eftir sem áður áhyggjur af þróun hráolíuverðs. Fjármálasérfræðingar höfðu almennt reiknað með nokkrum samdrætti. Raunin varð hins vegar sú að eftirspurnin dróst saman um aðeins hálft prósent, samkvæmt upplýsingum bandaríska viðskiptaráðuneytisins sem birtar voru í dag. Á meðal varanlegra neysluvara eru flugvélar, vélar hvers konar, bílar, ísskápar og tölvur, svo fátt eitt sé nefnt. Á móti talsverðum samdrætti í öðrum liðum jókst eftirspurn eftir raftækjum og heimilistækjum um heil 27,8 prósent. Aukningin hefur aldrei verið jafn mikil á milli mánaða. Að sögn fréttaveitu Associated Press hafa fjárfestar áfram áhyggjur af þróun olíuverðs. Verðið hækkaði lítillega í dag, endaði í 130 dölum á tunnu, eftir þriggja dala lækkun í gær. Hærra verð getur aukið líkurnar á því að neytendur haldi að sér höndum til að hafa efni á því að keyra bíla sína í sumar. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,36 prósent en Nasdaq-vísitalan um 0,22 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira