Hvað á að gera? Þorsteinn Pálsson skrifar 5. september 2008 06:15 Sennilega hefur ádeilan um aðgerðaleysi bitið meir í ríkisstjórnina en flest annað síðustu mánuði. Með því að ríkisstjórnin hefur sannarlega aðhafst sitthvað til þess að bregðast við aðsteðjandi efnahagsvanda er vel skiljanlegt að aðgerðaleysishugtakið hljómi eins og hvellandi bjalla í eyrum forystumanna stjórnarflokkanna. Vel má þó vera að forsætisráðherrann hafi ljáð hugtakinu vængi þegar hann í kerskni svaraði því til á miðju sumri að vöruskiptahallinn hefði einmitt minnkað af þeim sökum. Hér skiptir máli til hvers aðgerðir eru ætlaðar. Mikilvægast er að ríkisstjórnin reyni ekki að hafast það að sem er ógerlegt eða óráðlegt. Aðgerðaleysi um þá hluti er í almannaþágu. Það kaupmáttarstig sem þjóðin bjó við fyrir ári var án innistæðu. Það fékkst með lántökum sem endurspegluðust í óhóflegum viðskiptahalla. Gengi krónunnar féll af þeim sökum. Kjaraskerðingin sem gengisfallinu fylgir er óumflýjanleg. Aðgerðir til að fela þá staðreynd gera illt verra. Hvers vegna þá að kalla eftir þeim? Í efnahagsumræðu síðustu daga hafa ýmsir forystumenn í stjórnmálum átalið aðgerðaleysi leiðtoga stjórnarflokkanna gagnvart þessari staðreynd. Hvað sem um stjórnina má segja er það styrkur hennar fremur en veikleiki þegar öllu er á botninn hvolft að hafa ekki gert tilraun til slíkra aðgerða. Það eina sem ekki má gerast við núverandi aðstæður er að hjól víxlhækkana kaupgjalds og verðlags fari í gang. Þegar horft er til yfirlýsinga forystumanna verkalýðsfélaganna er það sem þeir hafa ekki sagt ef til vill mikilvægara en hitt sem þeir hafa sagt. Það lýsir ríkum skilningi þeirra og ábyrgð að trekkja ekki víxlhækkunargangverkið upp eða búa til eftirvæntingu þar um. Í þingumræðunum fyrr í vikunni hafði forsætisráðherrann einn kjark til að segja þessa staðreynd umbúðalaust. Lífskjörin batna á ný með aukinni verðmætasköpun og nýjum stöðugleika. Aðgerðir eiga að snúast um þau markmið. Hluti stjórnarandstöðunnar telur hins vegar að um þá hluti sé stjórnin of athafnasöm. Enginn ágreiningur er síðan um þær aðgerðir ríkisstjórnarinnar að styrkja gjaldeyrisforðann. Erlenda lánsfjárkreppan hefur á hinn bóginn leitt til þess að viðskiptabankarnir geta ekki veitt nægjanlegu súrefni inn í atvinnulífið með hefðbundinni lánafyrirgreiðslu. Við þeim veruleika eru engin einföld ráð. En framhjá því verður ekki litið að takmarkaðir möguleikar stjórnvalda til aðgerða á því sviði eru sá bráðavandi sem sverfur nú helst að. Eðlilega horfa forystumenn bæði atvinnufyrirtækjanna og launafólksins til ríkisstjórnarinnar um þetta úrlausnarefni. Það verður að leysa án þess að skattgreiðendur taki á sig ábyrgð á þeim sem óvarlegast hafa farið. Loks á ríkisstjórnin eftir að sýna fjárlögin. Þar er þörf á miklu aðhaldi. Brýnna er að gefa atvinnulífinu svigrúm en opinberum umsvifum. En stærsti vandi stjórnarflokkanna liggur í því að trúverðug rök hafa ekki verið færð að því að unnt sé að tryggja viðunandi fjármálastöðugleika með krónunni. Niðurstaðan er sú að stjórnin verður ekki með gildum rökum sökuð um aðgerðaleysi. Hún hefur haft bein í nefinu til að hafna stundarvinsældaaðgerðum sem grafa undan langtímamarkmiðum um stöðugleika. En á hinn bóginn hefur hún ekki sýnt allar þær lausnir sem eðlilega er kallað eftir við ríkjandi aðstæður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun
Sennilega hefur ádeilan um aðgerðaleysi bitið meir í ríkisstjórnina en flest annað síðustu mánuði. Með því að ríkisstjórnin hefur sannarlega aðhafst sitthvað til þess að bregðast við aðsteðjandi efnahagsvanda er vel skiljanlegt að aðgerðaleysishugtakið hljómi eins og hvellandi bjalla í eyrum forystumanna stjórnarflokkanna. Vel má þó vera að forsætisráðherrann hafi ljáð hugtakinu vængi þegar hann í kerskni svaraði því til á miðju sumri að vöruskiptahallinn hefði einmitt minnkað af þeim sökum. Hér skiptir máli til hvers aðgerðir eru ætlaðar. Mikilvægast er að ríkisstjórnin reyni ekki að hafast það að sem er ógerlegt eða óráðlegt. Aðgerðaleysi um þá hluti er í almannaþágu. Það kaupmáttarstig sem þjóðin bjó við fyrir ári var án innistæðu. Það fékkst með lántökum sem endurspegluðust í óhóflegum viðskiptahalla. Gengi krónunnar féll af þeim sökum. Kjaraskerðingin sem gengisfallinu fylgir er óumflýjanleg. Aðgerðir til að fela þá staðreynd gera illt verra. Hvers vegna þá að kalla eftir þeim? Í efnahagsumræðu síðustu daga hafa ýmsir forystumenn í stjórnmálum átalið aðgerðaleysi leiðtoga stjórnarflokkanna gagnvart þessari staðreynd. Hvað sem um stjórnina má segja er það styrkur hennar fremur en veikleiki þegar öllu er á botninn hvolft að hafa ekki gert tilraun til slíkra aðgerða. Það eina sem ekki má gerast við núverandi aðstæður er að hjól víxlhækkana kaupgjalds og verðlags fari í gang. Þegar horft er til yfirlýsinga forystumanna verkalýðsfélaganna er það sem þeir hafa ekki sagt ef til vill mikilvægara en hitt sem þeir hafa sagt. Það lýsir ríkum skilningi þeirra og ábyrgð að trekkja ekki víxlhækkunargangverkið upp eða búa til eftirvæntingu þar um. Í þingumræðunum fyrr í vikunni hafði forsætisráðherrann einn kjark til að segja þessa staðreynd umbúðalaust. Lífskjörin batna á ný með aukinni verðmætasköpun og nýjum stöðugleika. Aðgerðir eiga að snúast um þau markmið. Hluti stjórnarandstöðunnar telur hins vegar að um þá hluti sé stjórnin of athafnasöm. Enginn ágreiningur er síðan um þær aðgerðir ríkisstjórnarinnar að styrkja gjaldeyrisforðann. Erlenda lánsfjárkreppan hefur á hinn bóginn leitt til þess að viðskiptabankarnir geta ekki veitt nægjanlegu súrefni inn í atvinnulífið með hefðbundinni lánafyrirgreiðslu. Við þeim veruleika eru engin einföld ráð. En framhjá því verður ekki litið að takmarkaðir möguleikar stjórnvalda til aðgerða á því sviði eru sá bráðavandi sem sverfur nú helst að. Eðlilega horfa forystumenn bæði atvinnufyrirtækjanna og launafólksins til ríkisstjórnarinnar um þetta úrlausnarefni. Það verður að leysa án þess að skattgreiðendur taki á sig ábyrgð á þeim sem óvarlegast hafa farið. Loks á ríkisstjórnin eftir að sýna fjárlögin. Þar er þörf á miklu aðhaldi. Brýnna er að gefa atvinnulífinu svigrúm en opinberum umsvifum. En stærsti vandi stjórnarflokkanna liggur í því að trúverðug rök hafa ekki verið færð að því að unnt sé að tryggja viðunandi fjármálastöðugleika með krónunni. Niðurstaðan er sú að stjórnin verður ekki með gildum rökum sökuð um aðgerðaleysi. Hún hefur haft bein í nefinu til að hafna stundarvinsældaaðgerðum sem grafa undan langtímamarkmiðum um stöðugleika. En á hinn bóginn hefur hún ekki sýnt allar þær lausnir sem eðlilega er kallað eftir við ríkjandi aðstæður.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun