Óvíst er hvort Sigurður Jónsson verður áfram þjálfari sænska liðsins Djurgården. Sænskir fjölmiðlar telja líklegt að hann verði látinn taka pokann sinn eftir dapran árangur á nýliðnu tímabili.
Sigurður segir í samtali við sænska fjölmiðla að það sé ekki hans að ákveða hvort hann verði áfram þjálfari á næsta tímabili. Hann viðurkennir að árangur Djurgården hafi verið langt undir væntingum en liðið endaði í 12. sæti.
Það eru þó ekki allir fjölmiðlar sem halda því fram að Sigurður verði látinn fara. Aftonbladet heldur því fram að hann muni halda starfi sínu.