Aðgerð Hrefna Guðmundur Steingrímsson skrifar 26. júlí 2008 06:00 Nú í vikunni urðu nokkrir ferðamenn á hvalaskoðunarbát við Húsavík vitni að þeim fáheyrða viðburði, en þó ekki alveg einstökum, að nokkrir drápshvalir, sem við köllum upp á íslenskuna háhyrninga, veittust að hrefnu einni með skætingi, drápu hana á korteri og átu eins og þeir kynnu enga mannasiði. VIÐBURÐURINN rataði að sjálfsögðu á baksíður enda um mikið sjónarspil að ræða og ferðamönnum mun víst hafa orðið nokkuð brugðið. Heyrst hefur reyndar úr hvalaskoðunarbransanum að með þessu sé búið að hækka nokkuð væntingar fólks um það hvað kunni að sjást í slíkum ferðum. Nú vonar fólk að sjálfsögðu innst inni að það fái að sjá háhyrninga drepa hrefnu. EINNIG vekur atburður sem þessi þó nokkrar spurningar um dýravernd. Nú er viðbúið að hvalaverndunarsinnum verði um og ó. Það að menn hætti að drepa dýr tryggir nefnilega ekki að dýr séu þar með ekki drepin. Vitnisburði um það má sjá víða í dýraríkinu. Fálkar drepa mýs, blettatígrar alla skapaða hluti, flóðhestar menn, birnir menn, hýenur gnýi, kettir fugla og nú sem sagt, eins og komið hefur fram, háhyrningar hrefnur. Þetta allt saman hefur kannski gleymst að taka með í reikninginn í dýraverndunarhreyfingunni. Hvað segir Paul Watson? Eru háhyrningar komnir á svartan lista? Er yfirlýsingar að vænta? KEMUR í ljós. Frásögnin af þessu vakti í öllu falli nokkra athygli. Á baksíðu blaðs var atburðinum lýst þannig að háhyrningarnir hefðu verið mjög „skipulagðir" og að greinilega hefði verið um „alvana drápshvali" að ræða. Hér voru semsagt engir aukvisar á ferð. Sumir vilja jafnvel meina að hvalirnir hafi verið með tattú. Orðræðan um skipulagða glæpastarfsemi í mannheimum gegnsýrði þannig frásögnina af hrefnudrápinu. Hér var klíka á ferð. Komin til Íslands til þess að skapa usla, drepa og éta. Maður sér fyrir sér forystuháhyrning, kannski launson Keikó, gefa bendingar með uggum og sporði, þegar klíkan nálgaðist hina óviðbúnu hrefnu: „Þið þrír farið til hægri, þið fjórir til vinstri og þið fimm farið beint áfram," hvíslaði Keikóson. „Svo gerum við árás þegar ég segi búúúúú." ÞETTA er umhugsunarefni. Ef skipulögð glæpastarfsemi er farin að gera vart við sig í heimi dýranna er álitamál hvort ekki eigi að stofna greiningardeild sem aflar gagna og grípur til fyrirbyggjandi ráðstafana. Ég er nokkuð viss um að einhvers staðar í kerfinu iðar embættismaður í skinninu við tilhugsunina um að fá að setja forsprakkann á skrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Nú í vikunni urðu nokkrir ferðamenn á hvalaskoðunarbát við Húsavík vitni að þeim fáheyrða viðburði, en þó ekki alveg einstökum, að nokkrir drápshvalir, sem við köllum upp á íslenskuna háhyrninga, veittust að hrefnu einni með skætingi, drápu hana á korteri og átu eins og þeir kynnu enga mannasiði. VIÐBURÐURINN rataði að sjálfsögðu á baksíður enda um mikið sjónarspil að ræða og ferðamönnum mun víst hafa orðið nokkuð brugðið. Heyrst hefur reyndar úr hvalaskoðunarbransanum að með þessu sé búið að hækka nokkuð væntingar fólks um það hvað kunni að sjást í slíkum ferðum. Nú vonar fólk að sjálfsögðu innst inni að það fái að sjá háhyrninga drepa hrefnu. EINNIG vekur atburður sem þessi þó nokkrar spurningar um dýravernd. Nú er viðbúið að hvalaverndunarsinnum verði um og ó. Það að menn hætti að drepa dýr tryggir nefnilega ekki að dýr séu þar með ekki drepin. Vitnisburði um það má sjá víða í dýraríkinu. Fálkar drepa mýs, blettatígrar alla skapaða hluti, flóðhestar menn, birnir menn, hýenur gnýi, kettir fugla og nú sem sagt, eins og komið hefur fram, háhyrningar hrefnur. Þetta allt saman hefur kannski gleymst að taka með í reikninginn í dýraverndunarhreyfingunni. Hvað segir Paul Watson? Eru háhyrningar komnir á svartan lista? Er yfirlýsingar að vænta? KEMUR í ljós. Frásögnin af þessu vakti í öllu falli nokkra athygli. Á baksíðu blaðs var atburðinum lýst þannig að háhyrningarnir hefðu verið mjög „skipulagðir" og að greinilega hefði verið um „alvana drápshvali" að ræða. Hér voru semsagt engir aukvisar á ferð. Sumir vilja jafnvel meina að hvalirnir hafi verið með tattú. Orðræðan um skipulagða glæpastarfsemi í mannheimum gegnsýrði þannig frásögnina af hrefnudrápinu. Hér var klíka á ferð. Komin til Íslands til þess að skapa usla, drepa og éta. Maður sér fyrir sér forystuháhyrning, kannski launson Keikó, gefa bendingar með uggum og sporði, þegar klíkan nálgaðist hina óviðbúnu hrefnu: „Þið þrír farið til hægri, þið fjórir til vinstri og þið fimm farið beint áfram," hvíslaði Keikóson. „Svo gerum við árás þegar ég segi búúúúú." ÞETTA er umhugsunarefni. Ef skipulögð glæpastarfsemi er farin að gera vart við sig í heimi dýranna er álitamál hvort ekki eigi að stofna greiningardeild sem aflar gagna og grípur til fyrirbyggjandi ráðstafana. Ég er nokkuð viss um að einhvers staðar í kerfinu iðar embættismaður í skinninu við tilhugsunina um að fá að setja forsprakkann á skrá.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun