Messi bjargaði Barcelona - 100. mark Gerrard Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. október 2008 20:44 Steven Gerrard fagnar marki sínu í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Liverpool og Barcelona unnu góða sigra í leikjum sínum í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Chelsea gerði jafntefli í Rúmeníu. Snemma varð ljóst í leik Liverpool og PSV Eindhoven í D-riðli að þeir hollensku ætluðu að pakka í vörn og treysta á skyndisóknir. En þeir áttu ekkert svar við hröðum sóknarleik Liverpool og strax á fjórðu mínútu uppskáru heimamenn horn. Upp úr því kom fyrsta markið sem Dirk Kuyt skoraði eftir að Andreas Isaksson hafði varið frá Fernando Torres. Stuttu síðar lagði svo Torres upp mark fyrir Robbie Keane, hans fyrsta fyrir Liverpool. Sendingin kom frá hægri og snerting Keane var glæsileg - boltinn læddist í hornið. Til að kóróna daginn náði Steven Gerrard að skora sitt 100. mark fyrir Liverpool með marki upp úr aukaspyrnu í síðari hálfleik. Ekta mark fyrir Gerrard og einkar glæsilegt. Skipti engu þó svo að Danny Koevermans hafi minnkað muninn fyrir PSV aðeins mínútu síðar. Barcelona lenti í kröppum dansi í Úkraínu er liðið mætti Shaktar Donetsk í C-riðli. Það var Ilsinho sem kom heimamönnum yfir með marki undir lok fyrri hálfleiks og þannig stóðu leikar lengi. Það er að segja þar til að Pep Guardiola, stjóri Barcelona, gerði þrjár breytingar og setti þá Lionel Messi, Bojan Krkic og Eið Smára Guðjohnsen inn á. Því er skemmst frá að segja að Lionel Messi gerði sér lítið fyrir og skoraði tvívegis fyrir Börsunga og tryggði þeim ótrúlegan sigur í leiknum. Fyrra markið kom eftir fyrirgjöf Krkic frá hægri en markvörður þeirra úkraínsku missti boltann úr greipum sér. Messi þurfti því bara að ýta boltanum yfir línuna. Xavi lagði svo upp sigurmark Messi þegar tuttugu sekúndur voru eftir að uppbótartímanum. Messi fékk boltann inn í teignum og lyfti honum yfir markvörðinn. Ótrúlegur sigur Börsunga staðreynd. Í A-riðli gerði Chelsea markalaust jafntefli við Cluj á útivelli og Rómverjar unnu góðan sigur á Bordeaux í Frakklandi, 3-1. Þá má einnig greina frá því að kýpverska liðið Anorthosis vann góðan 3-1 sigur á Panathinaikos á heimavelli í kvöld. Kýpverjarnir lögðu Olympiakos í forkeppni Meistaradeildarinnar og hefur því litla liður frá Kýpur lagt risana tvo frá Grikklandi í Meistaradeildinni á tímabilinu.Úrslit kvöldsins: A-riðill:Cluj - Chelsea 0-0Bordeaux - Roma 1-2 1-0 Yoann Gourcuff (18.) 1-1 Mirko Vucinic (64.) 1-2 Julio Baptista (71.) Rautt: Henrique, Bordeaux (36.)Staðan: Chelsea 4 stig (+4 í markatölu) Cluj 4 (+1) Roma 3 (+1) Bordeaux 0 (-6) B-riðill:Anorthosis - Panathinaikos 3-1 1-0 Sarrigui, sjálfsmark (11.) 2-0 Sinisa Kobrasinovic (15.) 2-1 Dimitrios Salpingidis, víti (28.) 3-1 Hawar Taher (78.)Inter - Bremen 1-1 1-0 Maicon (13.) 1-1 Claudio Pizarro (62.)Staðan: Anorthosis 4 stig (+2 í markatölu) Inter 4 (+2) Bremen 2 (0) Panathinaikos 0 (-4) C-riðill:Sporting Lissabon - Basel 2-0 1-0 Leandro Romagnoli (55.) 2-0 Derlei (86.)Shaktar Donetskt - Barcelona 1-2 1-0 Ilsinho (45.) 1-1 Lionel Messi (86.) 1-2 Lionel Messi (94.)Staðan: Barcelona 6 stig (+3 í markatölu) Shaktar 3 (0) Sporting 3 (0) Basel 0 (-3) D-riðill:Liverpool - PSV Eindhoven 3-1 1-0 Dirk Kuyt (5.) 2-0 Robbie Keane (34.) 3-0 Steven Gerrard (76.) 3-1 Danny Koevermans (77.)Atletico Madrid - Marseille 2-1 1-0 Sergio Agüero (4.) 1-1 Mamadou Niang (16.) 2-1 Raul Garcia (22.) Staðan: Atletico 6 stig (+4 í markatölu) Liverpool 6 (+3) Marseille 0 (-2) PSV 0 (-5) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Í beinni: Fram - Þór/KA | Framarar geta unnið þriðja leikinn í röð Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Sjá meira
Liverpool og Barcelona unnu góða sigra í leikjum sínum í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Chelsea gerði jafntefli í Rúmeníu. Snemma varð ljóst í leik Liverpool og PSV Eindhoven í D-riðli að þeir hollensku ætluðu að pakka í vörn og treysta á skyndisóknir. En þeir áttu ekkert svar við hröðum sóknarleik Liverpool og strax á fjórðu mínútu uppskáru heimamenn horn. Upp úr því kom fyrsta markið sem Dirk Kuyt skoraði eftir að Andreas Isaksson hafði varið frá Fernando Torres. Stuttu síðar lagði svo Torres upp mark fyrir Robbie Keane, hans fyrsta fyrir Liverpool. Sendingin kom frá hægri og snerting Keane var glæsileg - boltinn læddist í hornið. Til að kóróna daginn náði Steven Gerrard að skora sitt 100. mark fyrir Liverpool með marki upp úr aukaspyrnu í síðari hálfleik. Ekta mark fyrir Gerrard og einkar glæsilegt. Skipti engu þó svo að Danny Koevermans hafi minnkað muninn fyrir PSV aðeins mínútu síðar. Barcelona lenti í kröppum dansi í Úkraínu er liðið mætti Shaktar Donetsk í C-riðli. Það var Ilsinho sem kom heimamönnum yfir með marki undir lok fyrri hálfleiks og þannig stóðu leikar lengi. Það er að segja þar til að Pep Guardiola, stjóri Barcelona, gerði þrjár breytingar og setti þá Lionel Messi, Bojan Krkic og Eið Smára Guðjohnsen inn á. Því er skemmst frá að segja að Lionel Messi gerði sér lítið fyrir og skoraði tvívegis fyrir Börsunga og tryggði þeim ótrúlegan sigur í leiknum. Fyrra markið kom eftir fyrirgjöf Krkic frá hægri en markvörður þeirra úkraínsku missti boltann úr greipum sér. Messi þurfti því bara að ýta boltanum yfir línuna. Xavi lagði svo upp sigurmark Messi þegar tuttugu sekúndur voru eftir að uppbótartímanum. Messi fékk boltann inn í teignum og lyfti honum yfir markvörðinn. Ótrúlegur sigur Börsunga staðreynd. Í A-riðli gerði Chelsea markalaust jafntefli við Cluj á útivelli og Rómverjar unnu góðan sigur á Bordeaux í Frakklandi, 3-1. Þá má einnig greina frá því að kýpverska liðið Anorthosis vann góðan 3-1 sigur á Panathinaikos á heimavelli í kvöld. Kýpverjarnir lögðu Olympiakos í forkeppni Meistaradeildarinnar og hefur því litla liður frá Kýpur lagt risana tvo frá Grikklandi í Meistaradeildinni á tímabilinu.Úrslit kvöldsins: A-riðill:Cluj - Chelsea 0-0Bordeaux - Roma 1-2 1-0 Yoann Gourcuff (18.) 1-1 Mirko Vucinic (64.) 1-2 Julio Baptista (71.) Rautt: Henrique, Bordeaux (36.)Staðan: Chelsea 4 stig (+4 í markatölu) Cluj 4 (+1) Roma 3 (+1) Bordeaux 0 (-6) B-riðill:Anorthosis - Panathinaikos 3-1 1-0 Sarrigui, sjálfsmark (11.) 2-0 Sinisa Kobrasinovic (15.) 2-1 Dimitrios Salpingidis, víti (28.) 3-1 Hawar Taher (78.)Inter - Bremen 1-1 1-0 Maicon (13.) 1-1 Claudio Pizarro (62.)Staðan: Anorthosis 4 stig (+2 í markatölu) Inter 4 (+2) Bremen 2 (0) Panathinaikos 0 (-4) C-riðill:Sporting Lissabon - Basel 2-0 1-0 Leandro Romagnoli (55.) 2-0 Derlei (86.)Shaktar Donetskt - Barcelona 1-2 1-0 Ilsinho (45.) 1-1 Lionel Messi (86.) 1-2 Lionel Messi (94.)Staðan: Barcelona 6 stig (+3 í markatölu) Shaktar 3 (0) Sporting 3 (0) Basel 0 (-3) D-riðill:Liverpool - PSV Eindhoven 3-1 1-0 Dirk Kuyt (5.) 2-0 Robbie Keane (34.) 3-0 Steven Gerrard (76.) 3-1 Danny Koevermans (77.)Atletico Madrid - Marseille 2-1 1-0 Sergio Agüero (4.) 1-1 Mamadou Niang (16.) 2-1 Raul Garcia (22.) Staðan: Atletico 6 stig (+4 í markatölu) Liverpool 6 (+3) Marseille 0 (-2) PSV 0 (-5)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Í beinni: Fram - Þór/KA | Framarar geta unnið þriðja leikinn í röð Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó