Olía, skattar og skyldur Þorvaldur Gylfason skrifar 28. ágúst 2008 06:00 Sumir skjóta upp kryppu í hvert skipti sem skatta ber á góma. Þar á meðal eru bandarískir repúblikanar með Bush forseta fremstan í flokki (og bráðum John McCain, forsetaframbjóðanda, sem býðst til að halda áfram á sömu braut og Bush): þeir hafa beitt sér mjög fyrir skattalækkun, einkum handa auðmönnum. Afstaða þeirra lýsir vantrú á samtakamætti einstaklinga fyrir tilstilli almannavaldsins og skeytingarleysi um þá, sem höllum fæti standa og almannasjóðum er ætlað að hjálpa. Ekki hefur repúblikönum þó tekizt að hemja útgjöld ríkisins í hátt við dvínandi skatttekjur í stjórnartíð Bush, heldur hefur ríkissjóður verið rekinn með halla þar vestra þrátt fyrir góðæri. Tölurnar segja söguÍ forsetatíð Ronalds Reagan og George Bush eldri 1981-92 nam ríkishallinn vestra að jafnaði fjórum prósentum af landsframleiðslu, svo að skuldir ríkissjóðs jukust úr þriðjungi landsframleiðslunnar í tvo þriðju hluta. Clinton forseta og demókratastjórn hans tókst smám saman að snúa hallanum í afgang, sem nam röskum tveim prósentum af landsframleiðslu 2000. Þetta var gert með því að minnka ríkisútgjöld um þrjú prósent af landsframleiðslu og auka skattheimtu um annað eins. Bush yngri sneri dæminu við á nýjan leik eftir 2000 með því að láta auka ríkisútgjöld um tvö prósent af landsframleiðslu, að hálfu leyti vegna stríðsins í Írak og Afganistan, og færa skattheimtuna aftur í það horf, sem hún var í 1981-92 og einnig 1953-60, þegar Dwight Eisenhower var forseti og Bandaríkin voru skemmra á veg komin en þau eru nú.Repúblikanar virðast ekki sjá ástæðu til, að skattheimta sé meiri nú miðað við landsframleiðslu en hún var, áður en almannatryggingar og borgararéttindi voru leidd í lög í forsetatíð demókratans Lyndons Johnson 1963-68. Með þessari afstöðu afhjúpa repúblikanar andúð sína á almannatryggingum. Þeir líta margir einnig svo á, að ríkishallarekstur og skuldasöfnun skipti engu máli, Cheney varaforseti hefur að minnsta kosti fullyrt það, þótt gengi dollarans hafi haldið áfram að falla fyrir allra augum. Mikil skuldasöfnun kallar að leikslokum ævinlega á gengisfall, ekki síður í Bandaríkjunum en á Íslandi og annars staðar. Ofnæmi fyrir sköttumMegn andúð á sköttum tekur á sig ýmsar myndir. Repúblikanar og margir aðrir mega ekki heyra á það minnzt, að bensínnotkun Bandaríkjamanna sé hamin með hæfilegri skattlagningu eldsneytis líkt og tíðkast í Evrópu. Repúblikanar kjósa heldur lágt bensínverð við dæluna hvað sem það kostar. Afleiðingin er gríðarlegar olíuútflutningstekjur handa Sádi-Arabíu, Íran og öðrum einræðisríkjum í Austurlöndum nær, sem sitja um að fjármagna hryðjuverk gegn Bandaríkjunum og Evrópu.Kaninn fjármagnar því sjálfur hryðjuverkin gegn landi sínu og virðist ekki sjá samhengið eða setja það fyrir sig. Fjármuni, sem gætu runnið í almannasjóði og staðið straum af heilbrigðistryggingum eða skárri skólum, kjósa þeir heldur að láta renna til olíuframleiðenda í Arabalöndum og annars staðar. Bush forseti hefur að vísu talað skynsamlega gegn „bensínfíkn" Bandaríkjamanna, en hann skýtur samt upp kryppu, ef greiðasta leiðin að settu marki, evrópska skattlagningarleiðin, er nefnd til sögunnar. Repúblikanar kjósa heldur að bora eftir nýrri olíu í friðlöndum Alaska. Samt er ekki við þá eina að sakast. Demókratar í New York felldu nýlega tillögu Michaels Bloomberg borgarstjóra um að minnka kraðakið á Manhattan með umferðargjaldi áþekku því, sem hefur á nokkrum árum gerbreytt lífi borgarbúa í London til hins betra og gesta þeirra eftir vel útfærðri fyrirmynd frá Singapúr. Skattlagning lágra teknaSjálfstæðisflokkurinn sækir ýmsar fyrirmyndir sínar til bandarískra repúblikana, þar á meðal hugsjónina um lægri skatta, einkum handa auðmönnum, þrátt fyrir góðæri, verðbólgu og stríð. Munurinn er þó sá, að frekar en að reka ríkisbúskapinn með halla eins og Bush hefur gert hafa fjármálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins þjarmað að láglaunafólki með því að leyfa frítekjumarkinu að síga neðar og neðar að raungildi. Tekjuskattar og útsvör einstaklinga án fjármagnstekjuskatts hækkuðu úr 17 prósentum af tekjuskatts- og útsvarsstofni 1993 í 22 prósent 1998 og 25 prósent 2007. Fjármagnstekjuskattar héldust um eða innan við tíu prósent af fjármagnstekjuskattsstofni 1998-2007. Þessi slagsíða er ein helzta ástæða aukins ójafnaðar á Íslandi frá 1993. Aðförin var skipulögð vitandi vits. Ríkisstjórnin þarf nú að bregðast við auknum ójöfnuði í orði og verki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun
Sumir skjóta upp kryppu í hvert skipti sem skatta ber á góma. Þar á meðal eru bandarískir repúblikanar með Bush forseta fremstan í flokki (og bráðum John McCain, forsetaframbjóðanda, sem býðst til að halda áfram á sömu braut og Bush): þeir hafa beitt sér mjög fyrir skattalækkun, einkum handa auðmönnum. Afstaða þeirra lýsir vantrú á samtakamætti einstaklinga fyrir tilstilli almannavaldsins og skeytingarleysi um þá, sem höllum fæti standa og almannasjóðum er ætlað að hjálpa. Ekki hefur repúblikönum þó tekizt að hemja útgjöld ríkisins í hátt við dvínandi skatttekjur í stjórnartíð Bush, heldur hefur ríkissjóður verið rekinn með halla þar vestra þrátt fyrir góðæri. Tölurnar segja söguÍ forsetatíð Ronalds Reagan og George Bush eldri 1981-92 nam ríkishallinn vestra að jafnaði fjórum prósentum af landsframleiðslu, svo að skuldir ríkissjóðs jukust úr þriðjungi landsframleiðslunnar í tvo þriðju hluta. Clinton forseta og demókratastjórn hans tókst smám saman að snúa hallanum í afgang, sem nam röskum tveim prósentum af landsframleiðslu 2000. Þetta var gert með því að minnka ríkisútgjöld um þrjú prósent af landsframleiðslu og auka skattheimtu um annað eins. Bush yngri sneri dæminu við á nýjan leik eftir 2000 með því að láta auka ríkisútgjöld um tvö prósent af landsframleiðslu, að hálfu leyti vegna stríðsins í Írak og Afganistan, og færa skattheimtuna aftur í það horf, sem hún var í 1981-92 og einnig 1953-60, þegar Dwight Eisenhower var forseti og Bandaríkin voru skemmra á veg komin en þau eru nú.Repúblikanar virðast ekki sjá ástæðu til, að skattheimta sé meiri nú miðað við landsframleiðslu en hún var, áður en almannatryggingar og borgararéttindi voru leidd í lög í forsetatíð demókratans Lyndons Johnson 1963-68. Með þessari afstöðu afhjúpa repúblikanar andúð sína á almannatryggingum. Þeir líta margir einnig svo á, að ríkishallarekstur og skuldasöfnun skipti engu máli, Cheney varaforseti hefur að minnsta kosti fullyrt það, þótt gengi dollarans hafi haldið áfram að falla fyrir allra augum. Mikil skuldasöfnun kallar að leikslokum ævinlega á gengisfall, ekki síður í Bandaríkjunum en á Íslandi og annars staðar. Ofnæmi fyrir sköttumMegn andúð á sköttum tekur á sig ýmsar myndir. Repúblikanar og margir aðrir mega ekki heyra á það minnzt, að bensínnotkun Bandaríkjamanna sé hamin með hæfilegri skattlagningu eldsneytis líkt og tíðkast í Evrópu. Repúblikanar kjósa heldur lágt bensínverð við dæluna hvað sem það kostar. Afleiðingin er gríðarlegar olíuútflutningstekjur handa Sádi-Arabíu, Íran og öðrum einræðisríkjum í Austurlöndum nær, sem sitja um að fjármagna hryðjuverk gegn Bandaríkjunum og Evrópu.Kaninn fjármagnar því sjálfur hryðjuverkin gegn landi sínu og virðist ekki sjá samhengið eða setja það fyrir sig. Fjármuni, sem gætu runnið í almannasjóði og staðið straum af heilbrigðistryggingum eða skárri skólum, kjósa þeir heldur að láta renna til olíuframleiðenda í Arabalöndum og annars staðar. Bush forseti hefur að vísu talað skynsamlega gegn „bensínfíkn" Bandaríkjamanna, en hann skýtur samt upp kryppu, ef greiðasta leiðin að settu marki, evrópska skattlagningarleiðin, er nefnd til sögunnar. Repúblikanar kjósa heldur að bora eftir nýrri olíu í friðlöndum Alaska. Samt er ekki við þá eina að sakast. Demókratar í New York felldu nýlega tillögu Michaels Bloomberg borgarstjóra um að minnka kraðakið á Manhattan með umferðargjaldi áþekku því, sem hefur á nokkrum árum gerbreytt lífi borgarbúa í London til hins betra og gesta þeirra eftir vel útfærðri fyrirmynd frá Singapúr. Skattlagning lágra teknaSjálfstæðisflokkurinn sækir ýmsar fyrirmyndir sínar til bandarískra repúblikana, þar á meðal hugsjónina um lægri skatta, einkum handa auðmönnum, þrátt fyrir góðæri, verðbólgu og stríð. Munurinn er þó sá, að frekar en að reka ríkisbúskapinn með halla eins og Bush hefur gert hafa fjármálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins þjarmað að láglaunafólki með því að leyfa frítekjumarkinu að síga neðar og neðar að raungildi. Tekjuskattar og útsvör einstaklinga án fjármagnstekjuskatts hækkuðu úr 17 prósentum af tekjuskatts- og útsvarsstofni 1993 í 22 prósent 1998 og 25 prósent 2007. Fjármagnstekjuskattar héldust um eða innan við tíu prósent af fjármagnstekjuskattsstofni 1998-2007. Þessi slagsíða er ein helzta ástæða aukins ójafnaðar á Íslandi frá 1993. Aðförin var skipulögð vitandi vits. Ríkisstjórnin þarf nú að bregðast við auknum ójöfnuði í orði og verki.