Evrópusambandið er fyrir heimilin Jón Kaldal skrifar 25. október 2008 08:00 Hvað ef?" er forskeytið á ýmsum spurningum sem brenna á vörum fólks þessa dagana. Ein sú allra stærsta af því tagi er: Hvað ef Ísland hefði verið komið í Evrópusambandið og gjaldmiðill okkar evra en ekki króna? Hvernig væri staðan þá? Eins og gildir gjarnan um fræðilegar vangaveltur um atburði í fortíð, er ekki til afgerandi og óumdeilt svar við þessari spurningu. Flest bendir þó til að við værum í töluvert skárri málum, eða réttara sagt ekki jafnhörmulegum og raunin er, ef Ísland hefði verið orðið hluti af Evrópusambandinu og aðili að myntbandalagi Evrópu. Svarið við annarri spurningu, og í þetta skiptið um hvað framtíðin geymir, liggur hins vegar skýrt og óvéfengjanlegt fyrir: Fram undan eru mjög erfiðir tímar, eins og fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sögðu á blaðamannafundi í Karphúsinu í gær, og lögðu fram spádóm um 10 prósenta samdrátt í landsframleiðslu. Slíkur samdráttur hefur í för með sér umtalsvert atvinnuleysi og mun snerta flestar fjölskyldur landsins með einum eða öðrum hætti. Mikill léttir er fólginn í því að aðkoma Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að lausn efnahagsvandans hefur verið staðfest. Á sama tíma eru þetta ákaflega sorgleg tímamót. Mikilvægt er að allir átti sig á því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er kominn til bjargar vegna þess að enginn annar var reiðubúinn til að rétta út hjálparhönd. Ísland átti ekki í nein önnur hús að venda. Jafnvel frændþjóðir okkar á Norðurlöndunum hafa setið hjá undanfarnar vikur. Það er alltaf sárt að vera einstæðingur, líka í samfélagi þjóðanna. Þetta er hins vegar hlutskipti sem við Íslendingar kusum okkur sjálfir. Eða eins og Edda Rós Karlsdóttir hagfræðingur orðar það í fréttaskýringu Viðskiptablaðsins í gær: „Við vildum vera sjálfstæð í uppsveiflu og þá erum við líka ein í niðursveiflu." Umræður um aðild að Evrópusambandinu og upptöku evru hafa undanfarin ár að stóru leyti verið á forsendum viðskiptalífsins og umsvifa íslenskra fyrirtækja utan landsteinanna. Mörgum orðum hefur til dæmis verið eytt í að bankarnir væru of stórir, þyrftu stærra bakland og annan gjaldmiðil. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að það ástand er nú úr sögunni. Í stað þess að laga íslenskt efnahagsumhverfið að breyttum aðstæðum má segja að stjórnvöld hafi ákveðið að laga efnahagsumhverfið að krónunni og færðu það um leið mörg ár aftur í tímann. Á daginn er komið að sveigjanleiki sjálfstæðrar peningamálastefnu og eigin gjaldmiðils nýtist aðeins stjórnmálamönnunum til að halda þjóðinni í þeirri gíslingu að hún hefur ekki hugmynd um hvaða rekstrarumhverfi bíður hennar. Hafi einhver haldið að Evrópusambandsaðild snúist fyrst og fremst um hag banka og stórfyrirtækja, er það misskilningur. Aðild að Evrópusambandinu er fyrir heimili landsins því þar er að finna meiri von um stöðugleika og festu en er í boði hjá innfæddum stjórnendum efnahagslífsins. Um það er óþarfi að efast lengur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun
Hvað ef?" er forskeytið á ýmsum spurningum sem brenna á vörum fólks þessa dagana. Ein sú allra stærsta af því tagi er: Hvað ef Ísland hefði verið komið í Evrópusambandið og gjaldmiðill okkar evra en ekki króna? Hvernig væri staðan þá? Eins og gildir gjarnan um fræðilegar vangaveltur um atburði í fortíð, er ekki til afgerandi og óumdeilt svar við þessari spurningu. Flest bendir þó til að við værum í töluvert skárri málum, eða réttara sagt ekki jafnhörmulegum og raunin er, ef Ísland hefði verið orðið hluti af Evrópusambandinu og aðili að myntbandalagi Evrópu. Svarið við annarri spurningu, og í þetta skiptið um hvað framtíðin geymir, liggur hins vegar skýrt og óvéfengjanlegt fyrir: Fram undan eru mjög erfiðir tímar, eins og fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sögðu á blaðamannafundi í Karphúsinu í gær, og lögðu fram spádóm um 10 prósenta samdrátt í landsframleiðslu. Slíkur samdráttur hefur í för með sér umtalsvert atvinnuleysi og mun snerta flestar fjölskyldur landsins með einum eða öðrum hætti. Mikill léttir er fólginn í því að aðkoma Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að lausn efnahagsvandans hefur verið staðfest. Á sama tíma eru þetta ákaflega sorgleg tímamót. Mikilvægt er að allir átti sig á því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er kominn til bjargar vegna þess að enginn annar var reiðubúinn til að rétta út hjálparhönd. Ísland átti ekki í nein önnur hús að venda. Jafnvel frændþjóðir okkar á Norðurlöndunum hafa setið hjá undanfarnar vikur. Það er alltaf sárt að vera einstæðingur, líka í samfélagi þjóðanna. Þetta er hins vegar hlutskipti sem við Íslendingar kusum okkur sjálfir. Eða eins og Edda Rós Karlsdóttir hagfræðingur orðar það í fréttaskýringu Viðskiptablaðsins í gær: „Við vildum vera sjálfstæð í uppsveiflu og þá erum við líka ein í niðursveiflu." Umræður um aðild að Evrópusambandinu og upptöku evru hafa undanfarin ár að stóru leyti verið á forsendum viðskiptalífsins og umsvifa íslenskra fyrirtækja utan landsteinanna. Mörgum orðum hefur til dæmis verið eytt í að bankarnir væru of stórir, þyrftu stærra bakland og annan gjaldmiðil. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að það ástand er nú úr sögunni. Í stað þess að laga íslenskt efnahagsumhverfið að breyttum aðstæðum má segja að stjórnvöld hafi ákveðið að laga efnahagsumhverfið að krónunni og færðu það um leið mörg ár aftur í tímann. Á daginn er komið að sveigjanleiki sjálfstæðrar peningamálastefnu og eigin gjaldmiðils nýtist aðeins stjórnmálamönnunum til að halda þjóðinni í þeirri gíslingu að hún hefur ekki hugmynd um hvaða rekstrarumhverfi bíður hennar. Hafi einhver haldið að Evrópusambandsaðild snúist fyrst og fremst um hag banka og stórfyrirtækja, er það misskilningur. Aðild að Evrópusambandinu er fyrir heimili landsins því þar er að finna meiri von um stöðugleika og festu en er í boði hjá innfæddum stjórnendum efnahagslífsins. Um það er óþarfi að efast lengur.