Magnað laugardagskvöld 20. október 2008 06:00 Söngkonan Lovefoxxx fór fyrir CSS í Hafnarhúsinu. Þeir tónleikar voru hápunktur laugardagskvöldsins. MYND/Daníel Feitasta dagskráin á Airwaves-hátíðinni hefur yfirleitt verið á laugardagskvöldinu og árið í ár var þar engin undantekning og eins og oft áður var ljóst að nú þyrfti að velja og hafna. Kvöldið byrjaði samt ekki vel. Ég var mættur tímanlega eins og nokkrir tugir annarra gesta til að hlusta á þýsku tónlistarkonuna Gudrunu Gut á Tunglinu. Húsið var opnað og áður auglýst dagskrá hékk á hurðinni en ekkert gerðist og salurinn beið og beið. Seinna kom í ljós að Gudrun hafði ekki komið til landsins. Auðvitað geta listamenn alltaf forfallast, en það er lágmarkskurteisi að láta tónleikagesti vita. Ekki flókin aðgerð að hengja upp auglýsingu eða tilkynna í hljóðkerfi. Manni finnst nú að eftir tíu ár ætti Airwaves að ráða við svo einfalt verkefni. Á Nasa var hins vegar allt samkvæmt áætlun. Þar fóru strákarnir í Sudden Weather Change á kostum. Frábært band sem minnti svolítið á Sonic Youth með þriggja gítara framlínu. Á Tunglinu hélt hinn þýski Thomas Fehlmann uppi fínu stuði með dub-skotna teknóinu sínu, en eftir nokkur lög hjá honum var stefnan tekin aftur á Nasa til að hlusta á Singapore Sling. Sú sveit starfar í sínum eigin útúrsvala afkima og lætur strauma og stefnur ekkert slá sig út af laginu. Henni tekst einhvern veginn að halda sér síferskri og skilaði fínum tónleikum á laugardagskvöldið. Á Tunglinu var Svala Björgvins skrýdd gylltum vængjum og hljómsveitin hennar Steed Lord á fínu flugi. Rafpoppið hennar er að verða hrárra og villtara. Það var heljarinnar biðröð fyrir utan Hafnarhúsið sem virtist þó ganga nokkuð hratt fyrir sig. Inni voru færeysku drengirnir í Boys in a Band með salinn á valdi sínu. Margir tónleikagestir hrópuðu „Færeyjar! Færeyjar!" út í eitt og urðu ofsaglaðir þegar sveitin dreifði færeyskum fánum yfir salinn fyrir lokalagið. Ágætt rokkband. Næst var komið að brasilísku sveitinni CSS. Ég ákvað að færa mig fram að sviði til að sjá þau betur. CSS er greinilega mjög vel smurð tónleikasveit. Settið þeirra var sérstaklega vel upp byggt og söngkonan Lovefoxxx er greinilega ein af þessum stjörnum sem hefur þetta auka eitthvað sem skilur alvöru poppstjörnur frá okkur hinum. CSS var hreint frábær, 50 fullkomnar mínútur sem náðu hámarki með lokalögunum Let's Make Love and Listen to Death From Above og Alala. Á eftir þeim tók New York-sveitin Vampire Weekend við. Hún er svolítið „bragð mánaðarins" og á eina af bestu plötum ársins. Það er í raun aðdáunarvert hvað þeir félagar ná að búa til flotta tónlist með einföldum aðferðum. Bassaleikarinn er lykilmaður í bandinu. Það var greinilegt að salurinn gjörþekkti lögin og söng glaður með. Skemmtilegt. Á Tunglinu var allt stappað þegar hin franska Yelle steig á svið með aðstoðarmanni. Sérlega dansvænt og fjörlegt rafpopp þar á ferð sem féll vel í kramið. Ég endaði svo kvöldið með FM Belfast á Nasa. Eitt stórt sveitt partí og 15 manns hoppandi og hlæjandi á sviðinu þegar ég yfirgaf staðinn. Viðeigandi lokapunktur á fínu kvöldi.Hápunktur: CSS Trausti Júlíusson Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Feitasta dagskráin á Airwaves-hátíðinni hefur yfirleitt verið á laugardagskvöldinu og árið í ár var þar engin undantekning og eins og oft áður var ljóst að nú þyrfti að velja og hafna. Kvöldið byrjaði samt ekki vel. Ég var mættur tímanlega eins og nokkrir tugir annarra gesta til að hlusta á þýsku tónlistarkonuna Gudrunu Gut á Tunglinu. Húsið var opnað og áður auglýst dagskrá hékk á hurðinni en ekkert gerðist og salurinn beið og beið. Seinna kom í ljós að Gudrun hafði ekki komið til landsins. Auðvitað geta listamenn alltaf forfallast, en það er lágmarkskurteisi að láta tónleikagesti vita. Ekki flókin aðgerð að hengja upp auglýsingu eða tilkynna í hljóðkerfi. Manni finnst nú að eftir tíu ár ætti Airwaves að ráða við svo einfalt verkefni. Á Nasa var hins vegar allt samkvæmt áætlun. Þar fóru strákarnir í Sudden Weather Change á kostum. Frábært band sem minnti svolítið á Sonic Youth með þriggja gítara framlínu. Á Tunglinu hélt hinn þýski Thomas Fehlmann uppi fínu stuði með dub-skotna teknóinu sínu, en eftir nokkur lög hjá honum var stefnan tekin aftur á Nasa til að hlusta á Singapore Sling. Sú sveit starfar í sínum eigin útúrsvala afkima og lætur strauma og stefnur ekkert slá sig út af laginu. Henni tekst einhvern veginn að halda sér síferskri og skilaði fínum tónleikum á laugardagskvöldið. Á Tunglinu var Svala Björgvins skrýdd gylltum vængjum og hljómsveitin hennar Steed Lord á fínu flugi. Rafpoppið hennar er að verða hrárra og villtara. Það var heljarinnar biðröð fyrir utan Hafnarhúsið sem virtist þó ganga nokkuð hratt fyrir sig. Inni voru færeysku drengirnir í Boys in a Band með salinn á valdi sínu. Margir tónleikagestir hrópuðu „Færeyjar! Færeyjar!" út í eitt og urðu ofsaglaðir þegar sveitin dreifði færeyskum fánum yfir salinn fyrir lokalagið. Ágætt rokkband. Næst var komið að brasilísku sveitinni CSS. Ég ákvað að færa mig fram að sviði til að sjá þau betur. CSS er greinilega mjög vel smurð tónleikasveit. Settið þeirra var sérstaklega vel upp byggt og söngkonan Lovefoxxx er greinilega ein af þessum stjörnum sem hefur þetta auka eitthvað sem skilur alvöru poppstjörnur frá okkur hinum. CSS var hreint frábær, 50 fullkomnar mínútur sem náðu hámarki með lokalögunum Let's Make Love and Listen to Death From Above og Alala. Á eftir þeim tók New York-sveitin Vampire Weekend við. Hún er svolítið „bragð mánaðarins" og á eina af bestu plötum ársins. Það er í raun aðdáunarvert hvað þeir félagar ná að búa til flotta tónlist með einföldum aðferðum. Bassaleikarinn er lykilmaður í bandinu. Það var greinilegt að salurinn gjörþekkti lögin og söng glaður með. Skemmtilegt. Á Tunglinu var allt stappað þegar hin franska Yelle steig á svið með aðstoðarmanni. Sérlega dansvænt og fjörlegt rafpopp þar á ferð sem féll vel í kramið. Ég endaði svo kvöldið með FM Belfast á Nasa. Eitt stórt sveitt partí og 15 manns hoppandi og hlæjandi á sviðinu þegar ég yfirgaf staðinn. Viðeigandi lokapunktur á fínu kvöldi.Hápunktur: CSS Trausti Júlíusson
Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira