Meistaradeild Evrópu heldur áfram í kvöld með átta leikjum og þar af verða þrír stórleikir sýndir beint á sportrásum Stöðvar 2.
Arsenal tekur á móti Porto á heimavelli sínum og verður sá leikur sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 18:45, en upphitun hefst skömmu áður þar sem farið verður yfir leiki kvöldsins.
Manchester United sækir danska liðið AaB heim í kvöld þar sem Alex Ferguson ætlar að mæta með sterkt lið til Danmerkur. Sá leikur er sýndur á Stöð 2 Sport 3 og loks verður leikur Zenit og Real Madrid sýndur beint á Sport 4.
Leikir kvöldsins:
18:45 Arsenal - Porto
18:45 Fiorentina - Steaua Bucarest
18:45 Bayern Munchen - Lyon
18:45 Villarreal - Celtic
18:45 AaB - Manchester United
18:45 Fenerbache - Dynamo Kiev
18:45 BATE Borisov - Juventus
18:45 Zenit - Real Madrid