Dregið var í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í dag en eins og ávallt eru sumir riðlarnir athyglisverðari en aðrir.
Sýnt var beint frá drættinum hér á Vísi en upptöku má sjá af útsendingunni með því að smella á hlekkinn hér að ofan.
Snemma varð ljóst að H-riðill yrði hvað mest spennandi þegar Real Madrid og Juventus drógust saman. Zenit St. Pétursborg, sigurvegar UEFA-bikarkeppninnar á síðasta keppnistímabili, og BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi bættust svo í riðilinn.
Barcelona, lið Eiðs Smára Guðjohnsen, mætir Sporting Lissabon, Basel og Shakhtar Donetsk.
Stöð 2 Sport mun sýna beint frá Meistaradeild Evrópu eins og undanfarin ár en á þessu keppnistímabili verða fleiri beinar útsendingar en áður hefur verið boðið upp á.
Annars eru riðlarnir þannig skipaðir:
A-riðill:
Chelsea
Roma
Bordeaux
CFR Cluj
B-riðill:
Inter
Werder Bremen
Panathinaikos
Anorthosis Famagusta
C-riðill:
Barcelona
Sporting Lissabon
Basel
Shakhtar Donetsk
D-riðill:
Liverpool
PSV Eindhoven
Marseille
Atletico Madrid
E-riðill:
Manchester United
Villarreal
Celtic
Álaborg
F-riðill:
Lyon
Bayern München
Steaua Búkarest
Fiorentina
G-riðill:
Arsenal
Porto
Fenerbahce
Dynamo Kiev
H-riðill:
Real Madrid
Juventus
Zenit St. Pétursborg
BATE Borisov